Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 17-21 | Sterkur sigur Haukanna í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 5. febrúar 2015 12:49 Þröstur Þráinsson var drjúgur fyrir Hauka á lokasprettinum. vísir/anton Haukamenn tóku tvö stig af Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 17-21 en Eyjamenn virtust meðvitundarlausir í síðari hálfleiknum. Einar Pétur Pétursson lék frábærlega en liðsfélagi hans, Giedrius Morkunas, átti enn einn stórleikinn. Eyjamenn gáfu tóninn strax í byrjun og virtust ætla að koma vel út úr fríinu en Grétar Þór Eyþórsson lék t.a.m. frábærlega í vinstra horninu. Hann skoraði fimm af fyrstu sex mörkum Eyjamanna sem leiddu 6-5 eftir 15 mínútna leik. Heimamenn voru fljótir að tapa forystunni niður en eftir að Haukar komust yfir virtust Eyjamenn aldrei líklegir til að jafna metin. Að loknum fyrri háfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum en Kolbeinn Aron Arnarson hafði leikið mjög vel fyrir ÍBV. Kolbeinn byrjaði síðari hálfleikinn alveg eins og þann fyrri, þegar hann varði vítakast. Margir héldu að leikar væru að snúast en allt kom fyrir ekki. Í síðari hálfleik sýndu Eyjamenn oft á köflum slakan sóknarleik. Það sem var helst að klikka hjá heimamönnum var seinna „tempó-ið“ eins og það er kallað. Þeim gekk illa að finna lausa menn, þó svo að þeir væru heldur betur til staðar. Það verður þó að hrósa Haukamönnum sem höfðu greinilega undirbúið sig betur heldur en Eyjamenn. Gestirnir héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en um miðbik hans minnkuðu Eyjamenn muninn í eitt mark. Þá tók Patrekur leikhlé og Eyjamenn skoruðu ekki mark næstu mínútur. Þá tókst Haukamönnum að stinga af. Sigurinn varð að lokum fjögur mörk og hefði vel getað orðið stærri, sóknarleik Eyjamanna má líkja við gjaldþrot. Þar sem leikmennirnir virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við þeim aðstæðum sem Haukamenn komu þeim í. Haukamenn eru því komnir nær Eyjamönnum sem sitja í 5. sætinu með 17 stig. Haukar eru komnir með fjórtán stig og eru í 7. sætiGunnar Magnússon: Fátt um fína drætti „Það er fúlt að tapa, við vorum að spila góða vörn og Kolli var frábær þar fyrir aftan. Við náðum samt ekki að refsa þeim eins og við ætluðum okkur. Við spiluðum líka illa úr þessum hröðu upphlaupum sem við fengum og það gerði gæfumuninn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tap hans manna á heimavelli gegn Haukum. „Bæði lið voru í vandræðum sóknarlega en þeir náðu að refsa okkur meira í hröðum upphlaupum sem var munurinn á liðunum í dag.“ „Sóknarleikurinn var bitlaus, útilínan var ekki að finna sig. Margir áttu slakan dag og það var fátt um fína drætti.“ Annað tempó-ið hjá ÍBV var einstaklega slakt í dag en Gunnar hafði ekki miklar skýringar á því. Hann sagði það þó vera það sem liðið vinni yfirleitt leiki á. Þá fékk liðið ekki þessi auðveldu mörk sem gerði allt erfiðara. „Mér fannst þetta vera munurinn á liðunum, sem voru að spila góðar varnir og markmennirnir voru góðir einnig. Þeir refsuðu einfaldlega meira en við.“ „Þeir eru sprækir en eins og alltaf í Vestmannaeyjum er erfitt að spila æfingaleiki, engu að síður erum við ferskir og ýtum þessu frá okkur. Við komum tvíefldir í leikinn á sunnudaginn,“ sagði Gunnar um það hversu vel strákarnir væru að koma úr pásunni. Eyjamenn mæta Aftureldingu á sunnudaginn í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarsins.Patrekur: Ég fylgdist vel með þeim frá Katar „Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel varnarlega og markvarslan var fín. Við fengum fullt af færum og strákarnir stóðu sig vel í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir frábæran leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Þetta er það sem maður leggur upp með, varnarleikur og markvarslan sé í góðu lagi. Við náðum því mjög vel í dag. ÍBV er með sterka 5-1 sem er oft erfitt að leysa, okkur tókst það ágætlega við fengum svo líka færi þar sem við vorum að klikka á markmanninn.“ „Við erum bara gríðarlega sáttir að byrja 2015 með sigri og nú þarf bara að fylgja þessu eftir.“ Haukamenn skora einungis 21 mark í leiknum, en það er alls ekki alltaf nóg til þess að vinna leiki. „Auðvitað vill maður alltaf meira, ef maður skoðar það hversu mörg færi við fengum. Mín tilfinning er að við klikkum á tveimur vítum og erum að fá töluvert af dauðafærum þannig að við hefðum alveg getað verið í 27-28 mörkum.“ „Mjög vel, ég vissi það samt af því að ég fylgdist vel með frá Katar. Óskar er algjör toppmaður og ég vissi það að þeir væru í góðu standi. Síðan er Elías líka kominn inn í þetta og það hefur góð áhrif á liðið,“ sagði Patrekur en hann er mjög ánægður með það hvernig hans strákar eru að koma út úr pásunni. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukamenn tóku tvö stig af Íslandsmeisturunum í Vestmannaeyjum í kvöld. Lokatölur voru 17-21 en Eyjamenn virtust meðvitundarlausir í síðari hálfleiknum. Einar Pétur Pétursson lék frábærlega en liðsfélagi hans, Giedrius Morkunas, átti enn einn stórleikinn. Eyjamenn gáfu tóninn strax í byrjun og virtust ætla að koma vel út úr fríinu en Grétar Þór Eyþórsson lék t.a.m. frábærlega í vinstra horninu. Hann skoraði fimm af fyrstu sex mörkum Eyjamanna sem leiddu 6-5 eftir 15 mínútna leik. Heimamenn voru fljótir að tapa forystunni niður en eftir að Haukar komust yfir virtust Eyjamenn aldrei líklegir til að jafna metin. Að loknum fyrri háfleik leiddu gestirnir með tveimur mörkum en Kolbeinn Aron Arnarson hafði leikið mjög vel fyrir ÍBV. Kolbeinn byrjaði síðari hálfleikinn alveg eins og þann fyrri, þegar hann varði vítakast. Margir héldu að leikar væru að snúast en allt kom fyrir ekki. Í síðari hálfleik sýndu Eyjamenn oft á köflum slakan sóknarleik. Það sem var helst að klikka hjá heimamönnum var seinna „tempó-ið“ eins og það er kallað. Þeim gekk illa að finna lausa menn, þó svo að þeir væru heldur betur til staðar. Það verður þó að hrósa Haukamönnum sem höfðu greinilega undirbúið sig betur heldur en Eyjamenn. Gestirnir héldu forystunni allan síðari hálfleikinn en um miðbik hans minnkuðu Eyjamenn muninn í eitt mark. Þá tók Patrekur leikhlé og Eyjamenn skoruðu ekki mark næstu mínútur. Þá tókst Haukamönnum að stinga af. Sigurinn varð að lokum fjögur mörk og hefði vel getað orðið stærri, sóknarleik Eyjamanna má líkja við gjaldþrot. Þar sem leikmennirnir virtust ekki vita hvernig þeir ættu að bregðast við þeim aðstæðum sem Haukamenn komu þeim í. Haukamenn eru því komnir nær Eyjamönnum sem sitja í 5. sætinu með 17 stig. Haukar eru komnir með fjórtán stig og eru í 7. sætiGunnar Magnússon: Fátt um fína drætti „Það er fúlt að tapa, við vorum að spila góða vörn og Kolli var frábær þar fyrir aftan. Við náðum samt ekki að refsa þeim eins og við ætluðum okkur. Við spiluðum líka illa úr þessum hröðu upphlaupum sem við fengum og það gerði gæfumuninn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, svekktur eftir tap hans manna á heimavelli gegn Haukum. „Bæði lið voru í vandræðum sóknarlega en þeir náðu að refsa okkur meira í hröðum upphlaupum sem var munurinn á liðunum í dag.“ „Sóknarleikurinn var bitlaus, útilínan var ekki að finna sig. Margir áttu slakan dag og það var fátt um fína drætti.“ Annað tempó-ið hjá ÍBV var einstaklega slakt í dag en Gunnar hafði ekki miklar skýringar á því. Hann sagði það þó vera það sem liðið vinni yfirleitt leiki á. Þá fékk liðið ekki þessi auðveldu mörk sem gerði allt erfiðara. „Mér fannst þetta vera munurinn á liðunum, sem voru að spila góðar varnir og markmennirnir voru góðir einnig. Þeir refsuðu einfaldlega meira en við.“ „Þeir eru sprækir en eins og alltaf í Vestmannaeyjum er erfitt að spila æfingaleiki, engu að síður erum við ferskir og ýtum þessu frá okkur. Við komum tvíefldir í leikinn á sunnudaginn,“ sagði Gunnar um það hversu vel strákarnir væru að koma úr pásunni. Eyjamenn mæta Aftureldingu á sunnudaginn í 8-liða úrslitum Coca-cola bikarsins.Patrekur: Ég fylgdist vel með þeim frá Katar „Það er ekkert sjálfgefið að koma hingað og ná í tvö stig. Við spiluðum vel varnarlega og markvarslan var fín. Við fengum fullt af færum og strákarnir stóðu sig vel í dag,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir frábæran leik sinna manna gegn Íslandsmeisturum Eyjamanna. „Þetta er það sem maður leggur upp með, varnarleikur og markvarslan sé í góðu lagi. Við náðum því mjög vel í dag. ÍBV er með sterka 5-1 sem er oft erfitt að leysa, okkur tókst það ágætlega við fengum svo líka færi þar sem við vorum að klikka á markmanninn.“ „Við erum bara gríðarlega sáttir að byrja 2015 með sigri og nú þarf bara að fylgja þessu eftir.“ Haukamenn skora einungis 21 mark í leiknum, en það er alls ekki alltaf nóg til þess að vinna leiki. „Auðvitað vill maður alltaf meira, ef maður skoðar það hversu mörg færi við fengum. Mín tilfinning er að við klikkum á tveimur vítum og erum að fá töluvert af dauðafærum þannig að við hefðum alveg getað verið í 27-28 mörkum.“ „Mjög vel, ég vissi það samt af því að ég fylgdist vel með frá Katar. Óskar er algjör toppmaður og ég vissi það að þeir væru í góðu standi. Síðan er Elías líka kominn inn í þetta og það hefur góð áhrif á liðið,“ sagði Patrekur en hann er mjög ánægður með það hvernig hans strákar eru að koma út úr pásunni.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira