Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 90-100 | Bonneau slátraði Keflavík í Sláturhúsinu Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 5. febrúar 2015 18:30 Stefan Bonneau fór gjörsamlega hamförum í kvöld. vísir/stefán Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi í nágrannarimmunni um Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn en gestirnir náðu undirtökum í þeim seinni sem skilaði þeim sigrinum. Lokatölur 90-100 og Njarðvíkingar auka muninn í stigatöflunni í fjögur stig á Keflvíkinga. Það var, eins og við mátti að búast, hörkuleikur sem fram fór í TM-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld þegar nágrannarnir í Keflavík og Njarðvík mættust í Dominos-deildinni í körfubolta. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-0 þegar rúm mínúta var liðin af leiknum og í 9-2 eftir rúmar tvær. Þá rönkuðu gestirnir við sér og náðu að naga muninn niður og jafna leikinn og staðan 12-12 eftir hálfan leikhluta. Heimamenn náðu aftur spretti en gestirnir jöfnuðu aftur metin og skoruðu síðan seinasta stig leikhlutans af vítalínunni og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar fyrsta leikhluta var lokið. Annar leikhluti var af sömu gerðinni, ef lið komst á sprett var það jafnað og leikurinn í mjög miklu jafnvægi. Njarðvíkingar náðu fyrsta sprettinum en heimamenn komu til baka og náðu mest 7-0 sprett og komust yfir fimm stigum. Njarðvíkingar komu aftur til baka en náðu ekki forskotinu aftur en minnkuðu muninn í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. 41-40 fyrir heimamenn og það átti nóg eftir að gerast í leiknum. Stigahæstir voru Guðmundur Jónsson og Davon Usher með 12 stig fyrir Keflavík og Stefan Bonneaur með 19 stig fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar komu betur stemmdir út í síðari hálfleikinn og tóku völdin á fyrstu mínútum þriðja leikhluta og komu sér í sjö stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar. Sömu sögu var þá að segja af mótherjanum, Keflvíkingar náðu nefnilega að naga forskotið niður aftur í eitt stig og komast yfir. Njarðvíkingar tóku þá völdin aftur og var Stefan Bonneaur aðalmaðurinn á bakvið sprettinn sem Njarðvíkingar tóku í síðari hluta þriðja leikhluta. Hann raðaði niður þristunum og sniðskotunum eftir gegnumbrot en kappinn endaði með 48 stig í kvöld. Njarðvíkingar voru því með 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta, 60-71. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í byrjun fjórða leikhluta og náðu að setja niður körfur ásamt því að þvinga heimamenn í erfið skot sem orsökuðu það að munurinn jókst hægt og bítandi fyrir gestina. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forskoti 65-85 áður en Keflvíkingar vöknuðu úr rotinu. Heimamenn fóru þá á sprett og freistuðu þess að saxa á forskot gestanna en höfðu ekki erindi sem erfiði, náðu þeir muninum mest niður í sjö stig en tíminn var of naumur fyrir þá og endaði leikurinn 90-100 fyrir Njarðvíkinga. Þar með auka Njarðvíkingar muninn á milli liðanna í fjögur stig og ná að fara upp í þriðja sætið en Stjarnan á þó leik inni. Keflvíkingar verða á svipuðum slóðum í deildinni en missa Þór Þ. upp fyrir sig í töflunni. Maður leiksins var Stefan Bonneaur en hann skoraði eins og áður sagði 48 stig ásamt því að hirða 12 fráköst. Hjá Keflavík var atkvæðamestur Davon Usher með 28 stig.Friðrik Ingi Rúnarsson: Leikmenn elska að spila með Bonneau „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn í kvöld en ég veit að við getum spilað betur“, voru fyrstu orð þjálfara Njarðvíkinga eftir leikinn á móti Keflavíki fyrr í kvöld. „Það var pínu óðagot á okkur í fyrri hálfleik á röngum stöðum og var ekki nægilega mikil orka í okkur í að keyra til baka, loka svæðum og spila vörnina betur. Við vorum síðan í rauninni að fara dálítið fram úr okkur í sókninni og töluðum við um það í hálfleik og við komum mun betur einbeittari hvað þetta varðar í síðari hálfleik og vorum betri í að verja körfuna, yfirvegaðari í sókninni og fengum betra flæði í leikinn að mestu leyti.“ Friðrik var spurður hvort það væri ekki mjög þægilegt að vera með mann eins og Stefan Bonneaur í sínum röðum. „Vissulega, hann er frábær leikmaður. Það lítur kannski ekki þanni út varðandi stigaskorið en hann er líka mikill liðsmaður og alltaf að líta eftir félögum sínum, sem finnst hann ekki vera að taka of mikið frá sér. Þeir elska að spila með honum.“ „Svona leikir gefa jú dálítið extra fyrir liðið sem vinnur, það hefur alltaf verið þessi barátta milli þessara liða sem hefur haldið þeim á tánum í áratugi. Frábær og skemmtileg keppni sem litar þetta samfélag. Fyrst og fremst þó eru bæði lið í baráttu um að ná sér í stöðu í deildinni og sæti í úrslitakeppninni, fyrst og fremst er þetta frábær sigur sem kvittar aðeins fyrir fyrri leikinn.“ Um framhaldið í deildinni hjá Njarðvík sagði Friðrik: „Við erum með okkar plön sem við höfum haft frá upphafi, sem miða fyrst og fremst að því að verða betri þegar líður á tímabilið. Við höfum verið að vinna í ákveðnum gildum en annars verður þetta líklega rosaleg barátta og hver leikur verður núna úrslitaleikur um þessi sæti sem eru í boði.“Sigurður Ingimundarson: Erfitt að eiga við þegar einn maður á svona stórleik á móti manni „Það er ekkert eitt sem klikkar þegar við erum að spila, vörnin okkar var ekki góð og að láta einn mann skora 48, hann er góður, það er það sem var á milli liðanna í kvöld. Hann er fáránlega góður og við réðum illa við hann í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn á móti Njarðvík og var hann stuttorður mjög. Hann var spurður hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að stoppa manninn, eins og til dæmis að brjóta meira á honum: „Við þurftum ekki að hafa mikið fyrir því að brjóta á honum, hann var mikið með boltann og þeirra sókn fór í gegnum hann í kvöld og við áttum í basli með hann. Enda skoraði hann 48 stig, annað var í lagi en erfitt að eiga við þegar einn maður á svona stórleik á móti manni. Við reyndum að setja fleiri menn á hann en það gekk ekki, það var svo sem ekkert annað í gangi hjá Njarðvík.“ Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum í aðstöðu eins og flest önnur lið, erum í baráttu um 3. til 9. sæti og þessi leikur var ekki að hjálpa okkur. Það eru öll lið í sömu stöðu og hver leikur skiptir máli hvort sem það er grannaslagur eins og þessi eða einhver annar. Mönnum er alveg slétt sama um það.“Keflavík-Njarðvík 90-100 (22-23, 19-17, 19-31, 30-29)Keflavík: Davon Usher 28/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 24, Þröstur Leó Jóhannsson 20/11 fráköst, Reggie Dupree 4, Arnar Freyr Jónsson 4/6 stoðsendingar, Damon Johnson 4/4 fráköst, Valur Orri Valsson 3/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Andrés Kristleifsson 1.Njarðvík: Stefan Bonneau 48/12 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 16/4 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 8/15 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej Stanislav Baginski 6/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1.Leiklýsing: Keflavík - Njarðvík4. leikhluti | 90-100: Leiknum er lokið. Leiknum lauk eiginlega á vítalínunni og var vítanýtingin ekki góð ef satt skal segja á báða bóga. Það var of lítill tími fyrir Keflvíkinga til að vinna allan muninn upp og Njarðvíkingar fara því með sigur af hólmi.4. leikhluti | 84-93: Bonneaur bætir við tveimur vítum í sarpinn en á hinum endanum er brotið á Gumma Jóns í þriggja stiga skoti og fer á vítalínuna og skorar úr öllum vítunum. Mínúta eftir.4. leikhluti | 81-91: Keflvíkingar missa boltann strax eftir leikhléið en Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér það. Valur Valsson fer á línuna hinum megin og misnotar eitt víti en nýtir seinna vítið. 1:16 eftir.4. leikhluti | 80-91: Keflvíkingar ná að naga forskotið niður í 11 stig og það er nóg eftir. Leikhlé tekið þegar 1:31 eru eftir.4. leikhluti | 73-89: Liðin skiptast á því að fara á vítalínuna en bæði lið misnota víti. Munurinn helst því í 16 stigum fyrir gestina þegar 3:15 eru eftir.4. leikhluti | 70-86: Keflvíkingar minnka muninn í 16 stig en vítanýting heimamanna er mjög döpur það sem af er leik. Það er rándýrt í leik sem þessum. 4:46 eftir.4. leikhluti | 68-86: Leikhlé tekið þegar 5:28 eru eftir.4. leikhluti | 68-85: Gestirnir komust yfir 20 stiga mörkin en Usher náði að setja boltann ofan í og fá villu þar sem vítið rataði rétta leið. 5:46 eftir.4. leikhluti | 65-83: Logi Gunnarsson vill taka þátt í þessu partýi og leggur einn þrist ofan í og kemur muninum upp í 19 stig áður en Gummi Jónss. minnkar muninn um eitt stig. Misnotuðu vítin eru dýr fyrir heimamenn núna. 6:40 eftir.4. leikhluti | 63-80: Usher nýtir einungis eitt víti eftir leikhlé en Njarðvíkingar ná sóknarfrákasti eftir sína sókn og þið trúið því kannski ekki en Bonneaur setti niður annan þrist. 7:17 eftir.4. leikhluti | 62-77: Aftur skoraði Bonneaur þrist og er þá kominn með 43 stig en Keflvíkingar eru þó komnir á blað og á leiðinni á línuna þegar leikhlé er tekið þegar 8:03 eru eftir.4. leikhluti | 60-74: Seinasti leikhlutinn er hafinn og bæði lið geiguðu á auðveldum skotum áður en Bonneaur skoraði fertugasta stigið sitt með þriggja stiga skoti. 9:07 eftir.3. leikhluti | 60-71: Liðin skiptust á körfum seinustu sekúndurnar en Bonneaur kveikti í áhorfendum með flautakörfu og munurinn er orðinn 11 stig þegar einn leikhluti er eftir.3. leikhluti | 58-66: Gunnar Einarsson misnotar tvö víti en hann fer ógurlega í taugarnar á stuðningsmönnum gestanna og kætir það þá þegar honum mistekst. 36 sek. eftir.3. leikhluti | 58-66: AFtur þristur frá Njarðvíkingum og þeir eru komnir með átta stig í forskot. Það er meiri stemmning í herbúðum grænna þegar 47 sek. eftir.3. leikhluti | 56-63: Njarðvíkingar bæta við stigum af vítalínunni og bæta síðan við einum þrist í sarpinn og eru komnir með fjö stiga forskot þegar 2:12 eru eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 56-57: Gestirnir svara með fjórum stigum í röð og ná forskotinu aftur áður en Gummi Jónss. minnkar muninn aftur niður í eitt stig. 3:03 eftir.3. leikhluti | 54-53: Keflvíkingar náðu forskotinu með góðum leikkafla en Bonneaur misnotaði tvö víti síðan. 4:37 eftir.3. leikhluti | 52-53: Þröstur Jóhannsson er heitur í byrjun hálfleiksins, kominn með tvo þrista. Keflvíkingar bæta við einum þrist til og munurinn kominn í eitt stig og 5:20 eftir.3. leikhluti | 44-51: Njarðvíkingar náðu fyrstu sjö stigum hálfleiksins áður en Keflvíkingar náðu að svara fyrir sig með þriggja stiga körfu. Gestirnir voru þó fljótir að svara því með fjórum stigum í viðbót og spretturin stendur í 11-3 fyrir Njarðvík þegar 6:40 eru eftir.3. leikhluti | 41-45: Gestirnir fyrstir á blað með fimm siga runu. Bæði lið ísköld fram að þessum stigum. 7:553. leikhluti | 41-40: Seinni hálfleikur er hafinn og gestirnir eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-40: Hálfleikur! Njarðvíkingar fengu tvö víti, nýttu eitt en náðu sóknarfrákastinu og skoruðu. Keflvíkingar fengu sömuleiðis tvö víti, nýttu tvö og gestirnir fengu lokasókn hálfleiksins. Bonneaur keyrði þá á körfuna, hékk í loftinu eisn og hann er þekktur fyrir og sökkti skoti niður. Leikurinn er því í járnum, eins stiga munur fyrir heimamenn og það á nóg eftir að gerast í leiknum.2. leikhluti | 39-35: Leikhlé tekið þegar 52 sek. eru eftir.2. leikhluti | 39-35: Liðin skiptast á að skora en heimamenn halda fjögurra stiga forskoti og það eru 1 mín til hálfleiks.2. leikhluti | 35-33: Brotið á Bonneaur í þriggja stiga skoti og fær hann reglum samkvæmt þrjú skot. Öll rata þau ofan í og munurinn er tvö stig heimamönnum í bil. 2:25 eftir.2. leikhluti | 35-30: Sprettur heimamanna nær 7-0 og Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 2:43 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 33-30: Þröstur Jóhannsson nær að auka forskotið af vítalínunni í þrjú stig. 3:25 eftir.2. leikhluti | 31-30: Lítið gengið að skora í undanförnum sóknum en baráttan er þeim mun meiri, villur, uppköst og sóknarvillur. Það er að herðast í þessu hérna í TM-höllinni. 3:41 eftir.2. leikhluti | 31-30: Heimamenn ná forystunni með þriggja stiga skoti. Gestirnir hafa hinsvegar verið duglegir í sóknarfráköstunum en eru ekki að nýta þá staðreynd til fullnustu. 5:24 eftir.2. leikhluti | 28-30: Með góðu gegnumbroti náði Arnar F. Jónsson að jafna metin en Bonneaur var snöggur að ná forskotinu aftur eftir sóknarfrákast gestanna. 7 mín. eftir.2. leikhluti | 26-28: Gestirnir náðu að opna fjögurra stiga forskot en liðin skiptast á körfum og munurinn tvö stig sem stendur. 8:01 eftir.2. leikhluti | 22-25: Annar leikhluti byrjar með látum af hálfu gestanna. Hjörtur Einarsson skorar og fær villu að auki. Vítið ratar samt ekki rétta leið. 9:40 eftir. 1. leikhluti | 22-23: Fyrsta leikhluta er lokið í bráðfjörugum leik, Njarðvíkingar skoruðu seinasta stigið af vítalínunni og hafa því eitt stig í forskot þegar 10 mínútur eru búnar af leiknum.1. leikhluti | 22-22: Það er skipst á þriggja stiga skotum og jafnt á öllum tölum, frábær körfuboltaleikur hingað til og við vonum að það haldi áfram. 1:25 eftir.1. leikhluti | 19-19: Liðin skiptast á að skora og það er jafnt aftur. Nú var það Hjörtur Einarsson sem lagði boltann í, fékk villu og skoraði úr vítinu. 2:22 eftir.1. leikhluti | 17-12: Heimamenn auka muninn á skömmum tíma í fimm stig. Usher stal boltanum og geystist upp völlinn, lagði boltann ofan í og fékk villu að auki. Vítaskotið rataði rétta leið. 4:19 eftir.1. leikhluti | 12-12: Gestirnir jafna leikinn, Bonneaur er kominn á blað af vítalínunni. Njarðvíkingum hefur gengið betur í sókninni undanfarin andartök. 5:07 eftir.1. leikhluti | 12-10: Liðin skiptast á að skora og munurinn er tvö stig. Bæði lið spila af miklum ákafa. 5:55 eftir.1. leikhluti | 9-2: Gestirnir komust á blað en Þröstur Jóhannsson er kominn með fimm stig í upphafi leiks eftir þriggja stiga körfu. 7:50 eftir.1. leikhluti | 6-0: Heimamenn eru fyrri úr startblokkunum og skora fyrstu sex stig leiksins. Davon Usher síðustu stigin eftir alley-oop svona á þetta að vera. 8:46 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, heimamenn ná boltanum og hefja sókn. 9:59Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og þá er lítið þangað til boltanum verður kasta upp og leikur hefst.Fyrir leik: Gestirnir úr Njarðvík eru ofar í töflunni eins og staðan er í dag með 18 stig í fjórða sæti, Keflvíkingar eru þá með 16 stig og eru settir í sjötta sætið en Snæfell og Þór Þ. eru einnig með 16 stig og eru sitthvorum megin við Keflvíkinga.Fyrir leik: Á síðasta tímabili fóru Keflvíkingar með sigur af hólmi í leiknum sem fór fram í TM-höllinni. Munurinn var mikill eða 21 stig í leikslok. 105-84.Fyrir leik: Fyrri leikur þessara liða fór fram í Ljónagryfjunnni í Njarðvík í nóvember síðastliðnum og fóru Keflvíkingar með sigur af hólmi í þeim leik 74-86. Leikurinn var þó mun minna spennandi heldur en lokatölurnar gefa til kynna, Keflvíkingar voru með völdin allan tímann nánast.Fyrir leik: Keflvíkingar mæta særðir til leiks en þeir voru vægast sagt kjöldregnir í DHL höllinni af KR-ingum í seinustu umferð. 109-73 stórtap staðreynd og í kvöld verður reynt að kvitta fyrir það. Njarðvíkingar hinsvegar unnu sigur á sjóðandi heitu liði Tindastóls í framlengdum leik sem endaði 107-99, þeir eru því væntanlega í góðum gír og þá reiknum við með hörkuleik.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Njarðvíkur lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Njarðvíkingar fóru með sigur af hólmi í nágrannarimmunni um Reykjanesbæ fyrr í kvöld. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn en gestirnir náðu undirtökum í þeim seinni sem skilaði þeim sigrinum. Lokatölur 90-100 og Njarðvíkingar auka muninn í stigatöflunni í fjögur stig á Keflvíkinga. Það var, eins og við mátti að búast, hörkuleikur sem fram fór í TM-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld þegar nágrannarnir í Keflavík og Njarðvík mættust í Dominos-deildinni í körfubolta. Heimamenn byrjuðu betur og komust í 6-0 þegar rúm mínúta var liðin af leiknum og í 9-2 eftir rúmar tvær. Þá rönkuðu gestirnir við sér og náðu að naga muninn niður og jafna leikinn og staðan 12-12 eftir hálfan leikhluta. Heimamenn náðu aftur spretti en gestirnir jöfnuðu aftur metin og skoruðu síðan seinasta stig leikhlutans af vítalínunni og komust yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar fyrsta leikhluta var lokið. Annar leikhluti var af sömu gerðinni, ef lið komst á sprett var það jafnað og leikurinn í mjög miklu jafnvægi. Njarðvíkingar náðu fyrsta sprettinum en heimamenn komu til baka og náðu mest 7-0 sprett og komust yfir fimm stigum. Njarðvíkingar komu aftur til baka en náðu ekki forskotinu aftur en minnkuðu muninn í eitt stig þegar flautað var til hálfleiks. 41-40 fyrir heimamenn og það átti nóg eftir að gerast í leiknum. Stigahæstir voru Guðmundur Jónsson og Davon Usher með 12 stig fyrir Keflavík og Stefan Bonneaur með 19 stig fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar komu betur stemmdir út í síðari hálfleikinn og tóku völdin á fyrstu mínútum þriðja leikhluta og komu sér í sjö stiga forskot þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar. Sömu sögu var þá að segja af mótherjanum, Keflvíkingar náðu nefnilega að naga forskotið niður aftur í eitt stig og komast yfir. Njarðvíkingar tóku þá völdin aftur og var Stefan Bonneaur aðalmaðurinn á bakvið sprettinn sem Njarðvíkingar tóku í síðari hluta þriðja leikhluta. Hann raðaði niður þristunum og sniðskotunum eftir gegnumbrot en kappinn endaði með 48 stig í kvöld. Njarðvíkingar voru því með 11 stiga forskot eftir þriðja leikhluta, 60-71. Njarðvíkingar héldu uppteknum hætti í byrjun fjórða leikhluta og náðu að setja niður körfur ásamt því að þvinga heimamenn í erfið skot sem orsökuðu það að munurinn jókst hægt og bítandi fyrir gestina. Njarðvíkingar náðu mest 20 stiga forskoti 65-85 áður en Keflvíkingar vöknuðu úr rotinu. Heimamenn fóru þá á sprett og freistuðu þess að saxa á forskot gestanna en höfðu ekki erindi sem erfiði, náðu þeir muninum mest niður í sjö stig en tíminn var of naumur fyrir þá og endaði leikurinn 90-100 fyrir Njarðvíkinga. Þar með auka Njarðvíkingar muninn á milli liðanna í fjögur stig og ná að fara upp í þriðja sætið en Stjarnan á þó leik inni. Keflvíkingar verða á svipuðum slóðum í deildinni en missa Þór Þ. upp fyrir sig í töflunni. Maður leiksins var Stefan Bonneaur en hann skoraði eins og áður sagði 48 stig ásamt því að hirða 12 fráköst. Hjá Keflavík var atkvæðamestur Davon Usher með 28 stig.Friðrik Ingi Rúnarsson: Leikmenn elska að spila með Bonneau „Ég er fyrst og fremst ánægður með sigurinn í kvöld en ég veit að við getum spilað betur“, voru fyrstu orð þjálfara Njarðvíkinga eftir leikinn á móti Keflavíki fyrr í kvöld. „Það var pínu óðagot á okkur í fyrri hálfleik á röngum stöðum og var ekki nægilega mikil orka í okkur í að keyra til baka, loka svæðum og spila vörnina betur. Við vorum síðan í rauninni að fara dálítið fram úr okkur í sókninni og töluðum við um það í hálfleik og við komum mun betur einbeittari hvað þetta varðar í síðari hálfleik og vorum betri í að verja körfuna, yfirvegaðari í sókninni og fengum betra flæði í leikinn að mestu leyti.“ Friðrik var spurður hvort það væri ekki mjög þægilegt að vera með mann eins og Stefan Bonneaur í sínum röðum. „Vissulega, hann er frábær leikmaður. Það lítur kannski ekki þanni út varðandi stigaskorið en hann er líka mikill liðsmaður og alltaf að líta eftir félögum sínum, sem finnst hann ekki vera að taka of mikið frá sér. Þeir elska að spila með honum.“ „Svona leikir gefa jú dálítið extra fyrir liðið sem vinnur, það hefur alltaf verið þessi barátta milli þessara liða sem hefur haldið þeim á tánum í áratugi. Frábær og skemmtileg keppni sem litar þetta samfélag. Fyrst og fremst þó eru bæði lið í baráttu um að ná sér í stöðu í deildinni og sæti í úrslitakeppninni, fyrst og fremst er þetta frábær sigur sem kvittar aðeins fyrir fyrri leikinn.“ Um framhaldið í deildinni hjá Njarðvík sagði Friðrik: „Við erum með okkar plön sem við höfum haft frá upphafi, sem miða fyrst og fremst að því að verða betri þegar líður á tímabilið. Við höfum verið að vinna í ákveðnum gildum en annars verður þetta líklega rosaleg barátta og hver leikur verður núna úrslitaleikur um þessi sæti sem eru í boði.“Sigurður Ingimundarson: Erfitt að eiga við þegar einn maður á svona stórleik á móti manni „Það er ekkert eitt sem klikkar þegar við erum að spila, vörnin okkar var ekki góð og að láta einn mann skora 48, hann er góður, það er það sem var á milli liðanna í kvöld. Hann er fáránlega góður og við réðum illa við hann í kvöld“, sagði þjálfari Keflvíkinga eftir leikinn á móti Njarðvík og var hann stuttorður mjög. Hann var spurður hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að stoppa manninn, eins og til dæmis að brjóta meira á honum: „Við þurftum ekki að hafa mikið fyrir því að brjóta á honum, hann var mikið með boltann og þeirra sókn fór í gegnum hann í kvöld og við áttum í basli með hann. Enda skoraði hann 48 stig, annað var í lagi en erfitt að eiga við þegar einn maður á svona stórleik á móti manni. Við reyndum að setja fleiri menn á hann en það gekk ekki, það var svo sem ekkert annað í gangi hjá Njarðvík.“ Um framhaldið sagði Sigurður: „Við erum í aðstöðu eins og flest önnur lið, erum í baráttu um 3. til 9. sæti og þessi leikur var ekki að hjálpa okkur. Það eru öll lið í sömu stöðu og hver leikur skiptir máli hvort sem það er grannaslagur eins og þessi eða einhver annar. Mönnum er alveg slétt sama um það.“Keflavík-Njarðvík 90-100 (22-23, 19-17, 19-31, 30-29)Keflavík: Davon Usher 28/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 24, Þröstur Leó Jóhannsson 20/11 fráköst, Reggie Dupree 4, Arnar Freyr Jónsson 4/6 stoðsendingar, Damon Johnson 4/4 fráköst, Valur Orri Valsson 3/8 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 2, Andrés Kristleifsson 1.Njarðvík: Stefan Bonneau 48/12 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 16/4 fráköst, Logi Gunnarsson 13/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 8/15 fráköst, Ágúst Orrason 8, Maciej Stanislav Baginski 6/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 1.Leiklýsing: Keflavík - Njarðvík4. leikhluti | 90-100: Leiknum er lokið. Leiknum lauk eiginlega á vítalínunni og var vítanýtingin ekki góð ef satt skal segja á báða bóga. Það var of lítill tími fyrir Keflvíkinga til að vinna allan muninn upp og Njarðvíkingar fara því með sigur af hólmi.4. leikhluti | 84-93: Bonneaur bætir við tveimur vítum í sarpinn en á hinum endanum er brotið á Gumma Jóns í þriggja stiga skoti og fer á vítalínuna og skorar úr öllum vítunum. Mínúta eftir.4. leikhluti | 81-91: Keflvíkingar missa boltann strax eftir leikhléið en Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér það. Valur Valsson fer á línuna hinum megin og misnotar eitt víti en nýtir seinna vítið. 1:16 eftir.4. leikhluti | 80-91: Keflvíkingar ná að naga forskotið niður í 11 stig og það er nóg eftir. Leikhlé tekið þegar 1:31 eru eftir.4. leikhluti | 73-89: Liðin skiptast á því að fara á vítalínuna en bæði lið misnota víti. Munurinn helst því í 16 stigum fyrir gestina þegar 3:15 eru eftir.4. leikhluti | 70-86: Keflvíkingar minnka muninn í 16 stig en vítanýting heimamanna er mjög döpur það sem af er leik. Það er rándýrt í leik sem þessum. 4:46 eftir.4. leikhluti | 68-86: Leikhlé tekið þegar 5:28 eru eftir.4. leikhluti | 68-85: Gestirnir komust yfir 20 stiga mörkin en Usher náði að setja boltann ofan í og fá villu þar sem vítið rataði rétta leið. 5:46 eftir.4. leikhluti | 65-83: Logi Gunnarsson vill taka þátt í þessu partýi og leggur einn þrist ofan í og kemur muninum upp í 19 stig áður en Gummi Jónss. minnkar muninn um eitt stig. Misnotuðu vítin eru dýr fyrir heimamenn núna. 6:40 eftir.4. leikhluti | 63-80: Usher nýtir einungis eitt víti eftir leikhlé en Njarðvíkingar ná sóknarfrákasti eftir sína sókn og þið trúið því kannski ekki en Bonneaur setti niður annan þrist. 7:17 eftir.4. leikhluti | 62-77: Aftur skoraði Bonneaur þrist og er þá kominn með 43 stig en Keflvíkingar eru þó komnir á blað og á leiðinni á línuna þegar leikhlé er tekið þegar 8:03 eru eftir.4. leikhluti | 60-74: Seinasti leikhlutinn er hafinn og bæði lið geiguðu á auðveldum skotum áður en Bonneaur skoraði fertugasta stigið sitt með þriggja stiga skoti. 9:07 eftir.3. leikhluti | 60-71: Liðin skiptust á körfum seinustu sekúndurnar en Bonneaur kveikti í áhorfendum með flautakörfu og munurinn er orðinn 11 stig þegar einn leikhluti er eftir.3. leikhluti | 58-66: Gunnar Einarsson misnotar tvö víti en hann fer ógurlega í taugarnar á stuðningsmönnum gestanna og kætir það þá þegar honum mistekst. 36 sek. eftir.3. leikhluti | 58-66: AFtur þristur frá Njarðvíkingum og þeir eru komnir með átta stig í forskot. Það er meiri stemmning í herbúðum grænna þegar 47 sek. eftir.3. leikhluti | 56-63: Njarðvíkingar bæta við stigum af vítalínunni og bæta síðan við einum þrist í sarpinn og eru komnir með fjö stiga forskot þegar 2:12 eru eftir af fjórðungnum.3. leikhluti | 56-57: Gestirnir svara með fjórum stigum í röð og ná forskotinu aftur áður en Gummi Jónss. minnkar muninn aftur niður í eitt stig. 3:03 eftir.3. leikhluti | 54-53: Keflvíkingar náðu forskotinu með góðum leikkafla en Bonneaur misnotaði tvö víti síðan. 4:37 eftir.3. leikhluti | 52-53: Þröstur Jóhannsson er heitur í byrjun hálfleiksins, kominn með tvo þrista. Keflvíkingar bæta við einum þrist til og munurinn kominn í eitt stig og 5:20 eftir.3. leikhluti | 44-51: Njarðvíkingar náðu fyrstu sjö stigum hálfleiksins áður en Keflvíkingar náðu að svara fyrir sig með þriggja stiga körfu. Gestirnir voru þó fljótir að svara því með fjórum stigum í viðbót og spretturin stendur í 11-3 fyrir Njarðvík þegar 6:40 eru eftir.3. leikhluti | 41-45: Gestirnir fyrstir á blað með fimm siga runu. Bæði lið ísköld fram að þessum stigum. 7:553. leikhluti | 41-40: Seinni hálfleikur er hafinn og gestirnir eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.2. leikhluti | 41-40: Hálfleikur! Njarðvíkingar fengu tvö víti, nýttu eitt en náðu sóknarfrákastinu og skoruðu. Keflvíkingar fengu sömuleiðis tvö víti, nýttu tvö og gestirnir fengu lokasókn hálfleiksins. Bonneaur keyrði þá á körfuna, hékk í loftinu eisn og hann er þekktur fyrir og sökkti skoti niður. Leikurinn er því í járnum, eins stiga munur fyrir heimamenn og það á nóg eftir að gerast í leiknum.2. leikhluti | 39-35: Leikhlé tekið þegar 52 sek. eru eftir.2. leikhluti | 39-35: Liðin skiptast á að skora en heimamenn halda fjögurra stiga forskoti og það eru 1 mín til hálfleiks.2. leikhluti | 35-33: Brotið á Bonneaur í þriggja stiga skoti og fær hann reglum samkvæmt þrjú skot. Öll rata þau ofan í og munurinn er tvö stig heimamönnum í bil. 2:25 eftir.2. leikhluti | 35-30: Sprettur heimamanna nær 7-0 og Njarðvíkingar taka leikhlé þegar 2:43 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 33-30: Þröstur Jóhannsson nær að auka forskotið af vítalínunni í þrjú stig. 3:25 eftir.2. leikhluti | 31-30: Lítið gengið að skora í undanförnum sóknum en baráttan er þeim mun meiri, villur, uppköst og sóknarvillur. Það er að herðast í þessu hérna í TM-höllinni. 3:41 eftir.2. leikhluti | 31-30: Heimamenn ná forystunni með þriggja stiga skoti. Gestirnir hafa hinsvegar verið duglegir í sóknarfráköstunum en eru ekki að nýta þá staðreynd til fullnustu. 5:24 eftir.2. leikhluti | 28-30: Með góðu gegnumbroti náði Arnar F. Jónsson að jafna metin en Bonneaur var snöggur að ná forskotinu aftur eftir sóknarfrákast gestanna. 7 mín. eftir.2. leikhluti | 26-28: Gestirnir náðu að opna fjögurra stiga forskot en liðin skiptast á körfum og munurinn tvö stig sem stendur. 8:01 eftir.2. leikhluti | 22-25: Annar leikhluti byrjar með látum af hálfu gestanna. Hjörtur Einarsson skorar og fær villu að auki. Vítið ratar samt ekki rétta leið. 9:40 eftir. 1. leikhluti | 22-23: Fyrsta leikhluta er lokið í bráðfjörugum leik, Njarðvíkingar skoruðu seinasta stigið af vítalínunni og hafa því eitt stig í forskot þegar 10 mínútur eru búnar af leiknum.1. leikhluti | 22-22: Það er skipst á þriggja stiga skotum og jafnt á öllum tölum, frábær körfuboltaleikur hingað til og við vonum að það haldi áfram. 1:25 eftir.1. leikhluti | 19-19: Liðin skiptast á að skora og það er jafnt aftur. Nú var það Hjörtur Einarsson sem lagði boltann í, fékk villu og skoraði úr vítinu. 2:22 eftir.1. leikhluti | 17-12: Heimamenn auka muninn á skömmum tíma í fimm stig. Usher stal boltanum og geystist upp völlinn, lagði boltann ofan í og fékk villu að auki. Vítaskotið rataði rétta leið. 4:19 eftir.1. leikhluti | 12-12: Gestirnir jafna leikinn, Bonneaur er kominn á blað af vítalínunni. Njarðvíkingum hefur gengið betur í sókninni undanfarin andartök. 5:07 eftir.1. leikhluti | 12-10: Liðin skiptast á að skora og munurinn er tvö stig. Bæði lið spila af miklum ákafa. 5:55 eftir.1. leikhluti | 9-2: Gestirnir komust á blað en Þröstur Jóhannsson er kominn með fimm stig í upphafi leiks eftir þriggja stiga körfu. 7:50 eftir.1. leikhluti | 6-0: Heimamenn eru fyrri úr startblokkunum og skora fyrstu sex stig leiksins. Davon Usher síðustu stigin eftir alley-oop svona á þetta að vera. 8:46 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn, heimamenn ná boltanum og hefja sókn. 9:59Fyrir leik: Liðin verða nú kynnt til leiks og þá er lítið þangað til boltanum verður kasta upp og leikur hefst.Fyrir leik: Gestirnir úr Njarðvík eru ofar í töflunni eins og staðan er í dag með 18 stig í fjórða sæti, Keflvíkingar eru þá með 16 stig og eru settir í sjötta sætið en Snæfell og Þór Þ. eru einnig með 16 stig og eru sitthvorum megin við Keflvíkinga.Fyrir leik: Á síðasta tímabili fóru Keflvíkingar með sigur af hólmi í leiknum sem fór fram í TM-höllinni. Munurinn var mikill eða 21 stig í leikslok. 105-84.Fyrir leik: Fyrri leikur þessara liða fór fram í Ljónagryfjunnni í Njarðvík í nóvember síðastliðnum og fóru Keflvíkingar með sigur af hólmi í þeim leik 74-86. Leikurinn var þó mun minna spennandi heldur en lokatölurnar gefa til kynna, Keflvíkingar voru með völdin allan tímann nánast.Fyrir leik: Keflvíkingar mæta særðir til leiks en þeir voru vægast sagt kjöldregnir í DHL höllinni af KR-ingum í seinustu umferð. 109-73 stórtap staðreynd og í kvöld verður reynt að kvitta fyrir það. Njarðvíkingar hinsvegar unnu sigur á sjóðandi heitu liði Tindastóls í framlengdum leik sem endaði 107-99, þeir eru því væntanlega í góðum gír og þá reiknum við með hörkuleik.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Njarðvíkur lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira