Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2015 09:55 Vísir Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu. Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu.
Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46