Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2015 09:55 Vísir Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu. Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ákveðið hefur verið að skipa neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó B.S. eftir nýjustu mistök Strætó þegar 18 ára fötluð stúlka var skilin eftir í sjö klukkustundir í þjónustubíl Strætó í gær. Þetta var ákveðið á fundi snemma í morgun með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Birni Blöndal formanni borgarráðs, oddvitum allra flokka í borgarstjórn, Haraldi Líndal bæjarstjóra í Hafnrfirði og Bryndísi Haraldsdóttur formanni stjórnar Strætó B.S.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan Einnig var ákveðið að Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu færi fyrir neyðarstjórninni. Fréttastofa náði tali af Stefáni Eiríkssyni sem vildi ekki tjá sig vegna málsins. Borgarráð situr nú á fundi þar sem nýjasta hneykslið í þjónustu Strætó við fatlaða er m.a. til umræðu og að þeim fundi loknum mun áður nefndur hópur sem fundaði í morgun, koma saman á nýjan leik. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur óskað eftir fundi með borgarstjóra vegna þjónustu Strætó við fatlaða, en ekki liggur fyrir hvort Dagur hafi samþykkt slíkan fund né hvenær sá fundur verður haldinn verði borgarstjóri við ósk ráðherra.Uppfært klukkan 11:05 Reykjavíkurborg hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.Tilkynning frá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg harmar það alvarlega atvik sem varð í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðs fólks í gær og biður hlutaðeigandi innilega afsökunar á atvikinu. Ljóst er orðið að mistökin lágu ekki aðeins hjá bílstjóra ferðaþjónustunnar heldur varð einnig misbrestur á móttöku í frístund fatlaðs fólks í Hinu Húsinu og eftirlitsskyldu þess. Auk þess er ljóst að verkferlum er ábótavant. Í morgun var haldin fundur með fulltrúum Strætó, ÍTR, velferðarsviðs og Hafnarfjarðar þar sem farið var yfir málið. Boðað hefur verið til sameiginlegs fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 12.00 í hádeginu í dag þar sem bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu auk borgarstjóra hittast ásamt stjórn Strætó. Á dagskrá fundarins liggur fyrir tillaga sem miðar að því að gera úrbætur á ferðaþjónustu fatlaðs fólks með aðkomu hagsmunasamtaka. • Tillagan gerir ráð fyrr því að skipuð verði sérstök neyðarstjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks undir stjórn Stefáns Eiríkssonar, sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar með aðild fulltrúa Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar. • Meginhlutverk stjórnarinnar verður að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks eins fljótt og kostur er Stjórnin hafi fullt umboð til að gera þær breytingar sem hún telur nauðsynlegar til að bæta úr í þjónustu og framkvæmd • Stjórnin hafi einnig fullt umboð til að gera tillögur um breytingar á fyrirkomulagi eða framkvæmd þjónustunnar til framtíðar • Farið verði í óháða úttekt á aðdraganda, innleiðingu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó. • Sérstök úttekt verði gerð á alvarlegu máli Ólafar Þorbjargar Pétursdóttur Með þessu er verið að taka undir hugmyndir sem komið hafa fram á síðustu dögum um óháða úttekt á ferðaþjónustu fatlaðs fólks og að sérstök stjórn með aðkomu hagsmunaaðila komi að málinu.
Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46