Ráðherra vill ræða við borgarstjóra um mál týndu stúlkunnar 5. febrúar 2015 07:30 Eygló Harðardóttir og Dagur B. Eggertsson. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. Þá hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn óskað eftir að málið verði líka rætt í borgarráði í dag og Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir aukafundi í Velferðarnefnd Alþingis vegna málsins. Elsa Lára óskar eftir að fulltrúi frá borgarstjórn verði viðstaddur aukafundinn ásamt fulltrúum frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin, eins og hún orðar það og S. Björn Blöndal formaður borgarráðs segir að málið verði tekið upp hjá velferðarsviði borgarinnar í dag. Bíll frá ferðaþjónustunni ók stúlkunni að Hinu húsinu í miðborginni um eitt leytið í gær og stóð til að sami eða annar bíll sækti hana um þrjú leytið og æki henni heim, en upp úr klukkan fjögur fóru foreldrar hennar að grennslast fyrir um hana, og kom þá í ljós að hún hafði aldrei komið í Hitt húsið. Hófst þá eftirgrennslan og leit, sem leilddi til þess að hún fannst í bílnum fyrir utan heimili ökumannsins, spennt í öryggisbelti, sem hún kann hvorki að losa eða spenna, að sögn föður hennar. Strætó, sem annast þennan akstur sendi í gærkvöldi út afsökunarbeiðni til fjölskyldu stúlkunnar þar sem segir einnig að allt verði gert til að komast til botns í málinu. Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra óskar eftir fundi við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kjölfar þess að 18 ára þroskaskert stúlka fannst í gærkvöldi í bíl frá ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eftir að hafa setið þar ein og yfirgefin í nokkrar klukkustundir fyrir utan heimili bílstjórans. Þá hafði Landsbjörg hafið fjölmenna leit að henni og lögreglan lýst eftir henni. Þá hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn óskað eftir að málið verði líka rætt í borgarráði í dag og Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins hefur óskað eftir aukafundi í Velferðarnefnd Alþingis vegna málsins. Elsa Lára óskar eftir að fulltrúi frá borgarstjórn verði viðstaddur aukafundinn ásamt fulltrúum frá Þroskahjálp og Öryrkjabandalaginu til að ræða þá alvarlegu stöðu sem upp er komin, eins og hún orðar það og S. Björn Blöndal formaður borgarráðs segir að málið verði tekið upp hjá velferðarsviði borgarinnar í dag. Bíll frá ferðaþjónustunni ók stúlkunni að Hinu húsinu í miðborginni um eitt leytið í gær og stóð til að sami eða annar bíll sækti hana um þrjú leytið og æki henni heim, en upp úr klukkan fjögur fóru foreldrar hennar að grennslast fyrir um hana, og kom þá í ljós að hún hafði aldrei komið í Hitt húsið. Hófst þá eftirgrennslan og leit, sem leilddi til þess að hún fannst í bílnum fyrir utan heimili ökumannsins, spennt í öryggisbelti, sem hún kann hvorki að losa eða spenna, að sögn föður hennar. Strætó, sem annast þennan akstur sendi í gærkvöldi út afsökunarbeiðni til fjölskyldu stúlkunnar þar sem segir einnig að allt verði gert til að komast til botns í málinu.
Tengdar fréttir Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57 Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið. 4. febrúar 2015 22:57
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46