Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 22:57 "Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn. vísir/anton/vilhelm S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46