Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 21:25 Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira