Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. febrúar 2015 21:25 Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, átján ára þroskaskert stúlka sem týndist fyrr í dag, fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hún týndist eftir að hún fór með ferðaþjónustunni niður í miðbæ Reykjavíkur klukkan eitt í dag. Pressan greindi fyrst frá málinu. Tilkynning kom frá lögreglunni um klukkan átta í kvöld um að hún væri komin í leitirnar. Talið er að hún hafi verið sjö klukkustundir í bílnum.Fannst fyrir utan heimili bílstjórans „Þetta verður skoðað en það er ekki grunur um neitt misjafnt á þessu stigi,“ segir Árni Þór Sigmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann staðfestir að stúlkan hafi fundist í bílnum. Valgarður Valgarðsson, varðstjóri hjá lögreglunni, segir að hún hafi fundist fyrir utan heimili bílstjórans sem hafði lagt bílnum eftir að hafa lokið vinnudeginum. Móðir stúlkunnar segir í samtali við fréttastofu að sem betur fer hafi dóttur hennar ekki orðið sýnilega meint af ferðalaginu. Hún segir að dóttir sín sé sjálfri sér lík. Manninum sem ók með Ólöfu verður sagt upp störfum vegna málsins, samkvæmt heimildum Vísis.Virðist hafa falið sig í bílnum Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, segir málið vera í skoðun. „Við erum ennþá að átta okkur aðeins á hvað gerðist en á þessu stigi held ég að það eina sem ég geti sagt er að við erum mjög fegin að hún hafi komið fram heilu á höldnu,“ segir hann. „Við erum að vinna í því að fá upplýsingarnar frá bílstjóranum og öðru,“ segir hann. Sjá einnig: Skilin ein eftir af Ferðaþjónustu fatlaðra þrátt fyrir skýr fyrirmæli um annað „Í fyrstu virðist hún hafa falið sig aftast í bílnum en við vitum ekki hvað gerðist,“ segir Smári. Hann segist ekki vita hvar bílnum hafði verið lagt en hann staðfestir að hann var hættur akstri þennan dag þegar stúlkan fannst. Í sjö tíma í bílnum Talið er að stúlkan hafi verið í bílnum frá því klukkan eitt í dag en umfangsmikil leit var gerð að henni. Yfir hundrað leitarmenn leituðu Ólafar þegar mest var. Stúlkan var því um sjö klukkustundir í bílnum, týnd. Þjónustan verður tekin til endurskoðunar í kjölfar atviksins segir Smára. „Að sjálfsögðu. Þetta eru atriði sem hreinlega mega ekki gerast,“ segir Smári aðspurður hvort að atvikið kalli ekki á gagngera endurskoðun á akstri ferðaþjónustunnar. Hann segir að sú vinna hefjist strax í fyrramálið. Smári vill ekki gefa upp hvaða verktaki sinnti akstrinum í dag.Uppfært klukkan 22.58
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira