Innlent

Lögreglan leitar að Ólöfu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa.
Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa.
Uppfært: Ólöf er fundin, heil á húfi. 



Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að Ólöfu Þorbjörgu Pétursdóttur, sem er átján ára. Ólöf er þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ólöf er 155 sentímetrar á hæð, þéttvaxin og með skolleitt, millisítt hár. Síðast þegar sást til hennar var hún klædd í rauða vindúlpu með krafa, rauða húfu á höfði, svartar buxur og svarta skó og gæti hugsanlega verið með svarta og rauða skólatösku. Hún er almennt kölluð Lóa og svarar því nafni.

Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan 18.45 og er á sjöunda tug björgunarmanna nú við leitina, aðallega í miðbæ Reykjavíkur og við höfnina. 

Síðast er vitað um ferðir Ólafar við Pósthússtræti 3-5 við Hitt húsið um klukkan 13 í dag. Þangað var henni ekið en skilaði hún sér ekki þangað inn, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg.  ögregla biður þá sem telja sig hafa vitneskju um ferðir stúlkunnar um að hafa samband í síma 444-1000.




Tengdar fréttir

Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð

Málefnafulltrúi Sjálfsbjargar kallar eftir að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Formaður borgarráðs segir málið verða tekið fyrir í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×