Íslenskur læknir í Svíþjóð enduruppbyggir sníp Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 16:15 Vísir/Getty Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira
Læknirinn Hannes Sigurjónsson hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi hefur enduruppbyggt sníp í fyrsta sinn í læknasögu Svþjóðar. Hannes lærði aðferðina í Frakklandi þar sem fimm þúsund konur hafa þurffarið í gegnum slíka aðgerð eftir umskurð kynfæra þeirra. Á vefnum Vice kemur fram að talið sé að kynfæri um 38 þúsund kvenna í Svíþjóð hafi verið umsorin eða afskræmd, það sem á ensku kallast „female genital mutilation“. Sjö þúsund þeirra eru yngri en 18 ára. Í samtali við Vísi segir Hannes að þörf sé á slíkum aðgerðum.Hannes sem er námslæknir í lýtalækningum á Karolinska Háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi fer yfir hvernig aðferðin virkar og segir að við afskræmingu sé snípurinn í raun ekki fjarlægður í heild sinni, heldur einungis fremsti hluti hans. Aðgerð Hannesar felur í sér að fjarlæga örvef, finna skaft snípsins og færa snípinn framar. Hannes segir þó að mikilvægast sé að lýtalæknar vinni með öðrum fagaðilum í vinnunni með fólkinu sem farið hefur í gegnum afskræmingu kynfæra. Á Karolinska vinni hann í teymi með öðrum sérfræðingum; kvensjúkdómalæknum, þvagfæraskurðlæknum, sálfræðingum og kynfræðingum við að veita umskornum konum sem besta meðferð. Hann segir sálfræðihluta aðgerðarinnar vera gífurlega mikilvægan. Þó sé þörf á frekari rannsóknum. Hannes segist ekki telja að mögulegt sé að lagfæra skaðann fullkomlega, en hann segir tæknina vera í þróun. Þrátt fyrir það verði alltaf erfitt að endurskapa afskræmd kynfæri að fullu.Ennfremur segir Hannes að auk þeirra 38 þúsund kvenna sem séu með afskræmd kynfæri í Svíþjóð, sé áætlað að um um 19 þúsund stúlkur íSvíþjóðséu í hættu á að ganga í gegnum slíkt. Á heimsvísu telja Sameinuðu þjóðirnar að kynfærifleiri en133 milljóna kvenna hafi verið afskræmd og að á hverju ári sé slíkt gert við þrjár milljónir stúlkna.Það er fyrst og fremst í Afríku, sunnan Sahara, sem umskurður fer fram. Tíðni umskurðar í löndum eins og Sómalíu, Eþíópíu og Egyptalandi er frá 80 til 98 prósent.Þess má geta að á föstudaginn kemur, þann 6. febrúar er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn afskræmingu á kynfærum kvenna.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Erlent Fleiri fréttir Bregðast af hörku við ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Sjá meira