„Það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 15:39 Ingrid Kuhlman segir líknardauða snúast um mannréttindi og mannúð. Vísir/Anton Brink Faðir Ingridar Kuhlman var með þeim fyrstu í heiminum til að fá ósk sína um líknardauða uppfyllta. Ingrid hélt erindi á málþingi Siðmenntar um líknardauða í síðustu viku og í morgun kom hún í Bítið á Bylgjunni og ræddi þessi mál. „Pabbi var með heilaæxli og var sárkvalinn. Hann þurfti aðstoð við allar athafnir og var orðinn 50 kíló rétt áður en hann lést. Hann fór í geislameðferð sem virkaði ekki og var með heilaæxli á stærð við hálfa Mentos-rúllu. Svo kemur í ljós að geislameðferðin er búin að eyðileggja í honum vélindað og barkalokuna þannig að allt sem hann drakk fór bara beint niður í lungun og hann hóstaði því upp aftur. Þetta var bara samfelld heljarkvöl og það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn.“ Faðir Ingridar fékk ósk sína uppfyllta í Hollandi, 11 dögum eftir að lög um líknardauða tóku gildi þar, en hann var hollenskur ríkisborgari. „Það sem ég vildi sjá hérlendis er að finna betra orð yfir þetta því þetta er svolítið á reiki. Ég man þegar ég byrjaði fyrst að tala um þetta þá var talað um líknardráp og jafnvel líknarmorð en ef við skoðum þetta orð, euthanasia, ljúfur, góður dauðdagi, þá þurfum við að finna betra orð.“ Sjá einnig: Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum.Líknarmeðferð bætir ekki lífsgæði í öllum tilfellum En við þekkjum líknarmeðferð hér á landi, hver er munurinn á því og líknardauða? „Já, pabbi fékk líknarmeðferð líka sem gengur út á að lina þjáningar. Sjúklingnum eru þá gefin morfín og verkjastillandi lyf og allt gert til þess og allt gert til þess að gera líf sjúklingsins sem þægilegast. En líknarmeðferð virkar ekki í öllum tilfellum og bætir ekki lífsgæði hjá öllum. Fyrir mér eru þetta mannréttindi og þetta er spurning um mannúð.“ Hún nefnir í þessu samhengi dýraverndunarlögin þar sem það telst siðlaust og ólöglegt að láta dýr þjást af óþörfu. Ingrid veltir því upp af hverju við skulum þá sýna minni mannúð þegar um fólk er að ræða sem þó getur gefið upplýst samþykki sitt sem dýr geta ekki. Ingrid segir að líknardauði sé siðferðislegt álitamál og margar spurningar vakni í umræðunni. Til dæmis hafi margir spurt um það á málþingi Siðmenntar í seinustu viku hvað gert væri í tilfellum fólks sem geti ekki tjáð sig eða geti gefið vilja sinn til kynna. Hlusta má á viðtalið við Ingridi í heild sinni í spilaranum hér að neðan og hér má sjá upptöku af málþingi Siðmenntar sem haldið var í seinustu viku. Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Faðir Ingridar Kuhlman var með þeim fyrstu í heiminum til að fá ósk sína um líknardauða uppfyllta. Ingrid hélt erindi á málþingi Siðmenntar um líknardauða í síðustu viku og í morgun kom hún í Bítið á Bylgjunni og ræddi þessi mál. „Pabbi var með heilaæxli og var sárkvalinn. Hann þurfti aðstoð við allar athafnir og var orðinn 50 kíló rétt áður en hann lést. Hann fór í geislameðferð sem virkaði ekki og var með heilaæxli á stærð við hálfa Mentos-rúllu. Svo kemur í ljós að geislameðferðin er búin að eyðileggja í honum vélindað og barkalokuna þannig að allt sem hann drakk fór bara beint niður í lungun og hann hóstaði því upp aftur. Þetta var bara samfelld heljarkvöl og það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn.“ Faðir Ingridar fékk ósk sína uppfyllta í Hollandi, 11 dögum eftir að lög um líknardauða tóku gildi þar, en hann var hollenskur ríkisborgari. „Það sem ég vildi sjá hérlendis er að finna betra orð yfir þetta því þetta er svolítið á reiki. Ég man þegar ég byrjaði fyrst að tala um þetta þá var talað um líknardráp og jafnvel líknarmorð en ef við skoðum þetta orð, euthanasia, ljúfur, góður dauðdagi, þá þurfum við að finna betra orð.“ Sjá einnig: Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum.Líknarmeðferð bætir ekki lífsgæði í öllum tilfellum En við þekkjum líknarmeðferð hér á landi, hver er munurinn á því og líknardauða? „Já, pabbi fékk líknarmeðferð líka sem gengur út á að lina þjáningar. Sjúklingnum eru þá gefin morfín og verkjastillandi lyf og allt gert til þess og allt gert til þess að gera líf sjúklingsins sem þægilegast. En líknarmeðferð virkar ekki í öllum tilfellum og bætir ekki lífsgæði hjá öllum. Fyrir mér eru þetta mannréttindi og þetta er spurning um mannúð.“ Hún nefnir í þessu samhengi dýraverndunarlögin þar sem það telst siðlaust og ólöglegt að láta dýr þjást af óþörfu. Ingrid veltir því upp af hverju við skulum þá sýna minni mannúð þegar um fólk er að ræða sem þó getur gefið upplýst samþykki sitt sem dýr geta ekki. Ingrid segir að líknardauði sé siðferðislegt álitamál og margar spurningar vakni í umræðunni. Til dæmis hafi margir spurt um það á málþingi Siðmenntar í seinustu viku hvað gert væri í tilfellum fólks sem geti ekki tjáð sig eða geti gefið vilja sinn til kynna. Hlusta má á viðtalið við Ingridi í heild sinni í spilaranum hér að neðan og hér má sjá upptöku af málþingi Siðmenntar sem haldið var í seinustu viku.
Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00
Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00
Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37