„Það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 15:39 Ingrid Kuhlman segir líknardauða snúast um mannréttindi og mannúð. Vísir/Anton Brink Faðir Ingridar Kuhlman var með þeim fyrstu í heiminum til að fá ósk sína um líknardauða uppfyllta. Ingrid hélt erindi á málþingi Siðmenntar um líknardauða í síðustu viku og í morgun kom hún í Bítið á Bylgjunni og ræddi þessi mál. „Pabbi var með heilaæxli og var sárkvalinn. Hann þurfti aðstoð við allar athafnir og var orðinn 50 kíló rétt áður en hann lést. Hann fór í geislameðferð sem virkaði ekki og var með heilaæxli á stærð við hálfa Mentos-rúllu. Svo kemur í ljós að geislameðferðin er búin að eyðileggja í honum vélindað og barkalokuna þannig að allt sem hann drakk fór bara beint niður í lungun og hann hóstaði því upp aftur. Þetta var bara samfelld heljarkvöl og það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn.“ Faðir Ingridar fékk ósk sína uppfyllta í Hollandi, 11 dögum eftir að lög um líknardauða tóku gildi þar, en hann var hollenskur ríkisborgari. „Það sem ég vildi sjá hérlendis er að finna betra orð yfir þetta því þetta er svolítið á reiki. Ég man þegar ég byrjaði fyrst að tala um þetta þá var talað um líknardráp og jafnvel líknarmorð en ef við skoðum þetta orð, euthanasia, ljúfur, góður dauðdagi, þá þurfum við að finna betra orð.“ Sjá einnig: Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum.Líknarmeðferð bætir ekki lífsgæði í öllum tilfellum En við þekkjum líknarmeðferð hér á landi, hver er munurinn á því og líknardauða? „Já, pabbi fékk líknarmeðferð líka sem gengur út á að lina þjáningar. Sjúklingnum eru þá gefin morfín og verkjastillandi lyf og allt gert til þess og allt gert til þess að gera líf sjúklingsins sem þægilegast. En líknarmeðferð virkar ekki í öllum tilfellum og bætir ekki lífsgæði hjá öllum. Fyrir mér eru þetta mannréttindi og þetta er spurning um mannúð.“ Hún nefnir í þessu samhengi dýraverndunarlögin þar sem það telst siðlaust og ólöglegt að láta dýr þjást af óþörfu. Ingrid veltir því upp af hverju við skulum þá sýna minni mannúð þegar um fólk er að ræða sem þó getur gefið upplýst samþykki sitt sem dýr geta ekki. Ingrid segir að líknardauði sé siðferðislegt álitamál og margar spurningar vakni í umræðunni. Til dæmis hafi margir spurt um það á málþingi Siðmenntar í seinustu viku hvað gert væri í tilfellum fólks sem geti ekki tjáð sig eða geti gefið vilja sinn til kynna. Hlusta má á viðtalið við Ingridi í heild sinni í spilaranum hér að neðan og hér má sjá upptöku af málþingi Siðmenntar sem haldið var í seinustu viku. Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Faðir Ingridar Kuhlman var með þeim fyrstu í heiminum til að fá ósk sína um líknardauða uppfyllta. Ingrid hélt erindi á málþingi Siðmenntar um líknardauða í síðustu viku og í morgun kom hún í Bítið á Bylgjunni og ræddi þessi mál. „Pabbi var með heilaæxli og var sárkvalinn. Hann þurfti aðstoð við allar athafnir og var orðinn 50 kíló rétt áður en hann lést. Hann fór í geislameðferð sem virkaði ekki og var með heilaæxli á stærð við hálfa Mentos-rúllu. Svo kemur í ljós að geislameðferðin er búin að eyðileggja í honum vélindað og barkalokuna þannig að allt sem hann drakk fór bara beint niður í lungun og hann hóstaði því upp aftur. Þetta var bara samfelld heljarkvöl og það var hans heitasta ósk að fá að deyja með reisn.“ Faðir Ingridar fékk ósk sína uppfyllta í Hollandi, 11 dögum eftir að lög um líknardauða tóku gildi þar, en hann var hollenskur ríkisborgari. „Það sem ég vildi sjá hérlendis er að finna betra orð yfir þetta því þetta er svolítið á reiki. Ég man þegar ég byrjaði fyrst að tala um þetta þá var talað um líknardráp og jafnvel líknarmorð en ef við skoðum þetta orð, euthanasia, ljúfur, góður dauðdagi, þá þurfum við að finna betra orð.“ Sjá einnig: Vill að fólk fái að deyja á eigin forsendum.Líknarmeðferð bætir ekki lífsgæði í öllum tilfellum En við þekkjum líknarmeðferð hér á landi, hver er munurinn á því og líknardauða? „Já, pabbi fékk líknarmeðferð líka sem gengur út á að lina þjáningar. Sjúklingnum eru þá gefin morfín og verkjastillandi lyf og allt gert til þess og allt gert til þess að gera líf sjúklingsins sem þægilegast. En líknarmeðferð virkar ekki í öllum tilfellum og bætir ekki lífsgæði hjá öllum. Fyrir mér eru þetta mannréttindi og þetta er spurning um mannúð.“ Hún nefnir í þessu samhengi dýraverndunarlögin þar sem það telst siðlaust og ólöglegt að láta dýr þjást af óþörfu. Ingrid veltir því upp af hverju við skulum þá sýna minni mannúð þegar um fólk er að ræða sem þó getur gefið upplýst samþykki sitt sem dýr geta ekki. Ingrid segir að líknardauði sé siðferðislegt álitamál og margar spurningar vakni í umræðunni. Til dæmis hafi margir spurt um það á málþingi Siðmenntar í seinustu viku hvað gert væri í tilfellum fólks sem geti ekki tjáð sig eða geti gefið vilja sinn til kynna. Hlusta má á viðtalið við Ingridi í heild sinni í spilaranum hér að neðan og hér má sjá upptöku af málþingi Siðmenntar sem haldið var í seinustu viku.
Tengdar fréttir Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00 Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02 Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00 Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Sjá meira
Líst illa á að læknar aðstoði við sjálfsvíg Forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands telur að Íslendingar þurfi að fara mjög varlega áður en líknardauði verði lögleiddur hér á landi. Ekki sé æskilegt að fara þá leið að lögleiða aðstoð við sjálfsvíg. 20. maí 2014 20:00
Transmanni hjálpað að deyja af belgískum læknum Belgískir læknar aðstoðu transmann að binda enda á líf sitt eftir að nokkrar aðgerðir til kynleiðréttingar gengu ekki eftir. Nathan Verhelst fæddist sem kona en undirgekkst nokkrar aðgerðir í von um að breyta kyni sínu yfir í karlkyn. 2. október 2013 18:02
Ólíklegt að Íslendingar lögleiði líknardauða Sérfræðingur í hjúkrun aldraðra telur ólíklegt að Íslendingar geti vegna smæðar sinnar lögleitt líknardauða. Hún fagnar umræðunni en telur líklegra að Íslendingar feti þá leið að læknar skrifi upp á lyf sem hjálpi einstaklingum að fremja sjálfsmorð. 19. maí 2014 20:00
Líknardráp leyfð á Íslandi? Á Íslandi er dauðvona sjúklingum hjálpað til að lina þjáningar og stundum er tekin ákvörðun um að hætta læknismeðferð og sjúklingum leyft að deyja. Aðstoðarlandlæknir segir að það sé þó langur vegur frá líknardrápi. Hollensk kona sem býr hér á landi segir það einungis tímaspursmál hvenær líknardráp verði leyft á Íslandi. Faðir hennar fékk aðstoð við að binda enda á líf sitt á hollensku sjúkrahúsi. 24. janúar 2006 20:37
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent