„Dómurinn var og er gildur dómur“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 12:54 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. „Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Dómurinn var og er gildur dómur. Þeirri niðurstöðu verður ekki breytt nema með nýjum dómi í málinu. Vegna þessa er fráleitt að halda því fram að dómurinn hafi verið „markleysa“ eða „ógildur,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður Guðmundar Týs Þórarinssonar, um ummæli Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, sem birtust á Vísi fyrir helgi. Greint var frá því í síðustu viku að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði heimilað endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs gegn Braga en dómur hafði fallið í fyrra þar sem ummæli Braga um lokun meðferðarheimilisins Mótorsmiðjunnar voru dæmd ómerk og Braga gert að greiða Guðmundi bætur. Bragi hélt ekki uppi vörnum í málinu og sagðist ekki hafa haft vitneskju um málið. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú í fyrra og heldur Bragi því fram að stefnuvotturinn hafi ekki kynnt sig sem slíkur. Það er af þeirri ástæðu sem Bragi segist ekki hafa haldið uppi vörnum í málinu, hann vissi ekki af því, og sagði hann í samtali við Vísi fyrir helgi að ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að heimila endurupptöku á málinu ógilda fyrri dóminn.Réttarfarslegt atriði Jónas segir endurupptökuna ekki viðurkenningu á sjónarmiði Braga, heldur einungis réttarfarslegt atriði sem kveður á um að hægt sé að fá endurupptekið mál ef það er gert innan ákveðinna tímamarka frá því dómur féll. Jónas segist hafa þær upplýsingar frá stefnuvottinum í málinu að hann hefði farið á vinnustað Braga og hitt þar fyrir starfsmann sem tilkynnti honum að Bragi væri í útlöndum.„Stefnuvotturinn kynnti sig“ „Stefnuvotturinn kynnti sig og að hann þyrfti að birta fyrir Braga stefnu. Starfsmaðurinn neitaði að taka við stefnunni þar sem Bragi væri í útlöndum, en sagði að hann væri kominn til landsins eftir nokkra daga. Stefnuvotturinn tók þá ákvörðun um að koma aftur þegar Bragi væri kominn til landsins. Stefnuvotturinn kom aftur þegar Bragi var kominn til landsins og hitti fyrir sama starfsmanninn. Stefnuvotturinn kynnti sig aftur og að hann væri aftur í þeim erindagjörðum að birta stefnu fyrir Braga. Starfsmaðurinn upplýsti að Bragi væri ekki viðstaddur til að taka við stefnunni, en að hún hefði fengið grænt ljós frá Braga um að taka á móti stefnunni. Stefnuvotturinn afhenti því starfsmanninum stefnuna sem upplýsti um að henni yrði komið til stefnda,“ segir Jónas Örn.Stendur við kröfur sínar Jónas segir Guðmund Tý standa við kröfu sínar í málinu sem fyrr og geri ráð fyrir að dómur í málinu verði hinn sami og fyrr.Uppfært klukkan 16:55: Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu sendir frá sér meðfylgjandi yfirlýsingu vegna ummæla lögmanns Guðmunar Týs Þórarinssonar: „Stjórn starfsmannafélags Barnaverndarstofu er knúin til að leiðrétta alvarlegar rangfærslur lögmanns Guðmundar Týs Þórarinssonar varðandi birtingu stefnu gagnvart forstjóra stofunnar sl. sumar. Er sú lýsing röng og ekki í samræmi við hið sanna og rétta í málinu. Með lýsingunni vegur lögmaðurinn jafnframt að heiðri og heiðarleika starfsmannsins og er henni harðlega mótmælt.“Sjá nánar hér.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Meiðyrðamál Guðmunda Týs Þórarinssonar gegn Braga Guðbrandssyni aftur fyrir héraðsdóm. Bragi situr uppi með fjárnám vegna fyrri dómsins. 30. janúar 2015 14:29