Handbolti

Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thierry Omeyer.
Thierry Omeyer. Víisr/Eva Björk
Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið.

Thierry Omeyer stóð sig frábærlega í marki Frakka ekki síst þegar lengra leið á keppnina og leikirnir fóru að skipta meira máli.

Thierry Omeyer verður 39 ára gamall á þessu ári og þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn besti leikmaðurinn á stórmóti.

Omeyer hafði hinsvegar fimm sinnum áður verið kosinn besti markvörðurinn á stórmóti en þetta var í fyrsta sinn sem hann var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn.

Úrvalsliðið á HM í handbolta 2015:

Markvörður: Thierry Omeyer (Frakkland)

Hægra horn: Dragan Gajić (Slóvenía)

Hægri skytta: Zarko Marković (Katar)

Leikstjórnandi: Nikola Karabatić (Frakkland)

Vinstri skytta:  Rafael Capote (Katar)

Vinstra horn: Valero Rivera Folch (Spánn)

Línumaður:  Bartosz Jurecki (Pólland)

Besti leikmaður: Thierry Omeyer (Frakkland)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×