Hrafnhild Eir R Hermóðsdóttir, spretthlaupari úr ÍR, hefur byrjað innanhússtímabilið vel og bætti sig verulega í 60 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu FRÍ.
Hrafnhild kom í mark á tímanum 7,56 sekúndum sem er annar besti tími sem íslensk kona hefur hlaupi á og aðeins 2/100 frá Íslandsmeti Geirlaugar Geirlaugsdóttur frá árinu 1996.
Hafdís Sigurðardóttir UFA varð 2. á 7,61 sekúndum sem er nærri hennar besta í greininni (7,58 sekúndur) og sýndi að hún hefur hraða til bæta sig enn frekar í sinni aðalgrein, langstökkinu.
Hrafnhild Eir hefur fengið boð um að keppa á Áskorendamóti Norðurlandanna (Nordic Challenge) sem fram fer í Bærum við Osló 14. febrúar næstkomandi.

