Unnur Lára: Vissi ekki að ég væri ekki tryggð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 23:30 Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar. Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira
Unnur Lára Ásgeirsdóttir, fyrrverandi leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í körfubolta, missti tönn í leik með liðinu fyrir áramót. Í ljós kom að ÍSÍ-trygging íþróttamanna náði ekki yfir meiðsli af þessum toga og þurfti hún sjálf að greiða 600 þúsund krónur í tannlæknakostnað.Sjá einnig: Missti tönn og fær hjálp gömlu liðsfélaganna með tannlæknakostnaðinn „Ég var að keppa við KR þegar þetta gerðist. Ég skutlaði mér á eftir boltanum og fékk olnboga frá leikmanni KR í andlitið - beint í tönnina,“ sagði Unnur Lára en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég hljóp inn í klefa og sá að tönnin var brotin,“ sagði hún en eftir að hafa haft samband við bráðamótttöku tannlækna var tönnin tekin út með rótinni. Unnur Lára lýsti næstu skrefum í viðtalinu en hún hefur nú beðið í sex mánuði eftir að öllu ferlinu lýkur svo hún geti fengið varanlega gervitönn. „Fyrsti tíminn kostaði 87 þúsund krónur og ég þurfti bara að borga það strax. Það var erfitt en ég á sem betur fer góða að,“ sagði hún. „Heildarkostnaðurinn er um 600 þúsund krónur. Það er engin leið fyrir mig að borga þetta allt sjálf og þurfti ég að fá lán. Það eru ekki margir sem hafa nýlokið námi og hafa aðeins unnið í nokkra mánuði sem geta greitt svo háa reikninga.“Unnur Lára í leik með Breiðabliki.VísirUnnur Lára hélt að félagið eða hún sjálf væri tryggð fyrir svona löguðu en síðar kom í ljós að ÍSÍ tryggir öll meiðsli leikmanna nema þau sem snúa að tönnum. „Ég hef spilað körfubolta síðan ég var átta ára gömul og í meistaraflokki síðan ég var sextán ára. Ég hef aldrei vitað til þess að ég ætti það á hættu að þurfa að borga 600 þúsund króna reikning ef ég skyldi lenda í því að brjóta í mér tönn.“ „Mér finnst í góðu lagi að fólk viti í hvaða hættu það er,“ sagði hún en eins og fram kom í Fréttablaðinu hafa fyrrverandi liðsfélagar Unnar Láru í Breiðabliki komið af stað söfnun til að hálpa henni við að greiða þennan himinháa reikning. „Mér finnst það frábært og ég er mjög þakklát,“ segir Unnur Lára en umræddur leikur hennar gegn KR var hennar síðasti með Breiðabliki þar sem hún er nú flutt til Akureyrar.
Dominos-deild kvenna Mið-Austurlönd Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Sjá meira