Erlent

Aðskilnaðarsinnar sagðir hafa rofið vopnahlé 250 sinnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Eitt skilyrði vopnahlésins var að þugnavopn yrðu færð frá víglínunni.
Eitt skilyrði vopnahlésins var að þugnavopn yrðu færð frá víglínunni. Vísir/EPA
Aðskilnaðarsinnar, sem sagðir eru njóta stuðnings Rússlands, hafa rofið vopnahlé sem tók gildi í Austur-Úkraínu á sunnudaginn, alls 250 sinnum samkvæmt bandarískum embættismönnum. Bandaríkin fordæma árásirnar, en leiðtogar Úkraínu, Rússlands, Þýskalands og Frakklands sögðust styðja vopnahléið í dag.

Jen Psaki, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að yfirvöld í Kænugarði hefðu sett fram þessa tölu. Hún kallaði eftir því að Rússar og aðskilnaðarsinnar hættu árásum sínum, drægju þungavopn til baka og stöðvuðu flæði manna og vopna frá Rússlandi til átakasvæðanna í Úkraínu.

Aðskilnaðarsinnar hertóku bæinn Debaltseve eftir að vopnahléið tók gildi og eru sagðir gera árásir í kringum borgina Mariupol.

Psaki sagði einnig að aðskilnaðarsinnar ættu að hleypa eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu á þau svæði sem þeir stjórni, svo þær gætu haft eftirlit með vopnahléinu.


Tengdar fréttir

ÖSE vilja komast til Debaltseve

Eftirlitsemenn frá ÖSE öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ætla í dag að gera aðra tilraun til þess að komast inn í bæinn Debaltseve í Úkraínu þar sem bardagar hafa haldið áfram linnulaust þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi í landinu á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á sunnudag.

Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu

Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×