Aðskilnaðarsinnar sagðir hafa rofið vopnahlé 250 sinnum

Jen Psaki, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna sagði blaðamönnum í dag að yfirvöld í Kænugarði hefðu sett fram þessa tölu. Hún kallaði eftir því að Rússar og aðskilnaðarsinnar hættu árásum sínum, drægju þungavopn til baka og stöðvuðu flæði manna og vopna frá Rússlandi til átakasvæðanna í Úkraínu.
Aðskilnaðarsinnar hertóku bæinn Debaltseve eftir að vopnahléið tók gildi og eru sagðir gera árásir í kringum borgina Mariupol.
Psaki sagði einnig að aðskilnaðarsinnar ættu að hleypa eftirlitsmönnum Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu á þau svæði sem þeir stjórni, svo þær gætu haft eftirlit með vopnahléinu.
Tengdar fréttir

ÖSE vilja komast til Debaltseve
Eftirlitsemenn frá ÖSE öryggis og samvinnustofnun Evrópu, ætla í dag að gera aðra tilraun til þess að komast inn í bæinn Debaltseve í Úkraínu þar sem bardagar hafa haldið áfram linnulaust þrátt fyrir að vopnahlé hafi tekið gildi í landinu á milli stjórnarhersins og aðskilnaðarsinna á sunnudag.

Átök brjótast út í Donetsk þrátt fyrir vopnahlé
Aðskilnaðarsinnar náðu bænum Debaltseve á sitt vald í gær.

Debaltseve: Samgöngumiðstöðin sem orðin er að draugabæ
Úkraínski bærinn Delbaltseve var eitt sinn lífleg og mikilvæg samgöngumiðstöð í austurhluta Úkraínu en göturnar eru nú svo gott sem tómar eftir átök síðustu vikna.

Bandaríkjastjórn varar Rússa við að brjóta vopnahlé í Úkraínu
„Hættið að láta sem þið séuð ekki að gera það sem þið eruð að gera,“ sagði Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum í gær, og beindi orðum sínum að Rússum.

Vopnahlé virt að vettugi í Úkraínu
Leiðtogar Úkraínu, Rússlands og Þýskalands hafi komist að samkomulagi um að veita eftirlitsaðilum ÖSE aðgang að átakasvæðum.

Vill friðargæsluliða SÞ í Úkraínu
Petro Poroshenko segir það öruggustu leiðina til að tryggja öryggi.