Erfitt að sjá að reglur á heimavist framhaldsskóla standist lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 14:16 Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi, og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna. Vísir Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður ÍTR, vakti athygli á reglum heimavistar Framhaldsskólans á Laugum þar sem segir meðal annars að skólameistari, og starfsmenn skólans í umboði hans, hafi aðgang að herbergjum nemenda sem búa á vistinni hvenær sem er til eftirlits. Sambærileg regla gildir á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Þórgnýr veltir því fyrir sér hvort að verið sé að brjóta friðhelgi einkalífs með þessari reglu. „Eins og þetta horfir við mér þá leikur enginn vafi á því að heimavistin er heimili barnanna á meðan þau eru þar. Það fylgja því einfaldlega ákveðin réttindi og friðhelgi. Ísland er meðal annars eitt þeirra landa sem lögfest hefur barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þar er kveðið á um ákveðinn sjálfsákvörðunarrétt barna og ungmenna í samræmi við aldur og þroska,“ segir Þórgnýr.Vímuefnapróf ákveðin valdbeiting Þá má vísa nemanda af heimavistinni á Laugum ef hann neitar að gangast undir vímuefnapróf. Þórgnýr segist vel skilja það að það sé andstætt reglunum að ungmenni undir lögaldri drekki áfengi en þó telji hann að þeir sem setji reglurnar verði engu að síður að taka tillit til grundvallarréttinda fólks. Einstaklingar eigi til að mynda rétt á því að neita að gangast undir vímuefnapróf. „Ég er þar að auki fylgjandi skaðaminnkandi stefnu þegar kemur að vímuefnum og ég held að það sé ekki hagur neins að reka krakkana úr skólanum ef þau hafa verið að reykja hass eða drekka áfengi, síður en svo. Það er kannski hægt að fara fram á að þau díli eitthvað við það en ég sé þetta vímuefnapróf í rauninni bara sem ákveðna valdbeitingu.“Framhaldsskólinn á Laugum.Þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til að leita í herbergjum nemenda Umboðsmaður barna, Margrét María Sigurðardóttir, segir að allar reglur um heimavist verði að vera í samræmi við réttindi nemenda sem eigi að sjálfsögðu rétt á friðhelgi til einkalífs eins og aðrir. „Það þarf lagaheimild eða dómsúrskurð til þess að það sé heimilt að leita í herbergjum nemenda, en engin heimild er til þess í núgildandi lögum. Ég á því erfitt með að sjá að þessar reglur séu í samræmi við lög og réttindi nemenda,“ segir Margrét. Ef grunur vakni hins vegar um refsiverða háttsemi, til dæmis þjófnað eða vörslu fíkniefna, er hægt að hafa samband við lögreglu sem hefur heimild til að framkvæma leit vegna sakamálarannsóknar.Nær að veita nemendum viðeigandi stuðning en að vísa þeim úr skóla Margrét segir að sömu sjónarmið eigi að mörgu leyti við um vímuefnapróf þar sem það samræmist ekki rétti nemenda til friðhelgi einkalífs að það sé hvenær sem er hægt að gera kröfu um að þeir gangist undir slík próf. „Ég velti reyndar fyrir mér hvort það sé yfirhöfuð rétt nálgun að vísa nemendum úr framhaldsskólum eða heimavist ef grunur er að þeir séu undir áhrifum vímuefna. Það væri miklu nær að mínu mati að veita þessum nemendum viðeigandi stuðning og jafnvel hjálpa þeim að komast í meðferð. Rannsóknir sýna að það er mikilvæg forvörn fyrir börn og ungmenni að vera í námi. Ef nemandi er augljóslega undir áhrifum vímuefna og stefnir sjálfum sér eða öðrum í hættu getur þó að sjálfsögðu þurft að bregðast við með því að vísa nemanda frá, að minnsta kosti tímabundið,“ segir umboðsmaður barna.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira