Lífið

Ræðir á opinskáan hátt um sorgir og sigra sína

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Úr þættinum sem sýndur verður á sunnudag.
Úr þættinum sem sýndur verður á sunnudag. vísir/stöð 2
Óskar Þór Jónasson er einn af okkar vinsælustu kvikmyndagerðarmönnum auk þess að hafa stýrt og stjórnað sjónvarpsþáttaröðum sem slegið hafa í gegn. Hann er gestur Jóns Ársæls Þórðarsonar í Sjálfstæðu fólki næstkomandi sunnudagskvöld.

Í þættinum ræðir Óskar sorgir og sigra sína á lífsleiðinni á afar einlægan hátt. Meðal þess sem ber á góma eru samband hans og Evu Maríu Jónsdóttur og þær meðferðir sem hann gekk í gegnum í kjölfar skilnaðar.

Hann stundaði nám í kvikmyndagerð í Danmörku, hefur gert fjölda sjónvarpsmynda, stuttmynda og tvær kvikmyndir í fullri lengd, Sódóma Reykjavík og Perlur og svín. Hann hefur leikstýrt einni teiknimynd Hetjur Valhallar – Þór. Sjónvarpsþáttaseríurnar eru fjölmargar en þekktastar eru Svínasúpan, Fóstbræður og Pressa.

Óskar er einnig þekktur sem töframaðurinn Skari skrípó. Hann stofnaði hljómsveitina Oxsmá með félögum sínum í myndlistarskólanum, sem spilaði aðallega pönk, komu út lagi. Hann gerði 2 myndir á meðan hann var í myndlistarskólanum, Oxsmá Plánetan og Sjúgðu mig Nína.

Brot úr þættinum má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×