Innlent

Stjórnarflokkarnir komu sér ekki saman um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sjávarútvegsráðherra kemur ekki til að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Sjávarútvegsráðherra kemur ekki til að leggja fram frumvarp um fiskveiðistjórnunarkerfið. Vísir/Pjetur
Ríkisstjórnarflokkarnir náðu ekki saman um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og verður því ekki lagt fram frumvarp um breytingar á kerfinu á yfirstandandi þingi. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við RÚV í kvöld.

„Ég held að allir flokkar séu sammála um að þjóðin eigi auðlindina, ágreiningurinn snýst um hver fer með forræði á kvótanum, þar höfum við ekki náð því miður niðurstöðu, hvorki milli stjórnarflokkanna né inni á þingi og þannig er staðan,“ sagði Sigurður Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×