Barrett vill breyta umræðunni um fíkniefni Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2015 22:09 Damon Barrett segir nauðsynlegt að breyta umræðunni um fíkniefni og við núverandi ástand séu fjölmörg mannréttindi brotin á fólki um allan heim. Umræðan um mannréttindi og ólögleg vímuefni verður háværari hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Barett, sem er framkvæmdarstjóri alþjóðlegrar miðstöðvar um mannréttindi og stefnumótunar í fíkniefnamálum við University of Essex í Bretlandi. er staddur hér á landi og mun flytja fyrirlestur á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Snarrótin stendur fyrir komu Barrett. Heimir Már Pétursson ræddi við Barrett í Íslandi í dag. Damon segir að lögum um fíkniefni sé tekið sem gefnum og það þurfi að breytast. „þetta hefur verið svo lengi í lögunum að við erum kannski hætt að hugsa um af hverju við gerum þetta og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri leið sem við förum. En nú til dags eru afleiðingarnar hvað varðar mannréttindi af glæpa- og refsinálgun við fíkniefni, held ég, að verða almennt þekktari.“ Barrett segir að lausleg Google leit leiði í ljós mikinn fjölda mannréttindavandamála í sambandi við eftirlit með fíkniefnum. „Það er hægt að taka saman tölur. það er hægt að telja milljónir, þúsundir, hundruð þúsunda sem er á einhvern hátt og lífslíkur þeirra og tækifæri skert vegna þess hvernig við tökum á fíkniefnamálum.“ Sem dæmi bendir Barrett á að í Evrópu sé þetta álitið lítið vandamál hjá litlum hluta samfélagins og að það snerti ekki „venjulegt fólk“. Það séu einhverskonar „úrhrök“ eða „óvenjulegt fólk“ sem noti ólögleg fíkniefni. „Í fyrsta lagi er þetta eiginlega rangt. Mörg okkar hafa að minnsta kosti einhvern tíman prófað þessi lyf. Það er undirliggjandi hræsni þarna, í því hvernig við tökum á þessum hlutum. Því mín dópneysla er ekki eins slæm og þín dópneysla. Þess vegna er mannréttindahliðin á þessu mikilvæg,“ segir Barrett. Sé ein manneskja misnotuð á þennan hátt, valin úr og útskúfuð, segir Barrett að það sé þess virði að athuga það. „Í allri Evrópu er fjórða hver kona í fangelsi þar vegna ofbeldislausra fíkniefnabrota. Það er óeðlilega hátt hlutfall fyrir ofbeldislaus fíkniefnabrot. Við verðum að spyrja af hverju við gerum þetta.“ Hann segir margar þeirra eiga sér mjög fátækan bakgrunn. Margar þeirra séu mæður og það þurfi að hugsa út í langtíma afleiðingar og gildi þess að fangelsa konur fyrir svona afbrot, eða hvern sem er sé út í það farið.Mismundandi áherslur eftir löndum Barrett segir að mismunandi lönd taki á fíkniefnamálum með mismunandi hætti. Hann býr í Svíþjóð þar sem hann segir að kannabis sé litið alvarlegum augum, gagnsætt flestum vísindalegum sönnunum. „Kannabis hefur lengi verið samfélagslegt og menningarlegt áhyggjuefni. Svo það er ofarlega á dagskrá. Í öðrum löndum er kannabis ekki svo mikið áhyggjuefni. Ég sjálfur get ekki séð út frá rannsóknum mínum og út frá sjónarhóli mannréttinda, að þessi flokkun á fíkniefnum skipti svo miklu máli þegar kemur að því að móta alþjóðastefnu okkar, sem er það svið sem ég einbeiti mér að.“ Hann segir að fólk hafi leyft ríkisstjórnum að stjórna því sem ætti að vera mjög tæknileg spurning. Damon nefnir að þörf sé á því að flokka áhættu og skaða, en að setja það í pólitískt ferli sé mjög hættulegt því þá byrji fordómar og hlutdrægni að hafa áhrif á ferlið.Fjölmörg mannréttindi brotin Barrett telur að þau mannréttindi sem oftast sé brotið gegn séu mismunandi eftir staðsetningu í heiminum. Á sumum stöðum séu upp undir þúsund manns tekin af lífi á hverju ári fyrir fíkniefnabrot. Hann hefur kannað pyndingar, handahófskenndar fangelsanir, nauðungarflutninga á fólki og allt þetta segir Barrett að eigi sér stað vegna fíkniefnalaga. „En hér getum við skoðað yfirgang gagnvart réttindum fólks frá degi til dags. Rétti mínum til einkalífs til dæmis. Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni? Ég er ekki að segja að þau geti ekki brotið á friðhelgi fólks, stjórnvöld gera það mjög oft, en skyldan er hjá þeim að réttlæta yfirganginn.“ Varðandi fíkniefnamál segir Barrett að annar kostur hafi aldrei verið í boði. Engin minna heftandi leið til að ná lýðheilsumarkmiðum en að stöðva alla í að gera þessa hluti að eilífu. „Markmið stefnunnar er að þetta hætti aldrei. Það er mjög undarlegt að gera slíkt ef um einhverskonar heilsustefnu er að ræða.“Líkamsleitar Hann segir einnig að handahófskenndar eiturlyfjaprófanir í skólum sé yfirgangur, þar sem hundum sé beitt og jafnvel líkamsleitum. „Í svona tilfellum hafa afskipti yfirvalda gengið allt of langt. Það eru til aðrar leiðir til að taka á þessum málum.“ Honum virðist að hér á landi beini lögreglan sér gegn ungu fólki sem hlusti á ranga tónlist og klæðist röngum fötum. „Í Bretlandi eru ungir svartir karlmenn valdir úr. Í Bretlandi er einhver stoppaður og leitað á honum á hverri mínútu. [...] Og þetta einkennist almennt af rasisma í framkvæmd. Svo það er alls konar aðgreining í gangi.“ Hann segir að hlutfallslega sé töluvert meira af svörtu fólki í fangelsi í Bretlandi en hvítt fólk. „Það er líklegra að lögreglan stöðvi það, ef það er stöðvað er líklegra að það sé ákært, ef það er ákært er líklegra að það fái þyngri dóma. Rasisminn er alls staðar í kerfinu. Lögregluliðin í Bretlandi voru flækt í þetta. Sum voru betri en önnur, en það versta var lögreglan í London.“Hallar verulega á svart fólk Þetta endurspeglar ástandið í Bandaríkjunum, að sögn Barrett. Hann telur það almennt vitað að fangelsanir í Bandaríkjunum beinist mun meira gegn ungum svörtum og rómönskum karlmönnum. Hann segir að í Bandaríkjunum séu fleiri í fangelsum fyrir fíkniefnabrot, en í Evrópusambandinu fyrir öll brot. Þrátt fyrir að fleira fólk sé í ESB en í BNA. „Í sumum löndum er helmingur þeirra sem eru í fangelsum þar vegna ofbeldislausra fíkniefnabrota. Það þarf að fara mjög varlega yfir þessa hluti. Það er samfelld umræða í gangi um hvort fangelsun fyrir viss brot geri eitthvað gagn yfir höfuð.“ Slíkar fangelsanir hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið sem er fangelsað, en einnig fylgir þeim mikill kostnaður fyrir ríkið. Það hefur áhrif á mannréttindi fólks til framtíðar. „Já og ekki bara fangelsisvist,“ segir Barrett og tekur dæmi frá Bretlandi. „Sjötíu þúsund lentu á sakaskrá fyrir vörslu fíkniefna í fyrra. Sjötíu þúsund. Hérna, frá því þetta bannmódel var tekið upp, getum við verið að tala um tuttugu til þrjátíu þúsund sakaskrár. Sumar þeirra eru afmáðar eftir vissan tíma. En þær skaða alls konar möguleika varðandi menntun, skólastyrki, komast inn í viss lönd, fá vinnu. Í sumum löndum hverfa þessar sakaskrár aldrei.“ „Það skaðar verulega möguleika manns í lífinu. Og ef við hugsum út í það, ef það er fyrir vörslu til eigin nota, hvers vegna?“Nauðsynlegt að breyta umræðunni Barrett telur að til að byrja með þurfi að breyta því hvernig talað sé um fíkniefni. Núna telur hann umræðuna snúast um að fíkniefni ógni lífsháttum okkar. „Maður sér þetta í alþjóðarlögum. Það er talað um fíkniefnaávana, í alþjóðasamningum, sem mein og ógnun við samfélagsbygginguna. Segjum að þú sért við völd og þú málir upp svona mikla ógn. Þú segir að þetta sé mikil ógn við börnin okkar, eins og maður heyrir oft. Þá ætlast almenningur til þess að ógninni sé mætt.“ Stjórnmálamenn geta ekki annað gert en að bregðast við og Barrett segir það leiða til ósamsvarandi stefnu og fjárframlaga til löggæslu í staðinn fyrir til dæmis heilbrigðismál. Hann segir útgjöld til heilbrigðismála eru fáránlega lítil. „Í gær var birt skýrsla frá gömlu stofnuninni minni, Harm Reduction International og skýrslan heitir Global state of Harm Reduction. Ef við myndum eyða nógu miklum peningum gætum við mætt heimsþörfum fyrir forvarnir vegna HIV fyrir fólk sem sprautar sig með lyfjum. Það er talið að það séu tvær til þrjár milljónir dala. Einn tíundi af kostnaði við löggæslu í heiminum myndi dekka það fjórfalt. bara einn tíundi.“ Tengdar fréttir Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. 15. september 2014 21:45 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs „Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því," segir Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar. Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofs að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. 4. september 2014 16:18 Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Damon Barrett segir nauðsynlegt að breyta umræðunni um fíkniefni og við núverandi ástand séu fjölmörg mannréttindi brotin á fólki um allan heim. Umræðan um mannréttindi og ólögleg vímuefni verður háværari hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Barett, sem er framkvæmdarstjóri alþjóðlegrar miðstöðvar um mannréttindi og stefnumótunar í fíkniefnamálum við University of Essex í Bretlandi. er staddur hér á landi og mun flytja fyrirlestur á Háskólatorgi í Háskóla Íslands á morgun. Snarrótin stendur fyrir komu Barrett. Heimir Már Pétursson ræddi við Barrett í Íslandi í dag. Damon segir að lögum um fíkniefni sé tekið sem gefnum og það þurfi að breytast. „þetta hefur verið svo lengi í lögunum að við erum kannski hætt að hugsa um af hverju við gerum þetta og hverjar afleiðingarnar eru af þeirri leið sem við förum. En nú til dags eru afleiðingarnar hvað varðar mannréttindi af glæpa- og refsinálgun við fíkniefni, held ég, að verða almennt þekktari.“ Barrett segir að lausleg Google leit leiði í ljós mikinn fjölda mannréttindavandamála í sambandi við eftirlit með fíkniefnum. „Það er hægt að taka saman tölur. það er hægt að telja milljónir, þúsundir, hundruð þúsunda sem er á einhvern hátt og lífslíkur þeirra og tækifæri skert vegna þess hvernig við tökum á fíkniefnamálum.“ Sem dæmi bendir Barrett á að í Evrópu sé þetta álitið lítið vandamál hjá litlum hluta samfélagins og að það snerti ekki „venjulegt fólk“. Það séu einhverskonar „úrhrök“ eða „óvenjulegt fólk“ sem noti ólögleg fíkniefni. „Í fyrsta lagi er þetta eiginlega rangt. Mörg okkar hafa að minnsta kosti einhvern tíman prófað þessi lyf. Það er undirliggjandi hræsni þarna, í því hvernig við tökum á þessum hlutum. Því mín dópneysla er ekki eins slæm og þín dópneysla. Þess vegna er mannréttindahliðin á þessu mikilvæg,“ segir Barrett. Sé ein manneskja misnotuð á þennan hátt, valin úr og útskúfuð, segir Barrett að það sé þess virði að athuga það. „Í allri Evrópu er fjórða hver kona í fangelsi þar vegna ofbeldislausra fíkniefnabrota. Það er óeðlilega hátt hlutfall fyrir ofbeldislaus fíkniefnabrot. Við verðum að spyrja af hverju við gerum þetta.“ Hann segir margar þeirra eiga sér mjög fátækan bakgrunn. Margar þeirra séu mæður og það þurfi að hugsa út í langtíma afleiðingar og gildi þess að fangelsa konur fyrir svona afbrot, eða hvern sem er sé út í það farið.Mismundandi áherslur eftir löndum Barrett segir að mismunandi lönd taki á fíkniefnamálum með mismunandi hætti. Hann býr í Svíþjóð þar sem hann segir að kannabis sé litið alvarlegum augum, gagnsætt flestum vísindalegum sönnunum. „Kannabis hefur lengi verið samfélagslegt og menningarlegt áhyggjuefni. Svo það er ofarlega á dagskrá. Í öðrum löndum er kannabis ekki svo mikið áhyggjuefni. Ég sjálfur get ekki séð út frá rannsóknum mínum og út frá sjónarhóli mannréttinda, að þessi flokkun á fíkniefnum skipti svo miklu máli þegar kemur að því að móta alþjóðastefnu okkar, sem er það svið sem ég einbeiti mér að.“ Hann segir að fólk hafi leyft ríkisstjórnum að stjórna því sem ætti að vera mjög tæknileg spurning. Damon nefnir að þörf sé á því að flokka áhættu og skaða, en að setja það í pólitískt ferli sé mjög hættulegt því þá byrji fordómar og hlutdrægni að hafa áhrif á ferlið.Fjölmörg mannréttindi brotin Barrett telur að þau mannréttindi sem oftast sé brotið gegn séu mismunandi eftir staðsetningu í heiminum. Á sumum stöðum séu upp undir þúsund manns tekin af lífi á hverju ári fyrir fíkniefnabrot. Hann hefur kannað pyndingar, handahófskenndar fangelsanir, nauðungarflutninga á fólki og allt þetta segir Barrett að eigi sér stað vegna fíkniefnalaga. „En hér getum við skoðað yfirgang gagnvart réttindum fólks frá degi til dags. Rétti mínum til einkalífs til dæmis. Hver er réttlæting yfirvalda á því að leyfa mér ekki að gera eitthvað á viðvarandi grunni? Ég er ekki að segja að þau geti ekki brotið á friðhelgi fólks, stjórnvöld gera það mjög oft, en skyldan er hjá þeim að réttlæta yfirganginn.“ Varðandi fíkniefnamál segir Barrett að annar kostur hafi aldrei verið í boði. Engin minna heftandi leið til að ná lýðheilsumarkmiðum en að stöðva alla í að gera þessa hluti að eilífu. „Markmið stefnunnar er að þetta hætti aldrei. Það er mjög undarlegt að gera slíkt ef um einhverskonar heilsustefnu er að ræða.“Líkamsleitar Hann segir einnig að handahófskenndar eiturlyfjaprófanir í skólum sé yfirgangur, þar sem hundum sé beitt og jafnvel líkamsleitum. „Í svona tilfellum hafa afskipti yfirvalda gengið allt of langt. Það eru til aðrar leiðir til að taka á þessum málum.“ Honum virðist að hér á landi beini lögreglan sér gegn ungu fólki sem hlusti á ranga tónlist og klæðist röngum fötum. „Í Bretlandi eru ungir svartir karlmenn valdir úr. Í Bretlandi er einhver stoppaður og leitað á honum á hverri mínútu. [...] Og þetta einkennist almennt af rasisma í framkvæmd. Svo það er alls konar aðgreining í gangi.“ Hann segir að hlutfallslega sé töluvert meira af svörtu fólki í fangelsi í Bretlandi en hvítt fólk. „Það er líklegra að lögreglan stöðvi það, ef það er stöðvað er líklegra að það sé ákært, ef það er ákært er líklegra að það fái þyngri dóma. Rasisminn er alls staðar í kerfinu. Lögregluliðin í Bretlandi voru flækt í þetta. Sum voru betri en önnur, en það versta var lögreglan í London.“Hallar verulega á svart fólk Þetta endurspeglar ástandið í Bandaríkjunum, að sögn Barrett. Hann telur það almennt vitað að fangelsanir í Bandaríkjunum beinist mun meira gegn ungum svörtum og rómönskum karlmönnum. Hann segir að í Bandaríkjunum séu fleiri í fangelsum fyrir fíkniefnabrot, en í Evrópusambandinu fyrir öll brot. Þrátt fyrir að fleira fólk sé í ESB en í BNA. „Í sumum löndum er helmingur þeirra sem eru í fangelsum þar vegna ofbeldislausra fíkniefnabrota. Það þarf að fara mjög varlega yfir þessa hluti. Það er samfelld umræða í gangi um hvort fangelsun fyrir viss brot geri eitthvað gagn yfir höfuð.“ Slíkar fangelsanir hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fólkið sem er fangelsað, en einnig fylgir þeim mikill kostnaður fyrir ríkið. Það hefur áhrif á mannréttindi fólks til framtíðar. „Já og ekki bara fangelsisvist,“ segir Barrett og tekur dæmi frá Bretlandi. „Sjötíu þúsund lentu á sakaskrá fyrir vörslu fíkniefna í fyrra. Sjötíu þúsund. Hérna, frá því þetta bannmódel var tekið upp, getum við verið að tala um tuttugu til þrjátíu þúsund sakaskrár. Sumar þeirra eru afmáðar eftir vissan tíma. En þær skaða alls konar möguleika varðandi menntun, skólastyrki, komast inn í viss lönd, fá vinnu. Í sumum löndum hverfa þessar sakaskrár aldrei.“ „Það skaðar verulega möguleika manns í lífinu. Og ef við hugsum út í það, ef það er fyrir vörslu til eigin nota, hvers vegna?“Nauðsynlegt að breyta umræðunni Barrett telur að til að byrja með þurfi að breyta því hvernig talað sé um fíkniefni. Núna telur hann umræðuna snúast um að fíkniefni ógni lífsháttum okkar. „Maður sér þetta í alþjóðarlögum. Það er talað um fíkniefnaávana, í alþjóðasamningum, sem mein og ógnun við samfélagsbygginguna. Segjum að þú sért við völd og þú málir upp svona mikla ógn. Þú segir að þetta sé mikil ógn við börnin okkar, eins og maður heyrir oft. Þá ætlast almenningur til þess að ógninni sé mætt.“ Stjórnmálamenn geta ekki annað gert en að bregðast við og Barrett segir það leiða til ósamsvarandi stefnu og fjárframlaga til löggæslu í staðinn fyrir til dæmis heilbrigðismál. Hann segir útgjöld til heilbrigðismála eru fáránlega lítil. „Í gær var birt skýrsla frá gömlu stofnuninni minni, Harm Reduction International og skýrslan heitir Global state of Harm Reduction. Ef við myndum eyða nógu miklum peningum gætum við mætt heimsþörfum fyrir forvarnir vegna HIV fyrir fólk sem sprautar sig með lyfjum. Það er talið að það séu tvær til þrjár milljónir dala. Einn tíundi af kostnaði við löggæslu í heiminum myndi dekka það fjórfalt. bara einn tíundi.“
Tengdar fréttir Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. 15. september 2014 21:45 Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34 Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs „Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því," segir Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar. Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofs að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. 4. september 2014 16:18 Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Stjórnmálamenn nota fíkniefnalöggjöf til að bæta stöðu sína David Nutt hefur rannsakað fíkniefnastefnu Bretlands í mörg ár og var formaður umdeildrar ráðgjafanefndar á vegum ríkisstjórnar Verkamannaflokksins. 15. september 2014 21:45
Sérfræðingar ósammála: „Kannabis veldur ekki geðklofa“ Fræðimenn eru ekki á alls kostar sammála um það hvort kannabis hafi skaðleg áhrif á fólk. 11. nóvember 2014 14:34
Skiptar skoðanir um kannabis: Segja vísbendingar um tengsl milli kannabiss og geðrofs „Á meðan kannabis er selt á svörtum markaði er aðgengi ungmenna óheft að efninu. Ef það væri löglegt væri mun auðveldara að fylgjast með því," segir Björgvin Mýrdal, meðlimur Snarrótarinnar. Vísbendingar séu um að tengsl séu á milli kannabisnotkunar og geðrofs að því er segir í fræðigrein sem birtist í Læknablaðinu í morgun. 4. september 2014 16:18
Vill að yfirvöld taki kannabis til skoðunar Kristín Ingólfsdóttir, lyfjafræðiprófessor og rektor Háskóla Íslands, telur að heilbrigðisyfirvöld eigi að skoða í fullri alvöru að leyfa kannabis í lækningaskyni. 10. nóvember 2014 20:39