Viðskipti innlent

„Þessi dómur kemur ekki á óvart“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir niðurstöðu héraðsdóms í samræmi við málsvörnina.
Gísli Guðni Hall, verjandi Hannesar Smárasonar, segir niðurstöðu héraðsdóms í samræmi við málsvörnina. Vísir/GVA
„Þessi dómur kemur ekki á óvart og er í samræmi við það sem byggt var á í vörninni,“ segir Gísli Guðni Hall, lögmaður Hannesar Smárasonar, sem í morgun var sýknaður af ákæru sérstaks saksóknara um fjárdrátt. Gísli segir jákvætt að niðurstaða sé komin í málið.

Sjá einnig: Hannes Smárason sýknaður.

Sérstakur saksóknari ákærði Hannes fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group hjá Kaupþingi í Lúxemborg sem svo fóru inn á reikning Fons hjá sama banka.

Héraðsdómur taldi ekki fullsannað að Hannes hafi látið framkvæma umrædda millifærslu, meðal annars vegna skorts á gögnum um millifærsluna hjá Kaupþingi í Lúxemborg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×