Erlent

150 látnir í Aleppo síðasta sólarhringinn

Atli Ísleifsson skrifar
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í um fjögur ár.
Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hefur staðið í um fjögur ár. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 150 manns hafa fallið í bardögum í og í kringum sýrlensku borgina Aleppo síðasta sólarhringinn. Þetta er haft eftir mannréttindasamtökunum Syrian Observatory for Human Rights.

Að sögn eiga að minnsta kosti sjötíu sýrlenskir stjórnarhermenn að hafa fallið, auk áttatíu úr röðum uppreisnarmanna.

Samtökin birtu nýlega skýrslu þar sem fram kom að áætlað sé að rúmlega 210 þúsund manns hafi látist frá því að borgarastyrjöldin braust út í landinu fyrir fjórum árum síðan.  Um helmingur hinna látnu eru óbreyttir borgarar.

Þá er áætlað að um 1,5 milljón manna hafi særst í átökum síðustu ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×