Handbolti

Óskar Bjarni búinn að lofa að mæta með 1998-strípur í Höllina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna. Vísir/Ernir
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, gaf sínum mönnum sérstakt loforð kæmist liðið í bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni.

Valsmenn, sem eru á toppnum í Olís-deild karla, drógust á móti FH í undanúrslitunum sem fara fram föstudaginn 27.febrúar næstkomandi.

Vinni Valsmenn leikinn ætlar Óskar Bjarni að mæta með sautján ára gamla hárgreiðslu í úrslitaleikinn.

„Stundum hef ég misst eitthvað út úr mér og þá þarf ég að standa við þau orð, " sagði Óskar Bjarni í viðtali við Hans Steinar Bjarnason á RÚV í gær.

Óskar Bjarni var í miklu stuði eftir sigur kvennaliðs Vals í bikarúrslitaleiknum í fyrra. „Í fyrra lofaði ég einhverju splitt-stökki ef við myndum vinna. Ég kann ekkert að fara í slíkt en þegar maður er búinn að vinna titil og við unnum Stjörnuna með stelpunum þá, þá varð ég að gera það þótt að það hafi verið frekar misheppnað," sagði Óskar Bjarni.

„Núna var ég að tala um það fyrir löngu síðan að ég myndi taka fram einhverjar strípur sem ég hafði tjaldað árið 1998. Ég sagði að ef strákarnir færu í bikarúrslitin þá muni ég tjalda þessari greiðslu," sagði Óskar Bjarni.

„Ef svo vel fer að við vinnum FH sem verður gríðarlega erfitt þá fer ég náttúrulega ekki í einhverjar strípur á laugardagmorgninum. Ég þarf því að standa við stóru orðin og kaupa einhverjar bónus-strípur," sagði Óskar Bjarni en það má finna viðtalið í íþróttapakka RÚV í gær eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×