Viðskipti innlent

Dómur kveðinn upp yfir Hannesi Smárasyni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins.
Hannes Smárason ásamt verjendum sínum við aðalmeðferð málsins. Vísir/GVA
Dómur verður kveðinn upp í máli sérstaks saksóknara gegn Hannesi Smárasyni, fyrrum stjórnarformanni og forstjóra FL Group, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Saksóknari fór fram á allt að þriggja ára fangelsisdóm yfir honum.

Hannes var ákærður fyrir að hafa dregið sér tæplega 3 milljarða af reikningi FL Group í Kaupþingi í Lúxemborg sem svo voru lagðir inn á reikning eignarhaldsfélagsins Fons í sama banka.

Millifærslan var framkvæmd þann 25. apríl 2005 og án vitundar og samþykkis stjórnenda og stjórnar FL Group. Hannes hefur alla tíð neitað sök í málinu og sagðist við aðalmeðferð málsins í héraði „ekkert kannast við þessi viðskipti”.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×