Sigurður Einarsson segir að dómsmorð hafi verið framið í Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Sigurður heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna vísun í sannanir um að hann sé sekur í dómi Hæstaréttar. Vísir Sigurður Einarsson segir að umræðan um dóm Hæstaréttar yfir sér og fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í Kaupþingi einkennist af því að þeir eigi allt vont skilið. Þetta segir hann í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar kallar hann dóm Hæstaréttar dómsmorð.Sjá einnig: Dómur fallinn í Al-Thani málinu Sigurður, sem var stjórnarformaður Kaupþings banka í aðdraganda hrunsins, fékk fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti í síðustu viku fyrir þátt sinn í Al-Thani málinu. Hann segir að andrúmsloftið á Íslandi sé þannig að það gagnist honum ekki að barma sér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem hann telur að hafi verið framið, eins og hann orðar það í greininni. Hann segist trúa því að sagan muni sjá um að dómurinn fái verðug eftirmæli. Í greininni gagnrýnir Sigurður að Hæstiréttur hafi ekki fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur heldur kveðið upp nýjan dóm með litla tengingu við dóm héraðsdóms. Hann segist ekki fá betur séð en að dómstóllinn hafi afnumið regluna um tvö dómstig og komið í veg fyrir að hann geti áfrýjað niðurstöðu Hæstaréttar, sem sé önnur en niðurstaða hins áfrýjaða héraðsdóms.Sjá einnig: Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Sigurður heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna í dómi Hæstaréttar vísun í sannanir um sekt sína. Hann segir að Hæstiréttur kjósi að líta algerlega fram hjá framburði vitna sem komu fyrir dóminn sem öllum hafi borið saman um að hann hafi ekki haft aðkomu að Al-Thani málinu. Tengdar fréttir Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. 18. febrúar 2015 06:30 Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Sigurður Einarsson segir að umræðan um dóm Hæstaréttar yfir sér og fyrrverandi samstarfsmönnum sínum í Kaupþingi einkennist af því að þeir eigi allt vont skilið. Þetta segir hann í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag en þar kallar hann dóm Hæstaréttar dómsmorð.Sjá einnig: Dómur fallinn í Al-Thani málinu Sigurður, sem var stjórnarformaður Kaupþings banka í aðdraganda hrunsins, fékk fjögurra ára fangelsi í Hæstarétti í síðustu viku fyrir þátt sinn í Al-Thani málinu. Hann segir að andrúmsloftið á Íslandi sé þannig að það gagnist honum ekki að barma sér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem hann telur að hafi verið framið, eins og hann orðar það í greininni. Hann segist trúa því að sagan muni sjá um að dómurinn fái verðug eftirmæli. Í greininni gagnrýnir Sigurður að Hæstiréttur hafi ekki fjallað um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur heldur kveðið upp nýjan dóm með litla tengingu við dóm héraðsdóms. Hann segist ekki fá betur séð en að dómstóllinn hafi afnumið regluna um tvö dómstig og komið í veg fyrir að hann geti áfrýjað niðurstöðu Hæstaréttar, sem sé önnur en niðurstaða hins áfrýjaða héraðsdóms.Sjá einnig: Vill fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Sigurður heldur fram sakleysi sínu og segist hvergi finna í dómi Hæstaréttar vísun í sannanir um sekt sína. Hann segir að Hæstiréttur kjósi að líta algerlega fram hjá framburði vitna sem komu fyrir dóminn sem öllum hafi borið saman um að hann hafi ekki haft aðkomu að Al-Thani málinu.
Tengdar fréttir Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. 18. febrúar 2015 06:30 Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56 Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00 Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07 Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Dómur Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. 18. febrúar 2015 06:30
Dómur Hæstaréttar svarar þeirri gagnrýni sem hefur komið fram á embættið Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að hátt hafi verið reitt til höggs gegn embættinu og dómstólum. 17. febrúar 2015 18:56
Dómur fallinn í Al-Thani málinu: Þungur dómur yfir Hreiðari staðfestur Dómur yfir Sigurði Einarssyni mildaður en dómar Ólafs og Magnúsar þyngdir. 12. febrúar 2015 16:00
Bjarni vill skoða hvort tilefni sé til skaðabótakröfu á hendur slitabúi Kaupþings eftir Al-Thani dóm Ráðherra telur hins vegar ekki atriði að birta símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde. 16. febrúar 2015 16:07
Segir dómara í Al-Thani málinu hafi komist að niðurstöðu fyrir fram Ólafur Ólafsson, sem dæmdur var í Al-Thani málinu, segir stjórnmálamenn varpa ábyrgð á eigin mistökum fram að hruni yfir á bankamenn. 17. febrúar 2015 10:15