Dómur Hæstaréttar Sigurður Einarsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi mig í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku í svokölluðu Al Thani-máli. Sennilega er andrúmsloftið á Íslandi þannig að það gagnist mér ekkert að barma mér í fjölmiðlum yfir því dómsmorði sem ég tel að þar hafi verið framið. Ég verð samt að trúa því að sagan muni sjá um að þessi dómur fái verðug eftirmæli. Mér finnst ég eiga erindi við umræðuna með því að vekja athygli á örfáum grundvallaratriðum sem ég á erfitt með að sætta mig við. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæmandi greining heldur frekar hugsað sem punktar til umhugsunar. Áfrýjun, eitt eða tvö dómstig? Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi mig og fleiri í desember 2013. Sakborningum þótti dómurinn harla undarlegur og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Það sem gerðist þar kom mér verulega á óvart. Hæstiréttur fjallaði lítið sem ekkert um héraðsdóminn. Í stað þess að endurskoða hann kemur Hæstiréttur með nýjan dóm með litla sem enga tengingu við héraðsdóminn sem var áfrýjað. Ég fæ ekki betur séð en að Hæstiréttur geri sér lítið fyrir og afnemi regluna um að í landinu séu tvö dómstig og komi í veg fyrir að ég geti áfrýjað niðurstöðu sem ég er ósáttur við. Hvað er ákært fyrir og hvað er dæmt fyrir? Ég var ákærður sem aðalmaður í umboðssvikum í Al Thani-málinu. Hæstiréttur féllst á að ég hefði ekki haft það umboð sem ákærandinn taldi að ég hefði svikið gegn. Því var ég sýknaður af umboðssvikum. Þetta hjálpaði mér lítið því Hæstiréttur dæmdi mig í staðinn fyrir annað, þ.e. hlutdeild í umboðssvikum! Ég hafði ekki verið ákærður fyrir hlutdeild í umboðssvikum og varðist því ekki slíku broti frekar en öðru sem ég var ekki ákærður fyrir. Mér er það ljóst að heimilt er að dæma þann sem ákærður er sem aðalmaður fyrir hlutdeild í brotinu enda verði vörnum ekki áfátt. Hvernig það geti átt við í mínu tilviki er mér óskiljanlegt þar sem Hæstiréttur virðist líta svo á að hlutdeild mín í brotinu hafi byggst á athafnaleysi. Ég sé að Jón Þór Ólason, lektor í lögfræði við HÍ, telur í samtali við Morgunblaðið að hér sé um nýja túlkun á umboðssvikaákvæðinu að ræða. Sönnunarbyrði. Mér hefur alltaf skilist að í sakamálum njóti sakborningar vafans og sekt verði að vera sönnuð til þess að sakfella megi mann. Þetta á ekki við í þessum dómi Hæstaréttar. Sama er hvað ég leita í dómnum, ég finn ekki að vísað sé til neinna sannana um mína sekt. Hæstiréttur kýs að líta algerlega fram hjá framburði þeirra vitna sem komu fyrir dóm sem öll báru á sama veg um að aðkoma mín að þessu máli hafi engin verið. Þannig að jafnvel þótt lög kunni að hafa verið brotin í þessu máli, sem ég held að hafi ekki verið, þá var aðkoma mín engin. Þessu skautar Hæstiréttur fram hjá og segir að „…hafið sé yfir allan skynsamlegan vafa að ákærða Sigurði hafi verið kunn…“. Þetta er sagt án þess að vísa í sönnunargögn. Eini vitnisburðurinn sem vísað er til er vitnisburður Hreiðars Más. Hann var aftur á móti ekki spurður út í vitneskju mína um lán vegna kaupa hlutabréfanna heldur vitneskju mína um annað lán sem ég var ekki ákærður fyrir. Það má svo velta því fyrir sér hvort það teljist sönnun um sekt ef Hreiðar hefði sagt mig hafa fulla vitneskju um uppbyggingu viðskiptanna þegar ég hef ítrekað haldið því fram að svo hafi ekki verið. Eftir því sem mér skilst þá hafa dómar Hæstaréttar hingað til verið á þann máta að við slíkar aðstæður sé sekt ekki sönnuð. Mér finnst þetta meinbugir á dómi Hæstaréttar. Ég heyri fáa sem um dóminn fjalla á Íslandi velta þessum þáttum fyrir sér. Mér finnst það alvarlegt mál. Mér finnst umræðan sem fyrr einkennast af því að þessir menn, sem vissulega voru flestir bankamenn, eigi allt vont skilið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun