Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 13:15 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira