Framkvæmdir á Hlíðarenda fá væntanlega grænt ljós í dag Heimir Már Pétursson skrifar 17. febrúar 2015 13:15 Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir óskiljanlegt að meirihlutinn í borgarstjórn ætli sér að staðfesta samkomulag við Valsmenn á Hlíðarenda á borgarstjórnarfundi í dag, áður en Rögnunefndin svo kallaða lýkur störfum. Samkomulagið hefur í för með sér að minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf. Tvær fundargerðir borgarráðs sem fjalla um samkomulag Reykjavíkurborgr við Valsmenn ehf um uppbyggingu byggðar á Hlíðarendasvæðinu koma til kasta borgarstjórnar í dag. En þær voru báðar afgreiddar í ágreiningi í borgarráði. Haft er eftir Hjálmari Sveinssyni formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag að hann telji að þegar borgarstjórn hafi samþykkt málið, sem hann reikni fastlega með, geti Valsmenn hafi framkvæmdir á Hlíðarenda. En þriðja og minnsta flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður ónothæf þegar byggðin er risin vegna nálægðar hennar við annan flugbrautarendann. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir þetta undarleg vinnubrögð hjá meirihlutanum í borgarstjórn. „Við í Sjálfstæðisflokknum höfum greitt atkvæði gegn breytingum á deiliskipulagi flugvallar eða deiliskipulagi Hlíðarenda á þeim forsendum að Rögnunefndin hefur ekki skilað af sér. Við skiljum ekki hvers vegna nefnd um framtíð flugvallar fær ekki að skila af sér áður en farið er að hræra í núverandi flugvelli,“ segir Halldór. Þarna vísar Halldór til nefndar undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skipuð var með samkomulagi borgarinnar og innanríkisráðneytisins í hitteðfyrra um að framtíð flugvallar í Reykjavík. En nefndin hefur umboð fram í júní til að skila tillögum. Hjálmar Sveinsson bendir hins vegar á að flugbrautin hafi hvorki verið í deili- né aðalskipulagi frá árinu 2007 þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með völdin í borginni. Þá hafa forsvarsmenn Valsmanna boðað að þeir muni fara í mál við borgina verði samkomulag þeirra við borgina ekki staðfest, enda hafi þeir fjárfest mikið í svæðinu nú þegar. „Já, það er mjög alvarlegt mál. Hvað svo sem kæmi út úr því. Það er það. En alvarlegasta málið í þessu öllu saman er að meirihlutinn í Reykjavík skuli getað hugsað sér að taka í burtu flugbraut í máli sem ekki er fullklárað og ekki fullrannsakað. Og þar með hugsanlega haft gríðarlega slæm áhrif varðandi flugið og öryggismál hér í höfuðborginni,“ segir Halldór Halldórsson.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira