Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 13:17 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Isavia Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta. „Flugvellir sem fá hæstu heildarniðurstöðu ársins hljóta sérstaka viðurkenningu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Þjónustukönnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta, t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Næst á eftir Keflavíkurflugvelli í flokki evrópskra flugvalla eru Sheremetyevo í Moskvu, Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segist mjög stoltur og ánægður með árangurinn: „Starfsfólk okkar, annarra rekstraraðila, lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur enn einu sinni sýnt að þar er veitt framúrskarandi þjónusta og það þótt ótrúleg farþegaaukning sé á flugvellinum. Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins.“ „Keflavíkurflugvöllur hóf fyrir nokkrum árum markvissa áætlun um að byggja upp orðspor sem öflugur flugvöllur með áherslu á gæði og þjónustu við farþega í fyrirrúmi. Endurtekinn árangur flugvallarins í þjónustukönnunum ACI samfara gríðarlegri farþegaaukningu sýnir glögglega hvað starfsfólkið stendur sig vel í að ná þeim markmiðum sem það lagði upp með. Ég vil óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur“, sagði Oliver Jankovec framkvæmdastjóri Evrópuhluta alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe). Isavia leggur áherslu á að veita sífellt vaxandi ferðamannafjölda framúrskarandi þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Stækkunarframkvæmdir sem hafnar eru við flugstöðina fela í sér 5.000 fermetra viðbót við suðurbyggingu flugstöðvarinnar og stækkun komusalar á jarðhæð norðurbyggingar. Einnig er unnið er að breytingum á verslunar- og veitingasvæði í brottfararsal á annarri hæð. Þá er unnið að gerð nýrrar þróunaráætlunar fyrir flugvallarsvæðið sem marka mun stefnu vegna frekari stækkunaráforma,“ segir í tilkynningunni.Lesa má um niðurstöður könnunarinnar hér. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta. „Flugvellir sem fá hæstu heildarniðurstöðu ársins hljóta sérstaka viðurkenningu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Þjónustukönnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta, t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Næst á eftir Keflavíkurflugvelli í flokki evrópskra flugvalla eru Sheremetyevo í Moskvu, Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segist mjög stoltur og ánægður með árangurinn: „Starfsfólk okkar, annarra rekstraraðila, lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur enn einu sinni sýnt að þar er veitt framúrskarandi þjónusta og það þótt ótrúleg farþegaaukning sé á flugvellinum. Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins.“ „Keflavíkurflugvöllur hóf fyrir nokkrum árum markvissa áætlun um að byggja upp orðspor sem öflugur flugvöllur með áherslu á gæði og þjónustu við farþega í fyrirrúmi. Endurtekinn árangur flugvallarins í þjónustukönnunum ACI samfara gríðarlegri farþegaaukningu sýnir glögglega hvað starfsfólkið stendur sig vel í að ná þeim markmiðum sem það lagði upp með. Ég vil óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur“, sagði Oliver Jankovec framkvæmdastjóri Evrópuhluta alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe). Isavia leggur áherslu á að veita sífellt vaxandi ferðamannafjölda framúrskarandi þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Stækkunarframkvæmdir sem hafnar eru við flugstöðina fela í sér 5.000 fermetra viðbót við suðurbyggingu flugstöðvarinnar og stækkun komusalar á jarðhæð norðurbyggingar. Einnig er unnið er að breytingum á verslunar- og veitingasvæði í brottfararsal á annarri hæð. Þá er unnið að gerð nýrrar þróunaráætlunar fyrir flugvallarsvæðið sem marka mun stefnu vegna frekari stækkunaráforma,“ segir í tilkynningunni.Lesa má um niðurstöður könnunarinnar hér.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira