Sport

HSK/Selfoss langbest á meistaramóti krakkanna i frjálsum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glæsilegur hópur hjá HSK/Selfoss.
Glæsilegur hópur hjá HSK/Selfoss.
Það er greinilega verið að gera frábæra hluti í frjálsum íþróttum á Suðurlandinu því sveit HSK/Selfoss vann yfirburðarsigur í stigakeppni félaga á Meistaramótinu í frjálsum hjá 11 til 14 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina.

Sveit HSK/Selfoss fékk samtals 808 stig eða næstum því tvöfalt meira en næsta félag sem var FH með 420 stig. ÍR varð síðan í þriðja sætinu með 368,58 stig. Alls voru 520 persónuleg met sett á mótinu sem eru mjög góðar fréttir fyrir okkar framtíðarfólk í frjálsum íþróttum.

Í flokki 11 ára pilta sigraði FH með 90,50 stig en Breiðablik varð í 2. sæti með 85,33 stig. Í flokki 12 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með 74 stig en ÍR var í 2. sæti með 65,33 stig.

Í flokki 13 ára pilta sigraði HSK/Selfoss með afgerandi yfirburðum með 222 stig, en UFA varð í öðru sæti með 43 stig. Lið UFA sigraði síðan í flokki 14 ára pilta með 111 stig á móti HSK/Selfossi sem hlaut 81 stig.

 

Í stúlknaflokki, 11 ára fengu FH-ingar flest stig eða 103,5 á móti 60 stigum HSK/Selfoss, sem sigraði síðan í flokki 13 ára stúlkna með 116,75 stig en Breiðablik var þar í öðru sæti með 62 stig.

Í flokki 14 ára stúlkna bar sveit ÍR sigur úr býtum með 145,5 stig á móti 76 stigum HSK/Selfoss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×