Innlent

Einar Öder fallinn frá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einar Öder Magnússon.
Einar Öder Magnússon. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. Hann hefði orðið 53 ára á morgun. Einar hafði glímt við krabbamein.

Einar Öder var um árabil landsliðseinvaldur auk þess sem hann keppti fyrir Íslands hönd á mörgum Norðurlanda og heimsmeistaramótum og var hann vel þekktur fyrir störf sín í þágu íslenska hestsins. Hann var sæmdur heiðursmerki Landsambands hestamannafélaga i janúar síðastliðinn og var sæmdur gullmerki félags tamningamanna 2013.

„Það sem skapar afreksmann eins og Einar, sem einnig nýtur virðingar sem persóna, er næmni, auðmýkt og sýn á verkefni hestamennskunnar og vilji til að miðla af jákvæðni og ástríðu,“ sagði í umsögn um Einar við það tilefni.

Einar lætur eftir sig eiginkonu og fjögur börn.

Hér að neðan má sjá þakkarræðu Einars frá því hann var sæmdur heiðursmerki Landsambands hestamannafélaga í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×