Tæplega 34 milljarða velta með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin ingvar haraldsson skrifar 16. febrúar 2015 11:51 Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur í skaðbótarétti segir að grundvöllur geti verið til skaðabótamáls á hendur sakborningunum. vísir/vilhelm Tæplega 34 milljarða velta varð með hlutabréf í Kaupþingi eftir að tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi þann 22. september og fram til 8. október 2008 þegar viðskiptum með bréf í bankann var hætt. Alls urðu ríflega 2700 viðskipti með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Allir sakborningarnir í Al-Thani málinu voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti Íslands í síðustu viku. Í kjölfar dóms Hæstaréttar vakna spurningar um hvort þeir sem keyptu hlutabréf í bankanum geti höfðað skaðabótamál á hendur sakborningunum. Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík, útilokar ekki að grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli. „Það er alveg ljóst að það er skaðabótaskyld háttsemi þarna fyrir hendi því þeir voru sakfelldir í refsimáli,“ segir Þóra. Sjá einnig: Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir KaupþingsmönnumHún segir hinsvegar að sönnunarfærsla vegna ætlaðs tjóns geti verið afar erfið því dómur Hæstaréttar dugi ekki einn og sér til greiðsluskyldu í skaðabótamáli. „Vandamál þeirra sem mögulega kunna að eiga slíkan rétt er að sanna fyrir hvaða tjóni þeir urðu og tengja það markaðsmisnotkunarmálinu. Sanna þarf að þú að þú hefðir ekki tapað því sem nemur verðmæti hlutafjárins hefðu viðskiptin ekki farið fram. Þú þarft að sýna fram á hvert verðmæti hlutabréfanna var og hvort það hafi verið þetta eina atvik leiddi til þess að þú varðst fyrir þessu tjóni, “ segir Þóra. Kaup vegna Al-Thani viðskiptanna duga ekki tilÞóra segir kaup á hlutabréfum í bankanum vegna eða í kjölfar Al-Thani viðskiptanna ekki duga til þess að eiga skaðabótakröfu. „Ekki eitt og sér. Það dugar ekki að sýna fram á að þú hefðir haft væntingar um að verðmæti hlutabréfanna ykist eða héldi sér. Hlutabréfaviðskipti eru yfir höfuð áhættusöm. Þú þarft að sannreyna að atburðarásin hefði verið með þeim hætti að þú hefðir ekki tapað peningum,“ segir Þóra.Sjá einnig: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“Sakborningarnir fjórir í Al-Thani málinu voru allir dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.vísir/daníelHún segir hinsvegar að dómurinn geti orðið sterkt vopn í höndum þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni. Ummæli í dómnum staðfesti að markaðsmisnotkun sé til þess fallin að geta valdið tjóni. Þó sé ekki tekin afstaða til þess hvert slíkt tjón sé, segir Þóra. Þá segir Þóra að brotin séu hugsanlega fyrnd enda sex og hálft ár síðan viðskiptin áttu sér stað. Hinsvegar geti fyrningafresturinn mögulega miðast við þann tíma sem dómurinn fellur því þá hafi hin saknæma háttsemi verið staðfest. Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tæplega 34 milljarða velta varð með hlutabréf í Kaupþingi eftir að tilkynnt var um kaup Al-Thani á 5,01% hlut í Kaupþingi þann 22. september og fram til 8. október 2008 þegar viðskiptum með bréf í bankann var hætt. Alls urðu ríflega 2700 viðskipti með bréf í Kaupþingi eftir Al-Thani viðskiptin samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands. Allir sakborningarnir í Al-Thani málinu voru dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í Hæstarétti Íslands í síðustu viku. Í kjölfar dóms Hæstaréttar vakna spurningar um hvort þeir sem keyptu hlutabréf í bankanum geti höfðað skaðabótamál á hendur sakborningunum. Þóra Hallgrímsdóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík, útilokar ekki að grundvöllur sé fyrir skaðabótamáli. „Það er alveg ljóst að það er skaðabótaskyld háttsemi þarna fyrir hendi því þeir voru sakfelldir í refsimáli,“ segir Þóra. Sjá einnig: Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir KaupþingsmönnumHún segir hinsvegar að sönnunarfærsla vegna ætlaðs tjóns geti verið afar erfið því dómur Hæstaréttar dugi ekki einn og sér til greiðsluskyldu í skaðabótamáli. „Vandamál þeirra sem mögulega kunna að eiga slíkan rétt er að sanna fyrir hvaða tjóni þeir urðu og tengja það markaðsmisnotkunarmálinu. Sanna þarf að þú að þú hefðir ekki tapað því sem nemur verðmæti hlutafjárins hefðu viðskiptin ekki farið fram. Þú þarft að sýna fram á hvert verðmæti hlutabréfanna var og hvort það hafi verið þetta eina atvik leiddi til þess að þú varðst fyrir þessu tjóni, “ segir Þóra. Kaup vegna Al-Thani viðskiptanna duga ekki tilÞóra segir kaup á hlutabréfum í bankanum vegna eða í kjölfar Al-Thani viðskiptanna ekki duga til þess að eiga skaðabótakröfu. „Ekki eitt og sér. Það dugar ekki að sýna fram á að þú hefðir haft væntingar um að verðmæti hlutabréfanna ykist eða héldi sér. Hlutabréfaviðskipti eru yfir höfuð áhættusöm. Þú þarft að sannreyna að atburðarásin hefði verið með þeim hætti að þú hefðir ekki tapað peningum,“ segir Þóra.Sjá einnig: „Íslenskt réttarkerfi hefur dæmt saklausa menn seka“Sakborningarnir fjórir í Al-Thani málinu voru allir dæmdir fyrir markaðsmisnotkun.vísir/daníelHún segir hinsvegar að dómurinn geti orðið sterkt vopn í höndum þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni. Ummæli í dómnum staðfesti að markaðsmisnotkun sé til þess fallin að geta valdið tjóni. Þó sé ekki tekin afstaða til þess hvert slíkt tjón sé, segir Þóra. Þá segir Þóra að brotin séu hugsanlega fyrnd enda sex og hálft ár síðan viðskiptin áttu sér stað. Hinsvegar geti fyrningafresturinn mögulega miðast við þann tíma sem dómurinn fellur því þá hafi hin saknæma háttsemi verið staðfest.
Tengdar fréttir Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17 Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55 „Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35 Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35 Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01 Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þaulskipulögð brot: „Eindæma ófyrirleitni og skeytingarleysi“ Hæstiréttur segir sakborninga í Al-Thani málinu ekki eiga sér neinar málsbætur. 12. febrúar 2015 18:17
Skyldi maðurinn vera drukkinn? Facebookþjóðin komst í mikið tilfinningalegt uppnám eftir að Bogi Ágústsson ræddi við Sigurð Einarsson Kaupþingsmann í sjónvarpsfréttum gærkvöldsins. 13. febrúar 2015 10:55
„Ég var ekki drukkinn“ Það hvarflaði ekki annað að Sigurði Einarssyni en að hann yrði sýknaður í Al Thani-málinu en hann hlaut fjögurra ára fangelsisdóm. 13. febrúar 2015 16:35
Kemur til skoðunar hvort Sigurður verði sviptur fálkaorðunni "Við munum fara yfir þetta,“ segir Guðni Ágústsson, formaður orðunefndar. 13. febrúar 2015 13:35
Al-Thani málið: Fangar afplána fyrr ef dómar eru þungir Páll Egill Winkel fangelsismálastjóri segir að við ákvörðun um í hvaða fangelsi menn afpláni sé tekið tillit til aldurs, kyns og brotaferils fanga. 13. febrúar 2015 00:01
Ólafur segir Al-Thani dóminn senda skýr skilaboð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir dóminn draga úr líkum á að sambærileg lögbrot endurtaki sig. 13. febrúar 2015 12:25