Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 93-104 | Fyrsti sigur Tindastóls í Keflavík í 15 ár Árni Jóhannsson í Sláturhúsinu skrifar 15. febrúar 2015 00:01 Stólarnir hafa verið í stuði í vetur. vísir/valli Tindastóll gerði heldur betur góða ferð til Keflavíkur í kvöld þar sem þeir náðu í tvö stig gegn Keflvíkingum. Leikurinn var kaflaskiptur mjög en það voru Stólarnir sem áttu betri leikkafla í seinni hálfleik sem skilaði þeim sigrinum. Leikar enduðu 93-104 fyrir Tindastól. Fyrsti leikhluti einkenndist af sprettum sem bæði lið komust á. Stólarnir skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en Keflvíkingar komust þá á sprett sem endaði 14-1. Þá var komið að Tindastól að komast á sprett og áttu þeir næstu tíu stig án þess að Keflvíkingar næðu að svara og komust þá yfir í 16-18. Keflvíkingar tóku leikhlé sem hafði tilætluð áhrif þar sem varnarleikur þeirra skánaði og komust þeir yfir og héldu þeir forskotinu í leikhléinu á milli fjórðunga, 25-22. Liðin skiptust á körfum í byrjun annars fjórðungs en á kafla var mikið frost í skotum liðanna. Keflvíkingar voru körfulausir í tvær mínútur en Stólarnir settu ekki niður skot utan af velli í tæpar þrjár. Þar með juku heimamenn muninn í 11 stig mest en gestirnir enduðu hálfleikinn betur og skoruðu seinustu fjögur stig hálfleiksins og minnkuðu muninn í sjö stig, 45-38. Atkvæðamestir voru þeir Davon Usher með 10 stig fyrir heimamenn og Myron Dempsey með níu stig fyrir gestina. Leikurinn var í mjög miklu jafnvægi á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og skiptust liðin á að skora fyrri helming þriðja leikhluta. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af fjórðungnum komust gestirnir á góðann sprett og jöfnuðu metin í 63-63 en heimamenn svöruðu með fimm stigum í röð og náðu að halda forskoti þangað til flautað var til hlés milli fjórðunga. Staðan var 73-70 fyrir heimamenn. Tindastóll kom miklu sterkar út í fjórða leikhluta, voru snöggir að jafna metin með þriggja stiga körfu og komust síðan á góðann sprett þar sem Keflvíkingum var meinaður aðgangur að körfunni og svæðisvörn Keflvíkinga var leyst mjög auðveldlega. Tindastóll komst með þessum kafla mest níu stigum yfir þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum og fór restin af leiknum í að spila skynsamlega og sigla sigrinum heim. Það tókst þeim með ágætum og endaði leikurinn með 11 stiga sigri gestanna 93-104. Þeir mega þakka því að hafa náð að leysa svæðisvörn Keflvíkinga með auðveldum hætti og þannig fengið frí þriggja stiga skot sem rötuðu ofan fyrir. Tindastóll styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar enn frekar og eru þeir komnir með 28 stig þegar fjórir leikir eru efir af deildinni. Keflvíkingar eru hinsvegar dottnir niður í 9. sæti og því fyrir utan úrslitakeppni eins og staðan er núna, það fer hver að verða seinastur að koma sér í góða stöðu fyrir lok deildarinnar. Stigahæstir voru þeir Davon Usher hjá Keflavík með 21 stig en hjá Tindastól skilaði Myron Dempsey 23 stigum.Þröstur Leó Jóhannsson: Þurfum að skila í seinustu leikjunum Þröstur var játti því hálfpartinn þegar blaðamaður spurði hann hvort að varnarleikur heimamanna hefði kostað þá leikinn fyrr í kvöld. „Já svona bæði og, við spiluðum flotta vörn framan af á móti mjög góðu liði Tindastóls. Þeir eru fyrir löngu búnir að sanna sig í deildinni. Við náðum að halda þeim frá sínum uppáhaldsskotum og þegar þeir fengu þau þá voru þau ekki að detta fyrir þá. Þeir eiga bara hrós skilið að halda dampi og taka þetta í seinni hálfleik.“ Þröstur var því næst spurður að því hvað Keflavík þyrfti að gera til að tryggja inn í úrslitakeppnina en það er ansi lítið eftir af mótinu. „Við þurfum að skila að lágmarki þremur sigurleikjum af þessum seinustu leikjum en við förum náttúrulega í hvern einasta leik til að vinna hann. Eins og þú sást hér þá börðust við mjög vel framan af og það voru greinileg batamerki á okkar leik.“Israel Martin: Tökum einn leik fyrir í einu en það er hlutverk leikmanna að koma okkur í úrslitakeppni „Keflvíkingar voru særðir náttúrulega eftir síðustu leiki og sýndu það í dag að þeir vildu vinna þennan leik og börðust betur en við framan af. Ég náði lítið að skoða Keflvíkinga fyrir þennan leik en við lásum þá vel í seinni hálfleik og hreyfðum boltann vel og spiluðum sem liðheild í sókninni í seinni hálfleik. Við leyfðum þeim samt sem áður að skora of mikið“, sagði þjálfari Tindastóls eftir sigur sinna manna í Keflavík. „Ég er mjög ánægður með leikinn því þessi völlur er erfiður heim að sækja og Keflavík er með gott lið með reyndum leikmönnum. Þetta er því mjög sterkur sigur fyrir okkur þannig að allir mínir menn eiga hrós skilið í kvöld.“ Það er orðið alveg gulltryggt að Tindastóll verði með í úrslitakeppninni í vor og var Israel spurður út í þá staðreynd. „Ég spái mjög lítið í framtíðinni, ég tek einn leik fyrir í einu og núna er komið smá frí vegna bikarúrslitanna og eigum við síðan erfiðan leik heima. Þannig að við spáum lítið í það hvort við séum öruggir í úrslitakeppni. Það er hlutverk leikmannana að koma okkur þangað og er ég ekkert að reikna það út hvernig staðan er.“Leiklýsing: Keflavík - Tindastóll4. leikhluti | 93-104: Leiknum er lokið með góðum sigri Tindastóls. Góður seinni hálfleikur skilaði þessum sigri.4. leikhluti | 88-100: Varnarleikur beggja liða er ekki búinn að vera upp á marga fiska núna. 12 stiga munur fyrir gestina og aftur var það þristur sem rataði í körfuna hjá þeim. Þeir eru að sigla þessum stigum heim. 1:06 eftir.4. leikhluti | 83-94: Skipst á körfum og nú hentar það Tindastóli betur. Seinasta karfa þeirra var enn einn þristurinn en þeir eru búnir að vera ófáir ofan í undanfarið. 2:18 eftir.4. leikhluti | 80-89: Þrátt fyrir meiri ákafa í svæðisvörn heimamanna ná gestirnir að leysa hana og skora þriggja stiga körfu. Damon Johnson fer síðan í þriggja stiga skot en það er brotið á honum. Þrjú víti og fara þau öll ofan í. 3:25 eftir.4. leikhluti | 77-86: Þristur frá gestnum og munurinn er kominn í níu stig, það gengur hinsvegar ekkert hjá heimamönnum. Þeir ná varla skoti á körfuna, klaufagangur er að kosta þá boltann í fjórða fjórðung. Leikhlé tekið þegar 3:59 eru eftir.4. leikhluti | 77-83: Stólarnir hafa undanfarin andartök verið að leysa svæðisvörn heimamanna mjög auðveldlega og hirða síðan sóknarfráköst ef skotin utan af velli geiga. Það er rándýrt í spennandi leik. 4:49 eftir.4. leikhluti | 76-80: Skipst er á körfum en seinustu stig Stólanna komu fyrir utan þriggja stiga línuna og er því fjögurra stiga munur Tindastól í vil þegar 6:20 eru eftir.4. leikhluti | 73-75: Gestirni eru komnir yfir, Dempsey var að leggja boltann í körfuna en heimamenn eru búnir að vera ískaldir á fyrstu tveimur mínútum síðasta fjórðungs. 8 mín. eftir.4. leikhluti | 73-73: Seinasti leikhlutinn er hafinn og hafa Stólarnir jafnað metin með þriggja stiga körfu. 8:55 eftir.3. leikhluti | 73-70: Leikhlutanum er lokið Keflavík átti seinasta stgið og halda inn í fjórða leikhluta með þriggja stiga forskot.3. leikhluti | 71-70: Stólarnir setja niður fjögur stig í röð og munurinn er eitt stig þegar hálf mínúta er eftir.3. leikhluti | 71-66: Keflvíkingar skoruðu en það var dæmd villa á Stólana þannig að Gunnar Einarsson fékk tvö víti en skoraði bara úr öðru þeirra. 1:37 eftir.3. leikhluti | 68-66: Tindastóll nær sóknarfrákasti eftir víti sem geigar og ná að skora og koma muninum niður í þrjú stig aftur. 1:58 eftir.3. leikhluti | 68-63: Fimm snögg stig í röð frá Keflavík og koma þeir muninum aftur í fimm stig. 2:03 eftir.3. leikhluti | 63-63: Þrír þristar með skömmu millibili frá tindastól og staðan er orðin jöfn. 2:30 eftir.3. leikhluti | 61-57: Um leið og ég sagði að varnarleikurinn mætti batna þá varði Usher skot stórglæsilega, heimamenn náðu hinsvegar ekki að nýta það. 4mín eftir.3. leikhluti | 61-54: Liðin eru að skiptast á körfum og hentar það heimamönnum prýðilega þessa stundina. Varnarleikur liðanna mætti batna annars er leikurinn í jafnvægi. 5:03 eftir.3. leikhluti | 54-49: Liðin skiptast á körfum og Keflvíkingar halda forskoti sínu í fimm stigum. Dómararnir eru að leyfa dálítið mikinn slátt, það heyrast reglulega smellir í skinni en ekkert flaut. Það er í fínu lagi. 6:25 eftir.3. leikhluti | 50-47: Það var eitthvað vesen á stigatöflunni þannig að Stólarnir voru með tveimur stigum meira en ég sagði frá í hálfleik. Tindastóll hefur byrjað betur í seinni hálfleik og munurinn er kominn niður í þrjú stig. 7:11 eftir.3. leikhluti | 48-42: Keflvíkingar eru fyrri á blaðið en Stólarnir voru fljótir að svar fyrir sig. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 45-38: Liðin hafa fengið messuna frá þjálfurum sínum og leikurinn er hafinn aftur. 9:59 eftir.2. leikhluti | 45-38: Hálfleikur. Tindastóll náði að skora en Keflvíkingar fengu seinasta skotið sem geigaði. Fínn leikur í gangi í Keflavík sem hefur verið kaflaskiptur.2. leikhluti | 45-36: Leikhlé þegar 10 sek. eru eftir. Gestirnir bættu við stigi af vítalínunni áður en þeir stálu boltanum og komust aftur á vítalínuna. Þá kom stig í viðbót en gestirnir náðu sóknarfrákastinu og ætla að ræða málin hvernig best er að nýta seinustu sóknina.2. leikhluti | 45-34: Heimamenn pressa þessa stundina og eru að ná að hafa hönd á boltum og ná að vinna þá. 1 mín. eftir.2. leikhluti | 43-34: Þá er skipst á körfum aftur. Leikurinn er búinn að hægjast aðeins en bæði lið eru að spila fínan varnarleik. 2:19 eftir.2. leikhluti | 40-30: Stólarnir komast loksins á blað eftir nærrum því fjórar mínútur án körfu. Bæði lið tapa síðan boltanum. 3:36 eftir.2. leikhluti | 40-28: Svæðisvörn heimamanna virkar ágætlega þessa stundina, gestirnir rata allavega ekki að körfunni. Gunnar Einarsson bætti við þremur stigum og leikhlé er tekið þegar 4:25 eru eftir.2. leikhluti | 37-28: Tvær körfulausar mínútur, leikurinn er hraður og mikil harka. Síðan er dæmd óíþróttamannsleg villa á Stólana. Dupree fer á línuna og setur niður annað vítið. 5:15 eftir.2. leikhluti | 36-28: Liðin hafa skipst á að skora og er mikið fjör í þessum leik. Keflvíkingar ná að halda gestunum átta stigum frá sér. 7:20 eftir.2. leikhluti | 28-22: Annar leikhluti er byrjaður og heimamenn áttu fyrstu sókn, þeir náðu sóknarfrákasti eftir að skot geigaði og Arnar Jónsson negldi síðan niður þrist. 9:37 eftir.1. leikhluti | 25-22: Fyrsta leikhluta er lokið. Smá netvandræði á blaðamanni. Leikhlé sem að Keflvíkingar tóku hafði tilætluð áhrif og komust þeir aftur yfir og náðu að halda forskotinu. Vörn heimamanna hertist til muna og fundu þeir körfuna auðveldar heldur en þegar Tindastóll tók 10-0 sprettinn sinn.1. leikhluti | 16-18: Gestirnir eiga næstu tíu stig, þar á meðal hörkutroðslu frá Dempsey. Tindastóll læsir vörn sinni og búnir að stela nokkrum boltum. Siggi Ingimundar er ekki sáttur með stöðun o0g tekur leikhlé þegar 3:18 eru eftir.1. leikhluti | 16-8: Sprettur Keflvíkinga komst í 14-1 áður en gestirnir skoruðu utan af velli. Usher tók það hinsvegar ekki í mól og negldi niður þrist. 5 mín eftir.1. leikhluti | 10-6: heimamenn hafa skorað 10 stig á móti einu stigi heimamann undanfarin andartök og eru komnir í fjögurra stiga forskot. 6:15 eftir.1. leikhluti | 5-5: Það tók heimamenn tvær mínútur að skora fyrstu körfuna, Usher með þrist. Usher jafnaði síðan metin hálfri mínútur seinna. 7:30 eftir.1. leikhluti | 0-5: Stólarnir voru fyrri á blað og hafa síðan bætt við þremur stigum. Heimamenn eiga erfitt með að finna leiðina ofan í körfuna á fyrstu mínútunum. 8:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Í síðustu umferð tóku Tindastóll á móti Fjölni á Sauðárkróki og unnu þeir þann leik örugglega með 20 stigum, 103-83. Keflvíkingar gripu hinsvegar í tómt í Breiðholtinu þegar þeir töpuðu með tveimur stigum fyrir ÍR-ingum í spennuleik sem réðst á seinustu sekúndum leiksins, 78-76.Fyrir leik: Með sigri í kvöld tekur Tindastóll allan vafa af um að vera með í úrslitakeppninni, það er enn hinn klassíski og stórskemmtilegi stærðfræðilegi möguleiki á að liðið í 9. sæti nái Tindastól að stigum.Fyrir leik: Það er því ekki einungis um hefnd fyrir Keflvíkinga að ræða í kvöld, heldur er þetta mjög mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Heimamenn eru eitt þriggja liða sem hafa 16 stig í 7. til 9. sæti en svo eru næstu tvö lið í sætum fimm og sex með 18 stig. Hún er því ansi hörð baráttan um seinustu sætin í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram í Síkinu í nóvember síðastliðnum og er skemmst að segja frá því að Tindastóll fór illa með Keflvíkinga í þeim leik. Leikar enduðu 97-74 fyrir Tindastól og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu sé tekið mið af gangi leiksins.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Tindastóls lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tindastóll gerði heldur betur góða ferð til Keflavíkur í kvöld þar sem þeir náðu í tvö stig gegn Keflvíkingum. Leikurinn var kaflaskiptur mjög en það voru Stólarnir sem áttu betri leikkafla í seinni hálfleik sem skilaði þeim sigrinum. Leikar enduðu 93-104 fyrir Tindastól. Fyrsti leikhluti einkenndist af sprettum sem bæði lið komust á. Stólarnir skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en Keflvíkingar komust þá á sprett sem endaði 14-1. Þá var komið að Tindastól að komast á sprett og áttu þeir næstu tíu stig án þess að Keflvíkingar næðu að svara og komust þá yfir í 16-18. Keflvíkingar tóku leikhlé sem hafði tilætluð áhrif þar sem varnarleikur þeirra skánaði og komust þeir yfir og héldu þeir forskotinu í leikhléinu á milli fjórðunga, 25-22. Liðin skiptust á körfum í byrjun annars fjórðungs en á kafla var mikið frost í skotum liðanna. Keflvíkingar voru körfulausir í tvær mínútur en Stólarnir settu ekki niður skot utan af velli í tæpar þrjár. Þar með juku heimamenn muninn í 11 stig mest en gestirnir enduðu hálfleikinn betur og skoruðu seinustu fjögur stig hálfleiksins og minnkuðu muninn í sjö stig, 45-38. Atkvæðamestir voru þeir Davon Usher með 10 stig fyrir heimamenn og Myron Dempsey með níu stig fyrir gestina. Leikurinn var í mjög miklu jafnvægi á fyrstu mínútum seinni hálfleiks og skiptust liðin á að skora fyrri helming þriðja leikhluta. Þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af fjórðungnum komust gestirnir á góðann sprett og jöfnuðu metin í 63-63 en heimamenn svöruðu með fimm stigum í röð og náðu að halda forskoti þangað til flautað var til hlés milli fjórðunga. Staðan var 73-70 fyrir heimamenn. Tindastóll kom miklu sterkar út í fjórða leikhluta, voru snöggir að jafna metin með þriggja stiga körfu og komust síðan á góðann sprett þar sem Keflvíkingum var meinaður aðgangur að körfunni og svæðisvörn Keflvíkinga var leyst mjög auðveldlega. Tindastóll komst með þessum kafla mest níu stigum yfir þegar fjórar mínútur lifðu af leiknum og fór restin af leiknum í að spila skynsamlega og sigla sigrinum heim. Það tókst þeim með ágætum og endaði leikurinn með 11 stiga sigri gestanna 93-104. Þeir mega þakka því að hafa náð að leysa svæðisvörn Keflvíkinga með auðveldum hætti og þannig fengið frí þriggja stiga skot sem rötuðu ofan fyrir. Tindastóll styrkir þar með stöðu sína í öðru sæti deildarinnar enn frekar og eru þeir komnir með 28 stig þegar fjórir leikir eru efir af deildinni. Keflvíkingar eru hinsvegar dottnir niður í 9. sæti og því fyrir utan úrslitakeppni eins og staðan er núna, það fer hver að verða seinastur að koma sér í góða stöðu fyrir lok deildarinnar. Stigahæstir voru þeir Davon Usher hjá Keflavík með 21 stig en hjá Tindastól skilaði Myron Dempsey 23 stigum.Þröstur Leó Jóhannsson: Þurfum að skila í seinustu leikjunum Þröstur var játti því hálfpartinn þegar blaðamaður spurði hann hvort að varnarleikur heimamanna hefði kostað þá leikinn fyrr í kvöld. „Já svona bæði og, við spiluðum flotta vörn framan af á móti mjög góðu liði Tindastóls. Þeir eru fyrir löngu búnir að sanna sig í deildinni. Við náðum að halda þeim frá sínum uppáhaldsskotum og þegar þeir fengu þau þá voru þau ekki að detta fyrir þá. Þeir eiga bara hrós skilið að halda dampi og taka þetta í seinni hálfleik.“ Þröstur var því næst spurður að því hvað Keflavík þyrfti að gera til að tryggja inn í úrslitakeppnina en það er ansi lítið eftir af mótinu. „Við þurfum að skila að lágmarki þremur sigurleikjum af þessum seinustu leikjum en við förum náttúrulega í hvern einasta leik til að vinna hann. Eins og þú sást hér þá börðust við mjög vel framan af og það voru greinileg batamerki á okkar leik.“Israel Martin: Tökum einn leik fyrir í einu en það er hlutverk leikmanna að koma okkur í úrslitakeppni „Keflvíkingar voru særðir náttúrulega eftir síðustu leiki og sýndu það í dag að þeir vildu vinna þennan leik og börðust betur en við framan af. Ég náði lítið að skoða Keflvíkinga fyrir þennan leik en við lásum þá vel í seinni hálfleik og hreyfðum boltann vel og spiluðum sem liðheild í sókninni í seinni hálfleik. Við leyfðum þeim samt sem áður að skora of mikið“, sagði þjálfari Tindastóls eftir sigur sinna manna í Keflavík. „Ég er mjög ánægður með leikinn því þessi völlur er erfiður heim að sækja og Keflavík er með gott lið með reyndum leikmönnum. Þetta er því mjög sterkur sigur fyrir okkur þannig að allir mínir menn eiga hrós skilið í kvöld.“ Það er orðið alveg gulltryggt að Tindastóll verði með í úrslitakeppninni í vor og var Israel spurður út í þá staðreynd. „Ég spái mjög lítið í framtíðinni, ég tek einn leik fyrir í einu og núna er komið smá frí vegna bikarúrslitanna og eigum við síðan erfiðan leik heima. Þannig að við spáum lítið í það hvort við séum öruggir í úrslitakeppni. Það er hlutverk leikmannana að koma okkur þangað og er ég ekkert að reikna það út hvernig staðan er.“Leiklýsing: Keflavík - Tindastóll4. leikhluti | 93-104: Leiknum er lokið með góðum sigri Tindastóls. Góður seinni hálfleikur skilaði þessum sigri.4. leikhluti | 88-100: Varnarleikur beggja liða er ekki búinn að vera upp á marga fiska núna. 12 stiga munur fyrir gestina og aftur var það þristur sem rataði í körfuna hjá þeim. Þeir eru að sigla þessum stigum heim. 1:06 eftir.4. leikhluti | 83-94: Skipst á körfum og nú hentar það Tindastóli betur. Seinasta karfa þeirra var enn einn þristurinn en þeir eru búnir að vera ófáir ofan í undanfarið. 2:18 eftir.4. leikhluti | 80-89: Þrátt fyrir meiri ákafa í svæðisvörn heimamanna ná gestirnir að leysa hana og skora þriggja stiga körfu. Damon Johnson fer síðan í þriggja stiga skot en það er brotið á honum. Þrjú víti og fara þau öll ofan í. 3:25 eftir.4. leikhluti | 77-86: Þristur frá gestnum og munurinn er kominn í níu stig, það gengur hinsvegar ekkert hjá heimamönnum. Þeir ná varla skoti á körfuna, klaufagangur er að kosta þá boltann í fjórða fjórðung. Leikhlé tekið þegar 3:59 eru eftir.4. leikhluti | 77-83: Stólarnir hafa undanfarin andartök verið að leysa svæðisvörn heimamanna mjög auðveldlega og hirða síðan sóknarfráköst ef skotin utan af velli geiga. Það er rándýrt í spennandi leik. 4:49 eftir.4. leikhluti | 76-80: Skipst er á körfum en seinustu stig Stólanna komu fyrir utan þriggja stiga línuna og er því fjögurra stiga munur Tindastól í vil þegar 6:20 eru eftir.4. leikhluti | 73-75: Gestirni eru komnir yfir, Dempsey var að leggja boltann í körfuna en heimamenn eru búnir að vera ískaldir á fyrstu tveimur mínútum síðasta fjórðungs. 8 mín. eftir.4. leikhluti | 73-73: Seinasti leikhlutinn er hafinn og hafa Stólarnir jafnað metin með þriggja stiga körfu. 8:55 eftir.3. leikhluti | 73-70: Leikhlutanum er lokið Keflavík átti seinasta stgið og halda inn í fjórða leikhluta með þriggja stiga forskot.3. leikhluti | 71-70: Stólarnir setja niður fjögur stig í röð og munurinn er eitt stig þegar hálf mínúta er eftir.3. leikhluti | 71-66: Keflvíkingar skoruðu en það var dæmd villa á Stólana þannig að Gunnar Einarsson fékk tvö víti en skoraði bara úr öðru þeirra. 1:37 eftir.3. leikhluti | 68-66: Tindastóll nær sóknarfrákasti eftir víti sem geigar og ná að skora og koma muninum niður í þrjú stig aftur. 1:58 eftir.3. leikhluti | 68-63: Fimm snögg stig í röð frá Keflavík og koma þeir muninum aftur í fimm stig. 2:03 eftir.3. leikhluti | 63-63: Þrír þristar með skömmu millibili frá tindastól og staðan er orðin jöfn. 2:30 eftir.3. leikhluti | 61-57: Um leið og ég sagði að varnarleikurinn mætti batna þá varði Usher skot stórglæsilega, heimamenn náðu hinsvegar ekki að nýta það. 4mín eftir.3. leikhluti | 61-54: Liðin eru að skiptast á körfum og hentar það heimamönnum prýðilega þessa stundina. Varnarleikur liðanna mætti batna annars er leikurinn í jafnvægi. 5:03 eftir.3. leikhluti | 54-49: Liðin skiptast á körfum og Keflvíkingar halda forskoti sínu í fimm stigum. Dómararnir eru að leyfa dálítið mikinn slátt, það heyrast reglulega smellir í skinni en ekkert flaut. Það er í fínu lagi. 6:25 eftir.3. leikhluti | 50-47: Það var eitthvað vesen á stigatöflunni þannig að Stólarnir voru með tveimur stigum meira en ég sagði frá í hálfleik. Tindastóll hefur byrjað betur í seinni hálfleik og munurinn er kominn niður í þrjú stig. 7:11 eftir.3. leikhluti | 48-42: Keflvíkingar eru fyrri á blaðið en Stólarnir voru fljótir að svar fyrir sig. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 45-38: Liðin hafa fengið messuna frá þjálfurum sínum og leikurinn er hafinn aftur. 9:59 eftir.2. leikhluti | 45-38: Hálfleikur. Tindastóll náði að skora en Keflvíkingar fengu seinasta skotið sem geigaði. Fínn leikur í gangi í Keflavík sem hefur verið kaflaskiptur.2. leikhluti | 45-36: Leikhlé þegar 10 sek. eru eftir. Gestirnir bættu við stigi af vítalínunni áður en þeir stálu boltanum og komust aftur á vítalínuna. Þá kom stig í viðbót en gestirnir náðu sóknarfrákastinu og ætla að ræða málin hvernig best er að nýta seinustu sóknina.2. leikhluti | 45-34: Heimamenn pressa þessa stundina og eru að ná að hafa hönd á boltum og ná að vinna þá. 1 mín. eftir.2. leikhluti | 43-34: Þá er skipst á körfum aftur. Leikurinn er búinn að hægjast aðeins en bæði lið eru að spila fínan varnarleik. 2:19 eftir.2. leikhluti | 40-30: Stólarnir komast loksins á blað eftir nærrum því fjórar mínútur án körfu. Bæði lið tapa síðan boltanum. 3:36 eftir.2. leikhluti | 40-28: Svæðisvörn heimamanna virkar ágætlega þessa stundina, gestirnir rata allavega ekki að körfunni. Gunnar Einarsson bætti við þremur stigum og leikhlé er tekið þegar 4:25 eru eftir.2. leikhluti | 37-28: Tvær körfulausar mínútur, leikurinn er hraður og mikil harka. Síðan er dæmd óíþróttamannsleg villa á Stólana. Dupree fer á línuna og setur niður annað vítið. 5:15 eftir.2. leikhluti | 36-28: Liðin hafa skipst á að skora og er mikið fjör í þessum leik. Keflvíkingar ná að halda gestunum átta stigum frá sér. 7:20 eftir.2. leikhluti | 28-22: Annar leikhluti er byrjaður og heimamenn áttu fyrstu sókn, þeir náðu sóknarfrákasti eftir að skot geigaði og Arnar Jónsson negldi síðan niður þrist. 9:37 eftir.1. leikhluti | 25-22: Fyrsta leikhluta er lokið. Smá netvandræði á blaðamanni. Leikhlé sem að Keflvíkingar tóku hafði tilætluð áhrif og komust þeir aftur yfir og náðu að halda forskotinu. Vörn heimamanna hertist til muna og fundu þeir körfuna auðveldar heldur en þegar Tindastóll tók 10-0 sprettinn sinn.1. leikhluti | 16-18: Gestirnir eiga næstu tíu stig, þar á meðal hörkutroðslu frá Dempsey. Tindastóll læsir vörn sinni og búnir að stela nokkrum boltum. Siggi Ingimundar er ekki sáttur með stöðun o0g tekur leikhlé þegar 3:18 eru eftir.1. leikhluti | 16-8: Sprettur Keflvíkinga komst í 14-1 áður en gestirnir skoruðu utan af velli. Usher tók það hinsvegar ekki í mól og negldi niður þrist. 5 mín eftir.1. leikhluti | 10-6: heimamenn hafa skorað 10 stig á móti einu stigi heimamann undanfarin andartök og eru komnir í fjögurra stiga forskot. 6:15 eftir.1. leikhluti | 5-5: Það tók heimamenn tvær mínútur að skora fyrstu körfuna, Usher með þrist. Usher jafnaði síðan metin hálfri mínútur seinna. 7:30 eftir.1. leikhluti | 0-5: Stólarnir voru fyrri á blað og hafa síðan bætt við þremur stigum. Heimamenn eiga erfitt með að finna leiðina ofan í körfuna á fyrstu mínútunum. 8:30 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byrjaður og það eru gestirnir sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Í síðustu umferð tóku Tindastóll á móti Fjölni á Sauðárkróki og unnu þeir þann leik örugglega með 20 stigum, 103-83. Keflvíkingar gripu hinsvegar í tómt í Breiðholtinu þegar þeir töpuðu með tveimur stigum fyrir ÍR-ingum í spennuleik sem réðst á seinustu sekúndum leiksins, 78-76.Fyrir leik: Með sigri í kvöld tekur Tindastóll allan vafa af um að vera með í úrslitakeppninni, það er enn hinn klassíski og stórskemmtilegi stærðfræðilegi möguleiki á að liðið í 9. sæti nái Tindastól að stigum.Fyrir leik: Það er því ekki einungis um hefnd fyrir Keflvíkinga að ræða í kvöld, heldur er þetta mjög mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Heimamenn eru eitt þriggja liða sem hafa 16 stig í 7. til 9. sæti en svo eru næstu tvö lið í sætum fimm og sex með 18 stig. Hún er því ansi hörð baráttan um seinustu sætin í úrslitakeppninni.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna í deildinni fór fram í Síkinu í nóvember síðastliðnum og er skemmst að segja frá því að Tindastóll fór illa með Keflvíkinga í þeim leik. Leikar enduðu 97-74 fyrir Tindastól og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu sé tekið mið af gangi leiksins.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Keflavíkur og Tindastóls lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira