Lífið

Myndaveisla: Dönsuðu gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vel á þriðja þúsund manns dansaði í Hörpu.
Vel á þriðja þúsund manns dansaði í Hörpu. vísir/ernir
Rúmlega 2500 konur, karlmenn og börn risu upp gegn kynbundnu ofbeldi í dag og tóku þátt í femínískri flóðbylgju um land allt í dag af tilefni alþjóðlega viðburðinum „Milljarður rís“.

„Krafturinn var ólýsanlegur, mætingin var vonum framar og stemningin ótrúleg. Það er magnað að sjá þennan fjölda fólks mæta með gleðina að vopni og dansa fyrir mannréttindum kvenna. Dagurinn var fullkominn, meira að segja sólin skein og heiðraði okkur með nærveru sinni,“ segir Hanna Eiríksdóttir starfandi framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.

Um heim allan eða í rúmlega 200 löndum tóku manneskjur af báðum kynjum á öllum aldri þátt og dönsuðu gegn ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Harpa var stútfull af dansandi fólki á öllum aldri en um 1500 manns mættu og rúmlega 1000 manns dönsuðu í Hofi Akureyri, Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði, Menntaskólanum á Ísafirði, íþróttahúsi Neskaupsstaðar og Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Allsstaðar mætti fólk í baráttuhug með dansinn að vopni gegn kynbundnu ofbeldi.

Boðið var upp á dagskrá með óvæntum uppákomum í Hörpu. Saga Garðarsdóttir, leikkona var kynnir og leiddi fjöldann í dansíókí, DJ Margeir náði upp þvílíkri stemningu af sinni alkunnu snilld auk þess sem Daníel Ágúst steig á stokk ásamt söngkonunni Ásdísi Maríu. Konfettí-bombur kórónuðu svo partýið í lokalaginu og baráttudansarar gengu skælbrosandi inn í helgina.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna.

vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir

Milljarður rís í Hörpu

Öllum landsmönnum er boðið að dansa gegn kynbundnu ofbeldi í Hörpu í hádeginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×