Lífið

Á blindu stefnumóti með áhættuökumanni

Atli Ísleifsson skrifar
Karlmennirnir komast að lokum að því að konan er í raun áhættuökumaður.
Karlmennirnir komast að lokum að því að konan er í raun áhættuökumaður.
Strákarnir halda að þeir séu á blindu stefnumóti með konu sem er nýflutt í hverfið og kann ekki almennilega að keyra beinskiptan bíl.

Þegar konan þreytist á sögum þeirra og spurningum um hvort þeir eigi ekki að setjast undir stýri sýnir hún hins vegar mönnunum sitt rétta sjálf og fer með þá í bílferð sem þeir munu seint gleyma.

Um er að ræða auglýsingu hjá Ford til að kynna nýjan Mustang-bíl framleiðandans þar sem földum myndavélum hefur verið komið fyrir til að fanga viðbrögð mannanna þegar þeir komast að því að konan starfar í raun sem áhættuökumaður.

Sjá má auglýsinguna að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×