Niðurstaðan kom saksóknara ekki á óvart Hjörtur Hjartarson skrifar 12. febrúar 2015 19:30 Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Hæstiréttur sakfelldi í dag fjóra fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vegna brota í Al Thani málinu svokallaða. Saksóknari telur að dómurinn sé fordæmisgefandi í svipuðum málum sem eru til meðferðar hjá Sérstökum saksóknara. Allir hinna ákærðu voru dæmdir til óskilorðisbundinnar fangelsivistar fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun. Refsing Hreiðars Márs Sigurðssonar er óbreytt frá því í héraði, fimm og hálfs árs fangelsi. Dómurinn yfir Sigurði Einarssyni var mildaður úr í fimm ár í fjögur. Refsing Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar var þyngd um eitt ár, úr þremur og hálfu ári í fjögur og hálft ár. Enginn sakborninganna var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í dag. Málið er eitt það umsvifamesta sem embætti sérstaks saksóknar hefur rekið. Í grófum dráttum snýst það um kaup sjeiksins Mohammed Al Thani frá Katar á fimm komma núll eitt prósenta hlut í Kaupþingi, rétt fyrir hrun. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið en Al Thani gekkst í persónulega ábyrgð fyrir helmingi upphæðarinnar. Ekkert fjármagn kom því inn í bankann og ekkert fór út úr honum. Með þessu taldi ákæruvaldið að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til styrkja stöðu bankans út á við án þess að raunveruleg innspýting á fjármagni lægi þar að baki. Þá hafi viðskiptin valdið bankanum mikilli fjártjónshættu. Sakborningar neituðu þessum ásökunum og bentu á að sjeikinn hefði greitt þrotabúi Kaupþings þrjá og hálfan milljarð króna. Þar með væru rök saksóknara um að viðskiptin hafi skaðað bankann að engu orðin.Björn Þorvaldsson, saksóknariMálið hefur verið til umfjöllunar hjá dómstólum undanfarin ár og var endapunkturinn settur í Hæstarétti í dag. Björn Þorvaldsson, saksóknarinn í málinu segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. „Ég er auðvitað ekki búinn að lesa dóminn eftir að því er lokið er hægt að ráða í forsendur dómsins. En refsingarnar benda til að þetta sé algjörlega eins og lagt var upp með,“ segir Björn.„Telur þú að þessi dómur breytir einhverju varðandi önnur mál sem þið eruð með til meðferðar?“ „Það er mjög erfitt að segja. Aftur, ég verð að lesa dóminn og átta mig á því en ég hugsa að svo hljóti að vera. Þetta hlýtur að hafa fordæmisgildi í svipuðum málum sem við höfum til meðferðar nú.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira