Innlent

Al-Thani dómurinn í samræmi við væntingar saksóknara

Birgir Olgeirsson skrifar
Dómur héraðsdóms staðfestur að mestu leyti.
Dómur héraðsdóms staðfestur að mestu leyti. Vísir/Aðalsteinn
Björn Þorvaldsson saksóknari segir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands í Al-Thani málinu nokkurn veginn eftir því sem hann hafði vonast eftir. Hæstiréttur staðfesti fimm og hálfs árs fangelsisdóm yfir Hreiðari Má Sigurðssyni, mildaði dóm yfir Sigurðu Einarssyni og þyngdi dóma yfir Ólafi Ólafssyni og Magnúsi Guðmundssyni í fjögur og hálft ár.

„Í Hæstarétti var krafist þyngingar á refsingum. Það er fallist á það hvað varðar ákærða Ólaf og ákærða Magnús. Það lá fyrir þessi héraðsdómur þar sem allir voru sakfelldir þannig að hann virðist vera staðfestur að mestu leyti, þyngt á tvo, mildað á einn,“ sagði Björn að lokinni dómsuppkvaðiningu í Hæstarétti.

Embætti sérstaks saksóknara er enn með nokkur efnahagsbrotamál á sinni könnu og hann segir þennan dóm geta haft áhrif á niðurstöðu þeirra. „Gæti gert það, á eftir að lesa dóminn fyrst. Kemur í ljós,“ sagði Björn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×