Lífið

Teiknimyndir frá tíunda áratugnum: Þekkir þú barnaefnið?

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hvaða teiknimyndir eru nú þetta?
Hvaða teiknimyndir eru nú þetta?
Eflaust eru margir búnir að gleyma teiknimyndunum sem þeir horfðu á nývaknaðir á laugardagsmorgni á tíunda áratug síðustu aldar. Þá þótti mörgum notalegt að skella morgunkorni í skál og drekka mjólk úr mjólkurbikar.

Til þess að hrista upp í minni lesenda ákváðum við á Vísi að hlaða í litla getraun, sem er auðvitað bara til gamans gerð. Hér eru örstutt brot úr gömlum teiknimyndum, með smávægilegum vísbendingum meðfylgjandi.

Fyrst byrjum við á teiknimynd sem fjallaði um einhvern sem átti ógurlega ætt en sjálfur var hann alltof ljúfur.



Því næst vindum við okkur yfir í knattspyrnuhetju sem náði ótrúlegum árangri. Athygli vakti að menn voru yfirleitt um fimmtán mínútur að hlaupa upp völlinn, þegar þeir sóttu.



Eflaust munu margir giska rétt á þessa og því vísbendingar jafnvel óþarfar.



Þessi krúttlegu bangsar hegðuðu sér svolítið eins og hippar; dældu endalausri ást út í kosmósið.



Þessi lögreglumaður var ansi frægur. Ef hann hefði ekki farið í lögregluna hefði hann væntanlega rekið raftækjaverslun.



Svör óskast í athugasemdakerfinu hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×