Sagt að svara símtali frá Byko daginn eftir því það ætti eftir að hækka verðið Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2015 11:26 Mennirnir tólf eru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Vísir Verðkannari hjá Húsasmiðjunni lýsti samskiptum sínum við kollega hjá Byko þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur tólf starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í morgun. Aðalmeðferðin hófst í gær en hún átti upphaflega að fara fram í Héraðsdómi Reykjaness en var færð í Héraðsdóm Reykjavíkur vegna fjölda sakborninga og verjenda. Þá voru þrettán upphaflega ákærðir en ákæru á hendur tvítugum starfsmanni Húsasmiðjunnar var vísað frá á dögunum. Mennirnir tólf eru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Gögn sérstaks saksóknara telja um 5000 blaðsíður en stór hluti þeirra eru símtöl og tölvupóstssamskipti mannanna. Rannsókn stóð yfir í um þrjú ár áður en ákæra var gefin út í maí í fyrra. Málið er athyglisvert fyrir þær sakir að um refsimál er að ræða á hendur mönnum tólf. Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi vegna verðsamráðs. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu hins vegar frá vegna annmarka í ákæru. Meint brot áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sagði símtölin ekki hafa neina þýðingu fyrir sig Sá fyrsti sem var kallaður til vitnis í morgun sá um verðkannanir hjá Húsasmiðjunni en hann er ákærður fyrir að hafa skipst á verðum við starfsmann Byko í gegnum síma. Hann færði upplýsingar um verð hjá samkeppnisaðilanum inn í nýtt verðkönnunarkerfi hjá Húsasmiðjunni sem tengdist viðskiptakerfinu. Hann sagðist hafa sótt allar upplýsingar um verð frá Byko af heimasíðu fyrirtækisins. Þær upplýsingar sagðist hann hafa sett upp í Excel-skjal sem hann færði inn í verðkönnunarkerfið. Saksóknari vísaði í símtöl sem verðkannarinn hjá Húsasmiðjunni átti við starfsmann Byko. Þar skiptust þeir á verðum á 103–106 vörunúmerum. Verðkannari Húsasmiðjunnar sagði fyrir rétti að hann hefði ekki þurft á þessum símtölum að halda. Hann hefði fengið allar sínar upplýsingar um verð hjá Byko á heimsíðu fyrirtækisins. Hann sagðist hafa um fjórum sinnum hringt í starfsmann Byko og starfsmaður Byko hringt í hann á móti. Ef verð Byko voru ekki í samræmi við þær upplýsingar sem verðkannari Húsasmiðjunnar hafði spurði hann sérstaklega út í verðin á móti. Hann sagði þessi símtöl ekki hafa haft neina þýðingu fyrir sig. „Hvers vegna ég gerði það, því get ég ekki svarað. Ef varð breyting sem var á listanum þá greip ég það. Þá gat ég ,ef tilefni var til, sótt mér nýja skrá.,” sagði verðkannarinn. „Símtalið okkar á milli í kringum þessi 106 vörunúmer tók 40 mínútur við vorum ekki að ræða neitt nema verð á þeim tíma.” Hann sagðist hafa talið þetta eðlilegt enda gæfi hann viðskiptavinum upp verð. „Þannig að ég taldi þetta eðlilegt og þessar upplýsingar lágu fyrir.”Úr þingsal í morgun eftir að málinu var frestað í dag.Vísir/Vilhelm„Mér fannst þetta ekkert erfitt“ Við rannsókn málsins hleraði embætti sérstaks saksóknara síma ákærðu og var eitt slíkt símtal spilað í réttarsal í morgun. Var það samtal á milli verðkannarans og yfirmanns hans. Símtalið hófst á því að yfirmaðurinn hringir í 118 og biður um símanúmer verðkannarans. Saksóknari ákvað þá að fara inn í mitt símtalið en þar spurði yfirmaðurinn hvernig verðkannaranum liði. „Mér fannst þetta ekkert erfitt,” sagði verðkannarinn og lagði yfirmaðurinn áherslu á að verðkannarinnar hefði ekki framið ólöglegan verknað. Hann hefði einfaldlega kannað verð samkeppnisaðila á netinu og einnig með símtöl. „Þetta er ekki flóknara en það,” heyrðist í símtalinu. Verðkannarinn sagði embætti sérstaks saksóknara hafa tekið tölvuna af honum og síma og voru gögn afrituð á lögreglustöðinni. „Þetta er alveg ótrúleg ákæra. Alveg makalaus,” sagði yfirmaðurinn við undirmann sinn. „Var hann ekki að reyna að pumpa þig að þetta væri verðsamráð,” spurði yfirmaðurinn verðkannarann sem sagði stafsmann Byko hafa hringt í sig vegna verðs. Verðkannarinn tók fram í símtalinu hleraða að hann hefði ekki þurft á upplýsingum að halda um verð í gegnum þessi símtöl því þau hefðu verið aðgengileg á netinu. Þá var einnig spiluð upptaka vörustjóra timburs hjá Húsasmiðjunni við verðkannarann. Vörustjórinn sagði að ef starfsmaður Byko myndi hringja í hann þá ætti verðkannarinn að biðja starfsmann Byko að hringja sólarhring síðar því þeir hjá Húsasmiðjunni ættu eftir að hækka verðin. Verðkannarinn sagðist kannast við þetta símtal en sagðist aldrei hafa hringt í starfsmanna Byko vegna málsins og þá hefði starfsmaður Byko ekki hringt í hann. Saksóknari spurði verðkannarann hvort honum hefði þótt þessi bón eðlileg og sagði verðkannarinn svo ekki vera. „Ég gat bara ekki séð tilganginn fyrir mig að hringja í manninn og láta hann vita. Við vorum alltaf að tala um raunverð þegar við töluðum saman.”„Mér fannst þetta skrýtið“ Miðað við þau gögn sem embætti sérstaks saksóknara hefur undir höndum þá virðist verðkannarinn á einhverjum tímapunkti hafa spurst fyrir hvort þessi aðferð við verðkannanir væri löglega en það átti sér stað áður en hann hóf störf við verðkannanir hjá Húsasmiðjunni. Þá hafði hann fengið veður af því að skipst væri á verðum á milli Húsasmiðjunnar og Byko. „Mér fannst þetta skrýtið,” sagði verðkannarinn þegar þetta var borið undir hann og sagði hafa velt því fyrir sér hvort þetta væri löglegt. „En ég hafði engar forsendur fyrir því. Ég gerði ekkert við það í sjálfur sér. Fylgdi því ekkert eftir eða spurði einskis.” Hann segist ekki hafa fengið neinar reglur eða leiðbeiningar frá yfirmönnum sínum og segist ekki hafa litið á verðupplýsingar ann sagðist hafa verið á föstum mánaðarlaunum, ekki fengið nein hlunnindi önnur en aðgang að farsíma. Hann segist ekki hafa litið að verðupplýsingar hjá Húsasmiðjunni sem trúnaðarupplýsingar og taldi sér skylt að veita upplýsingar um gildandi verð. Hann sagðist engar heimildir hafa til að breyta verðum hjá Húsasmiðjunni án samráðs við vörustjóra og þá segist hann ekki hafa skipt sér af framlegð.Óskemmtileg lífsreynsla Hann sagði þetta mál hafa haft mikil áhrif á sig. Hann sagði að liðið hafi verið á seinni ár starfsævi sinnar og þá hefði hann einn góðan veðurdag verið leiddur út úr Húsasmiðjunni, handtekinn og yfirheyrður vegna þessa máls í kjölfarið. „Það er ekki skemmtileg lífsreynsla,” sagði verðkannarinn sem sagði þetta hafa gerst tvisvar vegna málsins. Tveimur árum síðar var hann boðaður til yfirheyrslu vegna málsins sem stóð yfir í tíu klukkutíma. „Mér fannst það hafa mjög slæm áhrif á mig. Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist.” Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Hæstiréttur staðfestir frávísun á ákæru í verðsamráðsmálinu Ekki lá fyrir kæra frá Samkeppniseftirlitinu 9. janúar 2015 16:56 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verðkannari hjá Húsasmiðjunni lýsti samskiptum sínum við kollega hjá Byko þegar aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur tólf starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins var framhaldið í morgun. Aðalmeðferðin hófst í gær en hún átti upphaflega að fara fram í Héraðsdómi Reykjaness en var færð í Héraðsdóm Reykjavíkur vegna fjölda sakborninga og verjenda. Þá voru þrettán upphaflega ákærðir en ákæru á hendur tvítugum starfsmanni Húsasmiðjunnar var vísað frá á dögunum. Mennirnir tólf eru sakaðir um að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Gögn sérstaks saksóknara telja um 5000 blaðsíður en stór hluti þeirra eru símtöl og tölvupóstssamskipti mannanna. Rannsókn stóð yfir í um þrjú ár áður en ákæra var gefin út í maí í fyrra. Málið er athyglisvert fyrir þær sakir að um refsimál er að ræða á hendur mönnum tólf. Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi vegna verðsamráðs. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu hins vegar frá vegna annmarka í ákæru. Meint brot áttu sér stað á tímabilinu 13. september 2010 til 3. mars 2011 með skipulagðri upplýsingagjöf um verð og tilboðskjör sérgreindra grófvörutegunda, einkum bygginga- og timburvara, í símtölum milli starfsmanna fyrirtækjanna sem var til þess fallin að hafa áhrif á verð, afslætti, álagningu og önnur viðskiptakjör innan umræddra fyrirtækja. Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.Sagði símtölin ekki hafa neina þýðingu fyrir sig Sá fyrsti sem var kallaður til vitnis í morgun sá um verðkannanir hjá Húsasmiðjunni en hann er ákærður fyrir að hafa skipst á verðum við starfsmann Byko í gegnum síma. Hann færði upplýsingar um verð hjá samkeppnisaðilanum inn í nýtt verðkönnunarkerfi hjá Húsasmiðjunni sem tengdist viðskiptakerfinu. Hann sagðist hafa sótt allar upplýsingar um verð frá Byko af heimasíðu fyrirtækisins. Þær upplýsingar sagðist hann hafa sett upp í Excel-skjal sem hann færði inn í verðkönnunarkerfið. Saksóknari vísaði í símtöl sem verðkannarinn hjá Húsasmiðjunni átti við starfsmann Byko. Þar skiptust þeir á verðum á 103–106 vörunúmerum. Verðkannari Húsasmiðjunnar sagði fyrir rétti að hann hefði ekki þurft á þessum símtölum að halda. Hann hefði fengið allar sínar upplýsingar um verð hjá Byko á heimsíðu fyrirtækisins. Hann sagðist hafa um fjórum sinnum hringt í starfsmann Byko og starfsmaður Byko hringt í hann á móti. Ef verð Byko voru ekki í samræmi við þær upplýsingar sem verðkannari Húsasmiðjunnar hafði spurði hann sérstaklega út í verðin á móti. Hann sagði þessi símtöl ekki hafa haft neina þýðingu fyrir sig. „Hvers vegna ég gerði það, því get ég ekki svarað. Ef varð breyting sem var á listanum þá greip ég það. Þá gat ég ,ef tilefni var til, sótt mér nýja skrá.,” sagði verðkannarinn. „Símtalið okkar á milli í kringum þessi 106 vörunúmer tók 40 mínútur við vorum ekki að ræða neitt nema verð á þeim tíma.” Hann sagðist hafa talið þetta eðlilegt enda gæfi hann viðskiptavinum upp verð. „Þannig að ég taldi þetta eðlilegt og þessar upplýsingar lágu fyrir.”Úr þingsal í morgun eftir að málinu var frestað í dag.Vísir/Vilhelm„Mér fannst þetta ekkert erfitt“ Við rannsókn málsins hleraði embætti sérstaks saksóknara síma ákærðu og var eitt slíkt símtal spilað í réttarsal í morgun. Var það samtal á milli verðkannarans og yfirmanns hans. Símtalið hófst á því að yfirmaðurinn hringir í 118 og biður um símanúmer verðkannarans. Saksóknari ákvað þá að fara inn í mitt símtalið en þar spurði yfirmaðurinn hvernig verðkannaranum liði. „Mér fannst þetta ekkert erfitt,” sagði verðkannarinn og lagði yfirmaðurinn áherslu á að verðkannarinnar hefði ekki framið ólöglegan verknað. Hann hefði einfaldlega kannað verð samkeppnisaðila á netinu og einnig með símtöl. „Þetta er ekki flóknara en það,” heyrðist í símtalinu. Verðkannarinn sagði embætti sérstaks saksóknara hafa tekið tölvuna af honum og síma og voru gögn afrituð á lögreglustöðinni. „Þetta er alveg ótrúleg ákæra. Alveg makalaus,” sagði yfirmaðurinn við undirmann sinn. „Var hann ekki að reyna að pumpa þig að þetta væri verðsamráð,” spurði yfirmaðurinn verðkannarann sem sagði stafsmann Byko hafa hringt í sig vegna verðs. Verðkannarinn tók fram í símtalinu hleraða að hann hefði ekki þurft á upplýsingum að halda um verð í gegnum þessi símtöl því þau hefðu verið aðgengileg á netinu. Þá var einnig spiluð upptaka vörustjóra timburs hjá Húsasmiðjunni við verðkannarann. Vörustjórinn sagði að ef starfsmaður Byko myndi hringja í hann þá ætti verðkannarinn að biðja starfsmann Byko að hringja sólarhring síðar því þeir hjá Húsasmiðjunni ættu eftir að hækka verðin. Verðkannarinn sagðist kannast við þetta símtal en sagðist aldrei hafa hringt í starfsmanna Byko vegna málsins og þá hefði starfsmaður Byko ekki hringt í hann. Saksóknari spurði verðkannarann hvort honum hefði þótt þessi bón eðlileg og sagði verðkannarinn svo ekki vera. „Ég gat bara ekki séð tilganginn fyrir mig að hringja í manninn og láta hann vita. Við vorum alltaf að tala um raunverð þegar við töluðum saman.”„Mér fannst þetta skrýtið“ Miðað við þau gögn sem embætti sérstaks saksóknara hefur undir höndum þá virðist verðkannarinn á einhverjum tímapunkti hafa spurst fyrir hvort þessi aðferð við verðkannanir væri löglega en það átti sér stað áður en hann hóf störf við verðkannanir hjá Húsasmiðjunni. Þá hafði hann fengið veður af því að skipst væri á verðum á milli Húsasmiðjunnar og Byko. „Mér fannst þetta skrýtið,” sagði verðkannarinn þegar þetta var borið undir hann og sagði hafa velt því fyrir sér hvort þetta væri löglegt. „En ég hafði engar forsendur fyrir því. Ég gerði ekkert við það í sjálfur sér. Fylgdi því ekkert eftir eða spurði einskis.” Hann segist ekki hafa fengið neinar reglur eða leiðbeiningar frá yfirmönnum sínum og segist ekki hafa litið á verðupplýsingar ann sagðist hafa verið á föstum mánaðarlaunum, ekki fengið nein hlunnindi önnur en aðgang að farsíma. Hann segist ekki hafa litið að verðupplýsingar hjá Húsasmiðjunni sem trúnaðarupplýsingar og taldi sér skylt að veita upplýsingar um gildandi verð. Hann sagðist engar heimildir hafa til að breyta verðum hjá Húsasmiðjunni án samráðs við vörustjóra og þá segist hann ekki hafa skipt sér af framlegð.Óskemmtileg lífsreynsla Hann sagði þetta mál hafa haft mikil áhrif á sig. Hann sagði að liðið hafi verið á seinni ár starfsævi sinnar og þá hefði hann einn góðan veðurdag verið leiddur út úr Húsasmiðjunni, handtekinn og yfirheyrður vegna þessa máls í kjölfarið. „Það er ekki skemmtileg lífsreynsla,” sagði verðkannarinn sem sagði þetta hafa gerst tvisvar vegna málsins. Tveimur árum síðar var hann boðaður til yfirheyrslu vegna málsins sem stóð yfir í tíu klukkutíma. „Mér fannst það hafa mjög slæm áhrif á mig. Þetta hefur líka áhrif á fjölskyldu manns þegar svona gerist.”
Tengdar fréttir Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00 Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30 Hæstiréttur staðfestir frávísun á ákæru í verðsamráðsmálinu Ekki lá fyrir kæra frá Samkeppniseftirlitinu 9. janúar 2015 16:56 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum. 8. maí 2014 07:00
Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð "Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“ 7. maí 2014 19:30
Hæstiréttur staðfestir frávísun á ákæru í verðsamráðsmálinu Ekki lá fyrir kæra frá Samkeppniseftirlitinu 9. janúar 2015 16:56
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06