Fjalla um börn í lestrarvanda og í áhættu Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2015 08:02 vísir/getty Fimmtudaginn 12. febrúar stendur Lionshreyfingin fyrir málþingi um lestrarvanda barna og aðgerðir til þessa að sporna við honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lions. Þar mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flytja ávarp, Guðrún Björt Yngvadóttir kynnir lestrarátak Lions, Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjallar um áhrif tvítyngi á þróun læsis, Dröfn Vilhjálmsdóttir kynnir verkefni bókasafns Seljaskóla sem miða að því að efla lestraráhuga nemenda, Ingibjörg Ingólfsdóttir kynnir námskeið byggð á Davisaðferðinni fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika og Guðni Olgeirsson kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu milli kl. 16:30 og 18:30 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er án endurgjalds. „Eitt af þeim lestrarhvetjandi verkefnunum sem notuð eru á bókasafni Seljaskóla eru bókaskjóður. Safnið hefur komið sér upp 30 veglegum bókaskjóðum sem hver hefur að geyma bók og lestrarhvetjandi efni sem tengist bókinni,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir um verkefnið í Seljaskóla. Hún segir að dæmi um innihald í skjóðu séu matreiðslubók, bökunarform, svunta og mæliglös eða fótboltabók, fótbolti, dómaraflauta, gula og rauða spjaldið. „Skjóðurnar njóta gífurlegra vinsælda og hafa haft ýmiss konar lestrarhvetjandi áhrif á nemendur skólans.“ Í tilkynningunni segir að Ísland sé sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba. Lionsfélagar á öllu landinu séu um 2.300 talsins. Í Lions vinna saman konur og karlar, ungir og aldnir. Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Klúbbar styðja hver sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum. Lionsfélagar leggja lið þeim sem minna mega sín, m.a. sjúkum, sjóndöprum og fötluðum. Einnig eru verkefni tengd börnum, öldruðum, menningarmálum og umhverfi. Íslenskir Lionsklúbbar taka þátt í alþjóðastarfi Lions. Alþjóðahreyfing Lions er fjölmennasta þjónustuhreyfing heims með fleiri en 1,3 milljónir félaga í um 45.000 klúbbum í yfir 200 löndum víðs vegar um veröldina. Hreyfingin var stofnuð árið 1917 og allar götur síðan hafa Lionsfélagar unnið sérstaklega að því að bæta hag blindra og sjónskertra en einnig og ekki síður á margvíslegum sviðum samfélagsþjónustu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fimmtudaginn 12. febrúar stendur Lionshreyfingin fyrir málþingi um lestrarvanda barna og aðgerðir til þessa að sporna við honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lions. Þar mun Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra flytja ávarp, Guðrún Björt Yngvadóttir kynnir lestrarátak Lions, Sigríður Ólafsdóttir doktorsnemi fjallar um áhrif tvítyngi á þróun læsis, Dröfn Vilhjálmsdóttir kynnir verkefni bókasafns Seljaskóla sem miða að því að efla lestraráhuga nemenda, Ingibjörg Ingólfsdóttir kynnir námskeið byggð á Davisaðferðinni fyrir foreldra barna sem eru í efstu deildum leikskóla og grunur leikur á að þrói með sér lestrarörðugleika og Guðni Olgeirsson kynnir hugmyndir vinnuhóps menntamálaráðuneytisins um aðgerðir til að bæta læsi grunnskólabarna. Fundarstjóri er Jón Bjarni Þorsteinsson fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður Lions. Málþingið verður haldið í Norræna húsinu milli kl. 16:30 og 18:30 og er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Aðgangur er án endurgjalds. „Eitt af þeim lestrarhvetjandi verkefnunum sem notuð eru á bókasafni Seljaskóla eru bókaskjóður. Safnið hefur komið sér upp 30 veglegum bókaskjóðum sem hver hefur að geyma bók og lestrarhvetjandi efni sem tengist bókinni,“ segir Dröfn Vilhjálmsdóttir um verkefnið í Seljaskóla. Hún segir að dæmi um innihald í skjóðu séu matreiðslubók, bökunarform, svunta og mæliglös eða fótboltabók, fótbolti, dómaraflauta, gula og rauða spjaldið. „Skjóðurnar njóta gífurlegra vinsælda og hafa haft ýmiss konar lestrarhvetjandi áhrif á nemendur skólans.“ Í tilkynningunni segir að Ísland sé sjálfstætt fjölumdæmi innan Alþjóðasambands Lionsklúbba. Lionsfélagar á öllu landinu séu um 2.300 talsins. Í Lions vinna saman konur og karlar, ungir og aldnir. Lionsfélagar láta gott af sér leiða á sviði mannúðar- og menningarmála. Klúbbar styðja hver sitt byggðarlag og taka þátt í landsverkefnum og alþjóðlegum verkefnum. Lionsfélagar leggja lið þeim sem minna mega sín, m.a. sjúkum, sjóndöprum og fötluðum. Einnig eru verkefni tengd börnum, öldruðum, menningarmálum og umhverfi. Íslenskir Lionsklúbbar taka þátt í alþjóðastarfi Lions. Alþjóðahreyfing Lions er fjölmennasta þjónustuhreyfing heims með fleiri en 1,3 milljónir félaga í um 45.000 klúbbum í yfir 200 löndum víðs vegar um veröldina. Hreyfingin var stofnuð árið 1917 og allar götur síðan hafa Lionsfélagar unnið sérstaklega að því að bæta hag blindra og sjónskertra en einnig og ekki síður á margvíslegum sviðum samfélagsþjónustu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira