Lífið

Borgarholtsskóli sigurvegari stuttmyndakeppni framhaldsskólanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Framlag Borgarholtsskóla, Hljóðheimur Arons, bar sigur úr bítum á kvikmyndahátíð framhaldsskólanna sem var haldin hátíðleg um helgina. Þar var besta stuttmynd framhaldsskólanna verðlaunuð.

Alls voru 25 myndir sendar inn á hátíðina sem var skipulögð af hópi nemenda í hátíðaráfanga sem kenndur er á nýsköpunar- og listabraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Heiðursgestur var Ragnar Bragason.

Sigurmyndin fjallar um Aron sem er ungur, heyrnaskertur drengur sem hefur lært að lifa með heyrnaleysinu með hjálp fjölskyldu og skóla, þó reyni oft á úthald hans og þolinmæði, segir í texta um myndina. Sara Alexía Sala Sigríðardóttir sá um leikstjórn, handrit, myndatöku og klippingu. Í myndinni koma fram Aron Dagur (Aron), Hafþór Harðarson (pabbi Arons) og Helga og Sara (kennarar).

Hægt er að horfa á myndina í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×