Villl rannsókn á undanbrögðum ráðherra í skattamáli 11. febrúar 2015 12:11 Össur Skarphéðinsson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. Vísir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“ Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis rannsaki hvort ríkisstjórnin hafi reynt að koma í veg fyrir að upplýsingar umn skattsvikara yrðu keyptar. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa beitt brögðum sem Davíð Oddson var þekktur fyrir á sínum tíma. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segir að gengið verði til samninga við seljanda gagna um Íslendinga í skattaskjólum á grundvelli yfirlýsingar fjármálaráðherra frá því í gær. Hún staðfestir það við fréttastofu en segir engu hægt að lofa um árangur af skattheimtu að svo stöddu. Össur segir að bæði Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi báðir tekið upp háttalag Davíðs Oddssonar sem hafi notað opinberar yfirlýsingar til að boxa niður opinbera starfsmenn.Sjá einnig:Bryndís ætlar að ganga til samninga við huldumanninn „Þetta er gamalt trix sem að Davíð Oddsson notaði jafnan til að boxa embættismenn. Þeir hafa tekið það upp eftir honum,“ segir Össur. Báðir hafi til að mynda hlaupið í vörn fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, í lekamálinu svonefnda og verið með „mjög óviðeigandi yfirlýsingar“ gagnvart umboðsmanni Alþingis. Nú hafi það sama gerst í umræðu um kaup á gögnunum.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri telur óheppilegt að ráðuneytið hafi greint frá því í gær að farið sé fram á 150 milljónir fyrir gögnin. Telur Bjarna ekki hafa viljað kaupa gögnin „Það hefur komið algerlega skýrt fram að Bjarni var mjög tregur í þessu máli og mér sýnist yfirlýsingar hans til þess fallnar að leiða hana í sama farveg,“ segir Össur. Bjarni hafi skammað skattrannsóknarstjóra og sett hana í erfiða stöðu. „Það hefur fyrst og fremst verið aðhald almennings, fjölmiðla og stjórnarandstöðu sem hefur neytt hann til uppgjafar í málinu,“ segir Össur. Bjarni hafi hrakist úr hverju víginu í annað í málinu. „Hann var bersýnilega ekki mjög hrifinn af því að leysa þetta mál með því að gögnin yrðu keypt,“ segir Össur og kallar á að málið verði rannsakað. „Ég tel að öll embættisfærslan hafi verið með þeim hætti að það sé heppilegast fyrir málið að allt sé upplýst. Hvort ríkisstjórnin hafi í raun verið að tregðast við að kaupa gögn sem geta hugsanlega upplýst um alvarleg brot.“Hringja rauðar bjöllur Össur minnir á að Bjarni hafi „húðskammað skattrannsóknarstjóra opinberlega fyrir að ljúka ekki málinu“. „Sannleikurinn kom í ljós og hann var þannig að málið var stopp af því Bjarni sjálfur hafði ekki veitt heimild en hafði þó fengið skriflega ósk,“ því sé sjálfsagt að málið verði upplýst. „Mín skoðun er sú að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eigi að rannsaka þetta mál. Hún var beinlínis stofnuð til þess og hjá mér hringja allar rauðar bjöllur í hvert skipti sem ráðherra segir ekki satt frá.“
Alþingi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira