Lífið

Táraðist þegar hann tilkynnti að hann væri að hætta

Stefán Árni Pálsson skrifar
The Daily Show hefur verið á dagskrá síðan 1999.
The Daily Show hefur verið á dagskrá síðan 1999.
Bandaríski fréttagrínarinn Jon Stewart tilkynnti í þætti sínum, The Daily Show, í gær að hann myndi hætta sem þáttastjórnandi á næstu mánuðum.

Þessi vinsæli þjóðmálaþáttur hefur verið á dagskrá frá árinu 1999 og er hann sýndur um allan heim en sjónvarpstöðin Comedy Central framleiðir þáttinn.

Stewart var nokkuð tilfinningaríkur í ræðu sinni og hrósaði hann starfsfólki þáttarins í hástert og talaði um besta vinnustað í heiminum.

„Það er kominn tími á einhvern annan,“ sagði Stewart.

„Það er ekki ljóst hvenær nákvæmlega ég mun hætta, gæti verið í sumar en í síðasta lagi í september. Ég er ekki með nein sérstök plön um framtíðina en ég er með fullt af hugmyndum.“


Tengdar fréttir

Jon Stewart nefnir eldfjallið Kevin

Bandaríski fréttagrínarinn Jon Stewart sá hversu illa fréttamönnum gengur að bera fram nafnið Eyjafjallajökull og gaf eldfjallinu nafnið Kevin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×