Loðnuvertíðin í voða Gissur Sigurðsson, Jakob Bjarnar og Svavar Hávarðsson skrifa 10. febrúar 2015 12:29 Loðnan er að dóla sér dreifð fyrir norðan en ætti að vera komin suður fyrir land. Fiskifræðingar vita ekki hvað er að gerast, útgerðin er áhyggjufull og veður eru válynd. vísir/LOFTMYNDIR Gjörbreytt göngumynstur loðnunnar veldur fiskvinnslunni verulegum áhyggjum. Sjómenn og útvegsmenn óttast að kvótinn náist ekki og hrognatakan, sem gefur langmest af sér, kunni að fara handaskolum. Í venjulegu árferði væri loðnan gengin austur fyrir land og farin að þokast vestur með suðurströndinni, og þar með nær hrygningu, en hún virðist öll vera enn fyrir norðan, eða í grennd við Grímsey og út af Skagafirði. Mikið ríður á að koma loðnunni og hrognatökunni ferskri til vinnslu og þetta mun þýða verulega röskun, og þá löndun fyrir austan, á Vopnafirði og á Austfjörðum.Sveinn segir að mælingar hafi sýnt mjög óvenjulega stöðu og engin merki um að loðnan sé komin austur fyrir landið, eins og venjulega.Fiskifræðingar vita ekki hvað er að gerastSveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur, sem er helsti loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar kann engar skýringar á óvæntu og gjörbreyttu göngumynstri loðnunnar á þessari vertíð. „Þegar við hefjum mælingar í byrjun janúar þá er hún mjög vestarlega í Grænlandssundi, vestur undir 26.-27. gráðu. Og þegar við ljúkum mælingum, og erum komnir laust úr aðalgöngunni, þá er það bara rétt austan við Kolbeinseyjarhrygg. Í lok mánaðarins, í janúar. Þetta er mjög óvenjulegt. Venjulega er hún komin austur fyrir land á þessum tíma og gengur upp að Suð-Austurströndinni í fyrstu tíu dagana af febrúar. Núna eru mér vitanlega engin merki um að hún sé komin á þær slóðir. Þetta er mjög óvenjulegt ástand,“ segir Sveinn. Loðnan var mjög dreifð á öllu mælingarsvæðinu, mælingaleggirnir voru mjög langir og hún lá frá köntunum og töluvert langt norður út frá köntunum. Hún var ekkert farin að safnast í þessar venjulegu göngur með köntunum sem hún venjulega sýnir í byrjun janúar fyrir Norðurlandi og út af Norð-Austurlandi.Eins og staðan er í dag er líklegast að vegna hrognatökunnar verði drjúgum hluta aflans landað fyrir austan.En, gæti hrygningarmynstrið þá verið að breytast, að loðnan hætti að hrygna suð-vestanlands og hrygni fyrir norðan? „Ég get ekki svarað því,“ segir Sveinn. „Það er Bjarni Sæmundsson, taldi uppúr 1920, þegar hlýnaði mikið í hafinu við Ísland að það hefði að mestu leyti tekið fyrir loðnugöngur eitthvert árabil suður fyrir land og hrygningin hafi verið að mestu fyrir norðan. Ég get ekkert svarað því hvort eitthvað slíkt sé að gerast núna. Ég bara veit það ekki,“ segir Sveinn. Hafrannsóknarstofnun er ekki með skip á svæðinu, en fylgist með gangi mála með fulltingi fiskiflotans.Útgerðin áhyggjufull Stöðugar brælur á loðnumiðunum fyrir norðan land og svo þessi óhefðbundna hegðun loðnunnar veldur útgerðarmönnum nokkrum áhyggjum þessa dagana. Þar er enginn er sérstaklega bjartsýnn á að loðnukvótinn náist allur á vertíðinni. Útgerðir sem hafa miklar aflaheimildir í loðnu fjölga þessa dagana skipum á sjó til að tryggja sig fyrir því að ná kvótanum.Siglt til hafnar með drekkhlaðinn dallinn.HB Grandi gerði í síðustu viku samkomulag við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell II, fari til loðnuveiða. Skipið mun veiða af heimildum HB Granda og landa aflanum til vinnslu ýmist á Akranesi eða Vopnafirði. Gert er ráð fyrir að Hoffell II verði komið til veiða í lok vikunnar. Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn sem eru að stærstum hluta óveidd. „Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins þar sem hann vildi engu spá um hvaða verðmæti fyrirtækið næði út úr sínum heimildum.Loðnan hrygnir innan tíðarGunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert nýtt að menn séu stressaðir á loðnuvertíð, en játar því að staðan gæti verið betri og erfitt að sjá hvernig vertíðin muni þróast. „En loðnan er á óhefðbundnum slóðum og erfitt að ráða í hvað er að gerast. En ef allt gengur upp þá ætti þetta að hafast, en það má ekki mikið bregðast úr þessu,“ segir Gunnþór. Loðnuvertíð, sögulega séð, er yfirleitt að baki um miðjan mars – þá er loðnan hrygnd og dauð uppi í fjöru fyrir sunnan og vestan land. Því ætti loðnan að vera á hraðri leið með Suðurlandi á þessum tímapunkti en ekki á Skjálfandaflóa og við Grímsey, þar sem skipin eru að veiðum.Elliði segir að þessi staða geti þýtt hundruð milljóna sveiflu fyrir hagkerfið í Eyjum.Áhyggjur í EyjumSindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, segir, spurður um stöðuna, að fyrirtækið sé að gera Ísleif VE kláran á veiðar, en skipið, sem er tæplega 40 ára gamalt, hefur oft verið sent á veiðar þegar mikið liggur við. Þó ástandið sé uggvænlegt ber Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, sig vel: „Loðnan er næst óútreiknalegasta lífveran sem hefur áhrif á okkur hér í Eyjum, á eftir þingmönnunum. Við höfum hinsvegar í mörg ár glímt við þá sveiflu sem ætíð fylgir náttúrunni og búum náttúrulega vel að því að vera með öflugan flota með nýjustu tól og tæki þannig að það er hægt að stunda eltingaleik um allan sjó.“ Elliði segir það auðvitað hafa gríðarleg áhrif á atvinnuástandið í Eyjum fari svo að loðnunni verði einkum landað fyrir norðan og austan. „Þetta er hinsvegar ástand sem ætíð má búast við og til marks um það þá hafa fyrirtækin verið að byggja sig talvert upp fyrir austan samanber uppbyggingu Ísfélagsins á Þórshöfn. Á móti kemur að afla verðmætið er þá aukið og það kemur sér vel fyrir sjómennina.“Útflutningsverðmæti íslenska kvótans má gróflega áætla hátt í 30 milljarða króna.Eyjamenn gætu tapað hundruðum milljóna Spurður segir Elliði erfitt að meta hversu miklir hagsmunir séu í húfi. „Tekjur okkar eru náttúrulega fyrst og fremst af útsvari. Þannig hefur það mikil áhrif hvort afli er unnin í mjöl og lýsi eða hvort hann er frystur. Frysting er mannfrekari vinnsla og því hærra útsvar af slíkri vinnslu. Það kæmi mér þó ekki á óvart þótt sveiflan gæti numið hundruðum milljóna fyrir bæjarsjóð eftir því hvort aflinn kemur að landi hér eða annarstaðar. Eins og ég segi þá erum við samt alveg róleg yfir þessu. Svona er sjávarútvegurinn - það fylgir honum óvissa. Öll okkar áætlanagerð gerir ráð fyrir slíkri óvissu. Við höfum því þúsund ára reynslu í að vona það besta en undirbúa okkur undir það vesta. Það gerum við því bara áfram.“ Hér má hafa það hugfast að loðnukvótinn íslenski er tæp 400.000 tonn, en 580.000 tonn þegar veiðar Norðmanna og Færeyinga eru meðtaldar. Útflutningsverðmæti íslenska kvótans má gróflega áætla hátt í 30 milljarða króna, að gefnum þeim forsendum sem eru á mörkuðum erlendis og gengi gjaldmiðla.Einar veðurfræðingur. Það er ekki til að bæta stöðuna að í kortunum eru vond veður.Óhagstæð veðurskilyrði Á Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi á Veðurvaktinni ehf., má skilja að veðurútlitið sé sjómönnum hreint ekki hagstætt. Ágætlega líti út um miðja vikuna og sjólag ætti að lagast tímabundið. „Undir helgi er síðan að sjá sem lægðagangur ætli að taka sig upp í grennd við landið og staðan hagstæð fyrir hraðfara lægðir hér við landið. Langtímaspár benda nokkuð skýrt til slíks veðurlags a.m.k. eitthvað fram í næstu viku með tíðum stormum og sviptingum í hita,“ segir Einar. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Gjörbreytt göngumynstur loðnunnar veldur fiskvinnslunni verulegum áhyggjum. Sjómenn og útvegsmenn óttast að kvótinn náist ekki og hrognatakan, sem gefur langmest af sér, kunni að fara handaskolum. Í venjulegu árferði væri loðnan gengin austur fyrir land og farin að þokast vestur með suðurströndinni, og þar með nær hrygningu, en hún virðist öll vera enn fyrir norðan, eða í grennd við Grímsey og út af Skagafirði. Mikið ríður á að koma loðnunni og hrognatökunni ferskri til vinnslu og þetta mun þýða verulega röskun, og þá löndun fyrir austan, á Vopnafirði og á Austfjörðum.Sveinn segir að mælingar hafi sýnt mjög óvenjulega stöðu og engin merki um að loðnan sé komin austur fyrir landið, eins og venjulega.Fiskifræðingar vita ekki hvað er að gerastSveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur, sem er helsti loðnusérfræðingur Hafrannsóknastofnunar kann engar skýringar á óvæntu og gjörbreyttu göngumynstri loðnunnar á þessari vertíð. „Þegar við hefjum mælingar í byrjun janúar þá er hún mjög vestarlega í Grænlandssundi, vestur undir 26.-27. gráðu. Og þegar við ljúkum mælingum, og erum komnir laust úr aðalgöngunni, þá er það bara rétt austan við Kolbeinseyjarhrygg. Í lok mánaðarins, í janúar. Þetta er mjög óvenjulegt. Venjulega er hún komin austur fyrir land á þessum tíma og gengur upp að Suð-Austurströndinni í fyrstu tíu dagana af febrúar. Núna eru mér vitanlega engin merki um að hún sé komin á þær slóðir. Þetta er mjög óvenjulegt ástand,“ segir Sveinn. Loðnan var mjög dreifð á öllu mælingarsvæðinu, mælingaleggirnir voru mjög langir og hún lá frá köntunum og töluvert langt norður út frá köntunum. Hún var ekkert farin að safnast í þessar venjulegu göngur með köntunum sem hún venjulega sýnir í byrjun janúar fyrir Norðurlandi og út af Norð-Austurlandi.Eins og staðan er í dag er líklegast að vegna hrognatökunnar verði drjúgum hluta aflans landað fyrir austan.En, gæti hrygningarmynstrið þá verið að breytast, að loðnan hætti að hrygna suð-vestanlands og hrygni fyrir norðan? „Ég get ekki svarað því,“ segir Sveinn. „Það er Bjarni Sæmundsson, taldi uppúr 1920, þegar hlýnaði mikið í hafinu við Ísland að það hefði að mestu leyti tekið fyrir loðnugöngur eitthvert árabil suður fyrir land og hrygningin hafi verið að mestu fyrir norðan. Ég get ekkert svarað því hvort eitthvað slíkt sé að gerast núna. Ég bara veit það ekki,“ segir Sveinn. Hafrannsóknarstofnun er ekki með skip á svæðinu, en fylgist með gangi mála með fulltingi fiskiflotans.Útgerðin áhyggjufull Stöðugar brælur á loðnumiðunum fyrir norðan land og svo þessi óhefðbundna hegðun loðnunnar veldur útgerðarmönnum nokkrum áhyggjum þessa dagana. Þar er enginn er sérstaklega bjartsýnn á að loðnukvótinn náist allur á vertíðinni. Útgerðir sem hafa miklar aflaheimildir í loðnu fjölga þessa dagana skipum á sjó til að tryggja sig fyrir því að ná kvótanum.Siglt til hafnar með drekkhlaðinn dallinn.HB Grandi gerði í síðustu viku samkomulag við Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði um að skip Loðnuvinnslunnar, Hoffell II, fari til loðnuveiða. Skipið mun veiða af heimildum HB Granda og landa aflanum til vinnslu ýmist á Akranesi eða Vopnafirði. Gert er ráð fyrir að Hoffell II verði komið til veiða í lok vikunnar. Aflamark HB Granda í loðnu er um 72.000 tonn sem eru að stærstum hluta óveidd. „Þau tonn eru enn í sjó en ekki á bankabók,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, í viðtali á heimasíðu fyrirtækisins þar sem hann vildi engu spá um hvaða verðmæti fyrirtækið næði út úr sínum heimildum.Loðnan hrygnir innan tíðarGunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir ekkert nýtt að menn séu stressaðir á loðnuvertíð, en játar því að staðan gæti verið betri og erfitt að sjá hvernig vertíðin muni þróast. „En loðnan er á óhefðbundnum slóðum og erfitt að ráða í hvað er að gerast. En ef allt gengur upp þá ætti þetta að hafast, en það má ekki mikið bregðast úr þessu,“ segir Gunnþór. Loðnuvertíð, sögulega séð, er yfirleitt að baki um miðjan mars – þá er loðnan hrygnd og dauð uppi í fjöru fyrir sunnan og vestan land. Því ætti loðnan að vera á hraðri leið með Suðurlandi á þessum tímapunkti en ekki á Skjálfandaflóa og við Grímsey, þar sem skipin eru að veiðum.Elliði segir að þessi staða geti þýtt hundruð milljóna sveiflu fyrir hagkerfið í Eyjum.Áhyggjur í EyjumSindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, segir, spurður um stöðuna, að fyrirtækið sé að gera Ísleif VE kláran á veiðar, en skipið, sem er tæplega 40 ára gamalt, hefur oft verið sent á veiðar þegar mikið liggur við. Þó ástandið sé uggvænlegt ber Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, sig vel: „Loðnan er næst óútreiknalegasta lífveran sem hefur áhrif á okkur hér í Eyjum, á eftir þingmönnunum. Við höfum hinsvegar í mörg ár glímt við þá sveiflu sem ætíð fylgir náttúrunni og búum náttúrulega vel að því að vera með öflugan flota með nýjustu tól og tæki þannig að það er hægt að stunda eltingaleik um allan sjó.“ Elliði segir það auðvitað hafa gríðarleg áhrif á atvinnuástandið í Eyjum fari svo að loðnunni verði einkum landað fyrir norðan og austan. „Þetta er hinsvegar ástand sem ætíð má búast við og til marks um það þá hafa fyrirtækin verið að byggja sig talvert upp fyrir austan samanber uppbyggingu Ísfélagsins á Þórshöfn. Á móti kemur að afla verðmætið er þá aukið og það kemur sér vel fyrir sjómennina.“Útflutningsverðmæti íslenska kvótans má gróflega áætla hátt í 30 milljarða króna.Eyjamenn gætu tapað hundruðum milljóna Spurður segir Elliði erfitt að meta hversu miklir hagsmunir séu í húfi. „Tekjur okkar eru náttúrulega fyrst og fremst af útsvari. Þannig hefur það mikil áhrif hvort afli er unnin í mjöl og lýsi eða hvort hann er frystur. Frysting er mannfrekari vinnsla og því hærra útsvar af slíkri vinnslu. Það kæmi mér þó ekki á óvart þótt sveiflan gæti numið hundruðum milljóna fyrir bæjarsjóð eftir því hvort aflinn kemur að landi hér eða annarstaðar. Eins og ég segi þá erum við samt alveg róleg yfir þessu. Svona er sjávarútvegurinn - það fylgir honum óvissa. Öll okkar áætlanagerð gerir ráð fyrir slíkri óvissu. Við höfum því þúsund ára reynslu í að vona það besta en undirbúa okkur undir það vesta. Það gerum við því bara áfram.“ Hér má hafa það hugfast að loðnukvótinn íslenski er tæp 400.000 tonn, en 580.000 tonn þegar veiðar Norðmanna og Færeyinga eru meðtaldar. Útflutningsverðmæti íslenska kvótans má gróflega áætla hátt í 30 milljarða króna, að gefnum þeim forsendum sem eru á mörkuðum erlendis og gengi gjaldmiðla.Einar veðurfræðingur. Það er ekki til að bæta stöðuna að í kortunum eru vond veður.Óhagstæð veðurskilyrði Á Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi á Veðurvaktinni ehf., má skilja að veðurútlitið sé sjómönnum hreint ekki hagstætt. Ágætlega líti út um miðja vikuna og sjólag ætti að lagast tímabundið. „Undir helgi er síðan að sjá sem lægðagangur ætli að taka sig upp í grennd við landið og staðan hagstæð fyrir hraðfara lægðir hér við landið. Langtímaspár benda nokkuð skýrt til slíks veðurlags a.m.k. eitthvað fram í næstu viku með tíðum stormum og sviptingum í hita,“ segir Einar.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira