Lífið

Fólki boðið í sína eigin jarðaför í staðinn fyrir tíma í ljósabekk

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Ljósastofa dauðans.
Ljósastofa dauðans.
Myndband sem sýnir fólk sem var boðið í ókeypis ljósatíma, en var þess í stað sýnt hvernig eigin jarðaför myndi líta út gengur nú um netheima. Myndbandið er unnið úr verkefninu Free Killer Tan og er markmiðið að vekja athygli á hættum þess að stunda ljós.

Aðstandendur verkefnisins settu upp það sem virtist vera ljósabekkjastofa og buðu fólki ókeypis prufutíma. Þegar fólkið hafði skráð sig og ætlaði sér að fara í ljós gekk það inn í uppsetta jarðaför þar sem nafn fólksins og mynd af því var á ljósabekk sem var staðsettur eins og að um líkkistu væri að ræða.

Einn viðmælandinn í myndbandinu sagðist aldrei ætla í ljós eftir þessa upplifun.

Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×