Erlent

„Ég óttast að Pútín drepi mig“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Boris Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar.
Boris Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Vísir/Getty

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Boris Nemtsov, sem skotinn var til bana í gær sagðist í viðtali við rússneskan vefmiðil óttast að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, myndi drepa hann.

Í viðtalinu, sem birtist þann 10. febrúar síðastliðinn sagði Nemtsov:

„Ég óttast að Pútín drepi mig. Ég trúi því að hann hafi komið stríðinu í Úkraínu af stað. Mér gæti ekki líkað verr við hann.“

Vinir Nemtsov segja að hann hafi nafnlausar morðhótanir á internetinu og að þær hafi valdið honum áhyggjum. Hann vildi hins vegar ekki að öryggis hans yrði gætt sérstaklega:

„Hann sagði „Ef þeir vilja drepa mig þá munu þeir drepa mig,““ er haft eftir vini Nemtsov á vef breska blaðsins The Independent.

Nemtsov var fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hann var skotinn fjórum sinnum í bakið af óþekktum árásarmanni í bíl þegar hann var á gangi með konu í miðborg Moskvu, skammt frá Kreml-höll í gærkvöldi.

Nemtsov hafði fyrr um daginn kallað eftir stuðningi við mótmælagöngu á sunnudag þar sem stríðinu í Úkraínu verður mótmælt.

Pútín hefur fordæmt morðið og hefur sjálfur tekið að sér yfirstjórn rannsóknarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×