Segir Sigríði engin lög hafa brotið Hjörtur Hjartarson skrifar 28. febrúar 2015 19:30 Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður og lögfræðingur tekur undir túlkun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á úrskurði persónuverndar þess efnis hún hafi engin lög brotið. Lektor í stjórnsýslufræði segir að lögreglustjórinn ætti að viðurkenna að mistök hafi verið gerð en ekki þvæla málið með lagaskylmingum. Í úrskurði Persónuverndar segir að miðlun og meðferð persónuupplýsinga af hálfu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og innanríkisráðuneytisins hafi farið á svig við persónuvernd. Engu að síður segir í yfirlýsingu sem Sigríður sendi frá sér að hún hafi engin lög brotið. Fréttastofan hefur síðan í gær ítrekað óskað eftir viðtali við Sigríði Björk en ekki haft erindi sem erfiði. Flestir af þeim lögspekingum sem fréttastofa ræddi við í dag eru sammála um að lögreglustjórinn sé að teygja sig heldur langt með því að túlka úrskurð Persónuverndar með þeim hætti sem hún gerir. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er hinsvegar á þeirri skoðun að Sigríður hafi rétt fyrir sér. „Hún hefur auðvitað ekki brotið af sér. Það var eðlilegt hjá henni að afhenda þessi gögn. Hinsvegar hafði ráðuneytið ekkert við þessi gögn að gera og það veit lögreglustjórinn á Suðurnesjunum ekkert um,“ segir Brynjar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir„En hefði lögreglustjórinn ekki átt aðóska eftir upplýsingum um hvaðátti að nota þessi gögn í og við hvaða lagaheimild var verið að styðjast?“„Menn geta auðvitað haft einhverjar skoðanir á því. Það er nú bara þannig samkvæmt hinum og þessum lögum, lögum um stjórnarráðið, lögum um meðferð sakamála, lögreglulögunum o.s.frv. þá ráðherra auðvitað yfirmaður lögreglustjórans og sækir þau gögn sem hann telur nauðsynlegt að til sinna sinni eftirlitsskyldu. Það er því engin ástæða til að efast réttmæta yfirmannsins til að sækja gögn.“ Brynjar er einnig varaformaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur haft Lekamálið til umfjöllunar. Hann reiknar ekki með því að upplýsingar gærdagsins komi til með áhrif á þau störf. „Nei, ég tengi það nú ekki. Ég lít nú þannig á að þessu lekamáli sé nú bara lokið. Ráðherran hefur sagt af sér, aðstoðarmaðurinn hefur sætt refsiábyrgð, málinu er bara lokið hvað þingið varðar finnst mér,“ segir Brynjar.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Fleiri fréttir Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sjá meira