Bólusetning hefði bjargað Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 20:57 Kona, sem missti rúmlega eins árs son sinn úr mislingum fyrir tæplega fimmtíu árum síðan, segir ótrúlegt að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem nútímalæknavísindi bjóða uppá. Hún telur öruggt að bólusetning gegn mislingum hefði bjargað lífi sonar hennar á sínum tíma.Undanfarna daga hefur umræða um bólusetningar farið hátt, en allt að tólf prósent barna hér á landi eru óbólusett. Þórunn Jónsdóttir missti son sinn, Guðmund, í kjölfar mislinga árið 1967 en bólusetning sem útrýmdi sjúkdómnum nær alveg hér á landi hófst tíu árum síðar. Guðmundur, sem var þá þrettán mánaða gamall og yngstur fjögurra systkina, fékk heilabólgu sem er stórhættulegur fylgikvilli mislinga. Þórunn segir að veikindin hafi borið skjótt að, en drengurinn hafði fram að þessum degi verið mjög hraustur. „Frá því hann vaknar klukkan hálftvö og þangað til um tíu mínútur yfir tólf um nóttina, þá var hann dáinn. Þetta tók nú ekki lengri tíma en það,“ rifjar hún upp.Þórunn segist vera viss um að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á þessum tíma. Hún furðar sig á því að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem í boði eru nú til dags. „Ég þekki þetta mál af reynslunni og hefur bara blöskrað að heyra það að fólk vilji ekki láta sprauta börnin. Mér finnst það synd ef foreldrar taka þann pól í hæðina að láta ekki sprauta börnin sín þegar þau hafa kost á því,“ segir hún.Þórunn telur umræðuna um aukaverkanir við bólusetningarlyfjum vera á villigötum og segir að hún hefði sjálf tekið hvaða aukverkunum eða röskunum fram yfir það sem varð. „Það er svo mikið mál að missa börnin sín úr einhverju sem hefði verið hægt að gera eitthvað í“. Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Kona, sem missti rúmlega eins árs son sinn úr mislingum fyrir tæplega fimmtíu árum síðan, segir ótrúlegt að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem nútímalæknavísindi bjóða uppá. Hún telur öruggt að bólusetning gegn mislingum hefði bjargað lífi sonar hennar á sínum tíma.Undanfarna daga hefur umræða um bólusetningar farið hátt, en allt að tólf prósent barna hér á landi eru óbólusett. Þórunn Jónsdóttir missti son sinn, Guðmund, í kjölfar mislinga árið 1967 en bólusetning sem útrýmdi sjúkdómnum nær alveg hér á landi hófst tíu árum síðar. Guðmundur, sem var þá þrettán mánaða gamall og yngstur fjögurra systkina, fékk heilabólgu sem er stórhættulegur fylgikvilli mislinga. Þórunn segir að veikindin hafi borið skjótt að, en drengurinn hafði fram að þessum degi verið mjög hraustur. „Frá því hann vaknar klukkan hálftvö og þangað til um tíu mínútur yfir tólf um nóttina, þá var hann dáinn. Þetta tók nú ekki lengri tíma en það,“ rifjar hún upp.Þórunn segist vera viss um að öðruvísi hefði farið ef byrjað hefði verið að bólusetja börn fyrir mislingum á þessum tíma. Hún furðar sig á því að fólk nýti sér ekki þau úrræði sem í boði eru nú til dags. „Ég þekki þetta mál af reynslunni og hefur bara blöskrað að heyra það að fólk vilji ekki láta sprauta börnin. Mér finnst það synd ef foreldrar taka þann pól í hæðina að láta ekki sprauta börnin sín þegar þau hafa kost á því,“ segir hún.Þórunn telur umræðuna um aukaverkanir við bólusetningarlyfjum vera á villigötum og segir að hún hefði sjálf tekið hvaða aukverkunum eða röskunum fram yfir það sem varð. „Það er svo mikið mál að missa börnin sín úr einhverju sem hefði verið hægt að gera eitthvað í“.
Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira