Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 19:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér. Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13